Segir of mikið gert úr gulri viðvörun Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2020 07:46 Frá vettvangi við Langjökul þann 7. janúar síðastliðinn. Landsbjörg Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri Mountaineers of Iceland, segir að of mikið hafi verið gert úr því að Veðurstofan hafi gefið út gula viðvörun daginn sem farið var með hóp ferðamanna á vélsleðum við Langjökul. Þann 7. janúar voru björgunarsveitir kallaðar út til að koma 39 ferðamönnum til byggða. „Það er ekkert í gulri viðvörun sem gefur til kynna að það skuli afdráttarlaust aflýsa öllum ferðum, þótt vissulega sé tekið fram að slík veður krefjist árvekni við skipulagningu ferða milli landshluta,“ segir Haukur í viðtali í Morgunblaðinu í dag. „Við vorum meðvitaðir um veðrið og ætluðum að vera farnir af svæðinu áður en það kæmi vont veður.“ Upprunalega átti ferðinni að ljúka áður en veðrið skall á. Hún hafi þó dregist. Henni átti að ljúka klukkan tvö en það var ekki fyrr en 15:20 sem leiðsögumaður sagði að tafirnar kölluðu hugsanlega á aðgerðir. Þá var hópurinn lagður af stað frá Íshellinum við Langjökul að Geldingarfelli, þar sem bækistöðvar Mountaineers of Iceland eru. Haukur segir einnig að hugsanlega hefði átt að hringja fyrr eftir aðstoð. Starfsmenn fyrirtækisins hafi ekki séð fyrir sér að þörf væri á því. Snjótroðari sem fyrirtækið á hafi þó bilað og bíll þar að auki. Þá þurfti jarðýtu til að ryðja leiðina að fólkinu fyrir þá jeppa sem voru eftir. „Við töldum okkur hafa allan þann tækjabúnað og mannskap á svæðinu sem þyrfti til að koma fólkinu sem fyrst í öruggt skjól í bækistöð okkar. Við tölum alltaf að við hefðum besta tækifærið til að skila fólkinu sem fyrst.“ Mountaineers tókst að koma jarðýtu og tveimur jeppum að fólkinu og þriðja jeppanum nokkrum klukkustundum eftir það. Skömmu seinna voru björgunarsveitarmenn komnir að hópnum. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa rætt við flesta sem voru í ferðinni og byrjuðu þeir strax daginn eftir umrædda ferð. „Við erum gjörsamlega miður okkar yfir þessu atviki. Okkur þykir mjög fyrir því að viðskiptavinir okkar hafi þurft að upplifa þetta og að þeir hafi lent í þessum vandræðum með okkur,“ segir Haukur. 39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira
Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri Mountaineers of Iceland, segir að of mikið hafi verið gert úr því að Veðurstofan hafi gefið út gula viðvörun daginn sem farið var með hóp ferðamanna á vélsleðum við Langjökul. Þann 7. janúar voru björgunarsveitir kallaðar út til að koma 39 ferðamönnum til byggða. „Það er ekkert í gulri viðvörun sem gefur til kynna að það skuli afdráttarlaust aflýsa öllum ferðum, þótt vissulega sé tekið fram að slík veður krefjist árvekni við skipulagningu ferða milli landshluta,“ segir Haukur í viðtali í Morgunblaðinu í dag. „Við vorum meðvitaðir um veðrið og ætluðum að vera farnir af svæðinu áður en það kæmi vont veður.“ Upprunalega átti ferðinni að ljúka áður en veðrið skall á. Hún hafi þó dregist. Henni átti að ljúka klukkan tvö en það var ekki fyrr en 15:20 sem leiðsögumaður sagði að tafirnar kölluðu hugsanlega á aðgerðir. Þá var hópurinn lagður af stað frá Íshellinum við Langjökul að Geldingarfelli, þar sem bækistöðvar Mountaineers of Iceland eru. Haukur segir einnig að hugsanlega hefði átt að hringja fyrr eftir aðstoð. Starfsmenn fyrirtækisins hafi ekki séð fyrir sér að þörf væri á því. Snjótroðari sem fyrirtækið á hafi þó bilað og bíll þar að auki. Þá þurfti jarðýtu til að ryðja leiðina að fólkinu fyrir þá jeppa sem voru eftir. „Við töldum okkur hafa allan þann tækjabúnað og mannskap á svæðinu sem þyrfti til að koma fólkinu sem fyrst í öruggt skjól í bækistöð okkar. Við tölum alltaf að við hefðum besta tækifærið til að skila fólkinu sem fyrst.“ Mountaineers tókst að koma jarðýtu og tveimur jeppum að fólkinu og þriðja jeppanum nokkrum klukkustundum eftir það. Skömmu seinna voru björgunarsveitarmenn komnir að hópnum. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa rætt við flesta sem voru í ferðinni og byrjuðu þeir strax daginn eftir umrædda ferð. „Við erum gjörsamlega miður okkar yfir þessu atviki. Okkur þykir mjög fyrir því að viðskiptavinir okkar hafi þurft að upplifa þetta og að þeir hafi lent í þessum vandræðum með okkur,“ segir Haukur.
39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira