Óhætt er að segja að Aron Pálmarsson hafi ekki náð að fylgja frábærri byrjun á EM 2020 eftir.
Aron átti stórkostlegan leik þegar Ísland vann Danmörku, 31-30, í fyrsta leik sínum á mótinu. Hann skoraði tíu mörk, gaf níu stoðsendingar og var besti maður vallarins.
Í næstu sex leikjum Íslands á EM skoraði Aron hins vegar aðeins samtals 13 mörk, eða 2,2 mörk að meðaltali í leik. Í síðustu tveimur leikjum Íslands á mótinu, gegn Noregi og Svíþjóð, skoraði hann aðeins eitt mark.
Næstbesti leikur Arons á EM var í sigrinum á Portúgal þar sem hann skoraði fimm mörk. Hann átti einnig góðan leik þegar Ísland vann Rússland þótt hann væri ekki á meðal markaskorara.
Aron skoraði alls 23 mörk á EM og var markahæstur í íslenska liðinu ásamt Alexander Petersson og Bjarka Má Elíssyni. Skotnýting hans var aðeins 43%.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Aron byrjar stórmót af krafti en gefur svo eftir, eins og áður hefur verið fjallað um.
sigur á Danmörku - 10 mörk í 17 skotum
sigur á Rússlandi - ekkert mark í 3 skotum
tap fyrir Ungverjalandi - 4 mörk í 11 skotum
tap fyrir Slóveníu - 3 mörk í 9 skotum
sigur á Portúgal - 5 mörk í 8 skotum
tap fyrir Noregi - 1 mark í 2 skotum
tap fyrir Svíþjóð - ekkert mark í 3 skotum
Samtals: 23 mörk í 53 skotum (43%)
EM 2020
Alexander Petersson 23
Aron Pálmarsson 23
Bjarki Már Elíssson 23
HM 2019
Arnór Þór Gunnarsson 37
EM 2018
Guðjón Valur Sigurðsson 14 Ólafur Guðmundsson 14
HM 2017
Rúnar Kárason 29
EM 2016
Guðjón Valur Sigurðsson 17
HM 2015
Guðjón Valur Sigurðsson 31
EM 2014
Guðjón Valur Sigurðsson 44
HM 2013
Guðjón Valur Sigurðsson 41
ÓL 2012
Guðjón Valur Sigurðsson 44
EM 2012
Guðjón Valur Sigurðsson 41
HM 2011
Alexander Petersson 53
EM 2010
Arnór Atlason 41
ÓL 2008
Snorri Steinn Guðjónsson 48
EM 2008
Guðjón Valur Sigurðsson 34