Alexander besti maður íslenska liðsins á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2020 13:00 Alexander Petersson skoraði 23 mörk á Evrópumótinu. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN Hinn 39 ára gamli Alexander Petersson var besti maður íslenska karlalandsliðsins á Evrópumótinu í handbolta samkvæmt einkunnagjöf Íþróttadeildar Vísis og Stöðvar tvö Sport. Alexander Petersson var með 4,29 í meðaleinkunn í leikjunum sjö en hann fékk alls þrjár sexur á mótinu. Alexander snéri aftur í landsliðið eftir fjögurra ára fjarveru og var magnaður á meðan hann hafði bensín á tankinum. Það er hins vegar ekki hægt að ætlast til þess að maður, sem heldur upp á fertugsafmælið sitt í sumar, geti staðist álagið að spila stórt hlutverk í vörn og sókn í sjö leikjum á tólf dögum. Alexander gerði því ótrúlega vel þótt að hann hafi gefið mikið eftir í milliriðlinum. Þrír voru jafnir í öðru sæti en það voru þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Viktor Gísli Hallgrímsson og Ýmir Örn Gíslason með 4,00 í meðaleinkunn. Guðjón Valur er fertugur á sínu 22. stórmóti, Viktor Gísli Hallgrímsson 19 ára á sínu fyrsta stórmóti en Ýmir Örn er 22 ára og á sínu fyrsta stórmóti í aðalhlutverki í varnarleik íslenska liðsins. Björgvin Páll Gústavsson endaði í fimmta sæti og því eru báðir markverðir íslenska liðsins á topp fimm. Tveir bestu leikir íslenska liðsins voru fyrstu tveir leikirnir á móti Dönum og Rússum þar sem íslensku strákarnir voru með 4,73 og 4,85 í meðaleinkunn. Lakasti leikurinn var sá á móti Ungverjum (2,62) en leikurinn á móti Svíum í gær var litlu hærri með meðaleinkunnu upp á 2,63. Kári Kristján Kristjánsson var besti maður íslenska liðsins í lokaleiknum en það kom þó ekki í veg fyrir að hann sé við botninn í heildaruppgjörinu. Kári og Elvar Örn Jónsson voru með lökustu meðaleinkunnina af þeim sem fengu einkunn fyrir fleiri en tvo leiki. Meðaleinkunn þeirra var 3,14.Hæsta meðaleinkunn íslensku landsliðsmannanna á EM 2020: 1. Alexander Petersson 4,29 2. Guðjón Valur Sigurðsson 4,00 2. Ýmir Örn Gíslason 4,00 2. Viktor Gísli Hallgrímsson 4,00 5. Björgvin Páll Gústavsson 3,71 6. Bjarki Már Elísson 3,67 7. Viggó Kristjánsson 3,60 8. Ólafur Guðmundsson 3,57 9. Sigvaldi Guðjónsson 3,50 9. Janus Daði Smárason 3,50 11. Arnór Þór Gunnarsson 3,33 11. Haukur Þrastarson 3,33 13. Aron Pálmarsson 3,29 14. Kári Kristján Kristjánsson 3,14 14. Elvar Örn Jónsson 3,14 15. Sveinn Jóhannsson 3,00 EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Ungverjum í kvöld: Alexander bestur í íslenska liðinu en mikið af tvistum Íslenska handboltalandsliðið tapaði með sex mörkum á móti Ungverjum í þriðja leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Þetta var lokaleikur liðsins í riðlinum en fyrsta tapið í mótinu þýðir að strákarnir fara stigalausir inn í milliriðilinn. 15. janúar 2020 19:47 Einkunnir strákanna okkar á móti Noregi: Ólafur bestur en Aron fær fyrsta ás liðsins á Evrópumótinu Íslenska handboltalandsliðið tapaði með þremur mörkum fyrir Norðmönnum í þriðja og næstsíðasta leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Bestu menn íslenska liðsins komu inn af bekknum. 21. janúar 2020 19:48 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Alexander og Sigvaldi fá báðir fullt hús Íslenska handboltalandsliðið vann stórsigur á rússneska birninum í öðrum leik sínum á Evrópumeistaramótinu og það voru margir leikmenn íslenska liðsins að spila vel. 13. janúar 2020 19:48 Einkunnir strákanna okkar á móti Svíþjóð: Kári bestur í lokaleiknum Íslenska handboltalandsliðið tapaði illa í lokaleik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Íslenska liðið komst lítið áleiðis gegn Svíum og var í miklum vandræðum allan tímann. Munurinn á endanum var sjö mörk en sigur Svía var aldrei í hættu. 22. janúar 2020 22:00 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron og Alexander í heimsklassa á móti heimsmeisturunum Íslenska handboltalandsliðið vann stórkostlegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 11. janúar 2020 19:44 Einkunnir strákanna okkar á móti Slóvenum í kvöld: Björgvin Páll og Viggó bestir Íslenska handboltalandsliðið tapaði með þriggja marka mun á móti Slóvenum í fyrsta leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Íslenska liðið er því áfram stigalaust á botni riðilsins og útlitið er ekki alltof bjart. 17. janúar 2020 17:41 Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Janus, Alex og Guðjón fá allir toppeinkunn Íslenska handboltalandsliðið komst aftur á sigurbraut eftir tvö slæm töp í röð þegar liðið vann þriggja marka sigur á Portúgal í öðrum leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 19. janúar 2020 16:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira
Hinn 39 ára gamli Alexander Petersson var besti maður íslenska karlalandsliðsins á Evrópumótinu í handbolta samkvæmt einkunnagjöf Íþróttadeildar Vísis og Stöðvar tvö Sport. Alexander Petersson var með 4,29 í meðaleinkunn í leikjunum sjö en hann fékk alls þrjár sexur á mótinu. Alexander snéri aftur í landsliðið eftir fjögurra ára fjarveru og var magnaður á meðan hann hafði bensín á tankinum. Það er hins vegar ekki hægt að ætlast til þess að maður, sem heldur upp á fertugsafmælið sitt í sumar, geti staðist álagið að spila stórt hlutverk í vörn og sókn í sjö leikjum á tólf dögum. Alexander gerði því ótrúlega vel þótt að hann hafi gefið mikið eftir í milliriðlinum. Þrír voru jafnir í öðru sæti en það voru þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Viktor Gísli Hallgrímsson og Ýmir Örn Gíslason með 4,00 í meðaleinkunn. Guðjón Valur er fertugur á sínu 22. stórmóti, Viktor Gísli Hallgrímsson 19 ára á sínu fyrsta stórmóti en Ýmir Örn er 22 ára og á sínu fyrsta stórmóti í aðalhlutverki í varnarleik íslenska liðsins. Björgvin Páll Gústavsson endaði í fimmta sæti og því eru báðir markverðir íslenska liðsins á topp fimm. Tveir bestu leikir íslenska liðsins voru fyrstu tveir leikirnir á móti Dönum og Rússum þar sem íslensku strákarnir voru með 4,73 og 4,85 í meðaleinkunn. Lakasti leikurinn var sá á móti Ungverjum (2,62) en leikurinn á móti Svíum í gær var litlu hærri með meðaleinkunnu upp á 2,63. Kári Kristján Kristjánsson var besti maður íslenska liðsins í lokaleiknum en það kom þó ekki í veg fyrir að hann sé við botninn í heildaruppgjörinu. Kári og Elvar Örn Jónsson voru með lökustu meðaleinkunnina af þeim sem fengu einkunn fyrir fleiri en tvo leiki. Meðaleinkunn þeirra var 3,14.Hæsta meðaleinkunn íslensku landsliðsmannanna á EM 2020: 1. Alexander Petersson 4,29 2. Guðjón Valur Sigurðsson 4,00 2. Ýmir Örn Gíslason 4,00 2. Viktor Gísli Hallgrímsson 4,00 5. Björgvin Páll Gústavsson 3,71 6. Bjarki Már Elísson 3,67 7. Viggó Kristjánsson 3,60 8. Ólafur Guðmundsson 3,57 9. Sigvaldi Guðjónsson 3,50 9. Janus Daði Smárason 3,50 11. Arnór Þór Gunnarsson 3,33 11. Haukur Þrastarson 3,33 13. Aron Pálmarsson 3,29 14. Kári Kristján Kristjánsson 3,14 14. Elvar Örn Jónsson 3,14 15. Sveinn Jóhannsson 3,00
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Ungverjum í kvöld: Alexander bestur í íslenska liðinu en mikið af tvistum Íslenska handboltalandsliðið tapaði með sex mörkum á móti Ungverjum í þriðja leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Þetta var lokaleikur liðsins í riðlinum en fyrsta tapið í mótinu þýðir að strákarnir fara stigalausir inn í milliriðilinn. 15. janúar 2020 19:47 Einkunnir strákanna okkar á móti Noregi: Ólafur bestur en Aron fær fyrsta ás liðsins á Evrópumótinu Íslenska handboltalandsliðið tapaði með þremur mörkum fyrir Norðmönnum í þriðja og næstsíðasta leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Bestu menn íslenska liðsins komu inn af bekknum. 21. janúar 2020 19:48 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Alexander og Sigvaldi fá báðir fullt hús Íslenska handboltalandsliðið vann stórsigur á rússneska birninum í öðrum leik sínum á Evrópumeistaramótinu og það voru margir leikmenn íslenska liðsins að spila vel. 13. janúar 2020 19:48 Einkunnir strákanna okkar á móti Svíþjóð: Kári bestur í lokaleiknum Íslenska handboltalandsliðið tapaði illa í lokaleik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Íslenska liðið komst lítið áleiðis gegn Svíum og var í miklum vandræðum allan tímann. Munurinn á endanum var sjö mörk en sigur Svía var aldrei í hættu. 22. janúar 2020 22:00 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron og Alexander í heimsklassa á móti heimsmeisturunum Íslenska handboltalandsliðið vann stórkostlegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 11. janúar 2020 19:44 Einkunnir strákanna okkar á móti Slóvenum í kvöld: Björgvin Páll og Viggó bestir Íslenska handboltalandsliðið tapaði með þriggja marka mun á móti Slóvenum í fyrsta leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Íslenska liðið er því áfram stigalaust á botni riðilsins og útlitið er ekki alltof bjart. 17. janúar 2020 17:41 Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Janus, Alex og Guðjón fá allir toppeinkunn Íslenska handboltalandsliðið komst aftur á sigurbraut eftir tvö slæm töp í röð þegar liðið vann þriggja marka sigur á Portúgal í öðrum leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 19. janúar 2020 16:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira
Einkunnir strákanna okkar á móti Ungverjum í kvöld: Alexander bestur í íslenska liðinu en mikið af tvistum Íslenska handboltalandsliðið tapaði með sex mörkum á móti Ungverjum í þriðja leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Þetta var lokaleikur liðsins í riðlinum en fyrsta tapið í mótinu þýðir að strákarnir fara stigalausir inn í milliriðilinn. 15. janúar 2020 19:47
Einkunnir strákanna okkar á móti Noregi: Ólafur bestur en Aron fær fyrsta ás liðsins á Evrópumótinu Íslenska handboltalandsliðið tapaði með þremur mörkum fyrir Norðmönnum í þriðja og næstsíðasta leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Bestu menn íslenska liðsins komu inn af bekknum. 21. janúar 2020 19:48
Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Alexander og Sigvaldi fá báðir fullt hús Íslenska handboltalandsliðið vann stórsigur á rússneska birninum í öðrum leik sínum á Evrópumeistaramótinu og það voru margir leikmenn íslenska liðsins að spila vel. 13. janúar 2020 19:48
Einkunnir strákanna okkar á móti Svíþjóð: Kári bestur í lokaleiknum Íslenska handboltalandsliðið tapaði illa í lokaleik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Íslenska liðið komst lítið áleiðis gegn Svíum og var í miklum vandræðum allan tímann. Munurinn á endanum var sjö mörk en sigur Svía var aldrei í hættu. 22. janúar 2020 22:00
Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron og Alexander í heimsklassa á móti heimsmeisturunum Íslenska handboltalandsliðið vann stórkostlegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 11. janúar 2020 19:44
Einkunnir strákanna okkar á móti Slóvenum í kvöld: Björgvin Páll og Viggó bestir Íslenska handboltalandsliðið tapaði með þriggja marka mun á móti Slóvenum í fyrsta leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Íslenska liðið er því áfram stigalaust á botni riðilsins og útlitið er ekki alltof bjart. 17. janúar 2020 17:41
Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Janus, Alex og Guðjón fá allir toppeinkunn Íslenska handboltalandsliðið komst aftur á sigurbraut eftir tvö slæm töp í röð þegar liðið vann þriggja marka sigur á Portúgal í öðrum leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 19. janúar 2020 16:30