Vandar Harry og Meghan ekki kveðjurnar og segir tíma til kominn að „hugsa um pabba“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2020 11:51 Feðginin Thomas og Meghan Markle. Þau hafa ekki talast við síðan í maí 2018 en sá fyrrnefndi hefur gengið mjög hart fram gegn dóttur sinni í breskum fjölmiðlum. Skjáskot/Daily Mail Thomas Markle, faðir Meghan Markle hertogaynju af Sussex, segist eiga erfiða lífsreynslu að baki og að Meghan og Harry Bretaprins, eiginmaður hennar, eigi að bæta sér hana upp. Þetta kom fram í máli hans í heimildarmynd sem sýnd var í gær. Faðir Meghan hefur verið sannkallaður steinn í götu hertogaynjunnar síðan kastljós breskra fjölmiðla hóf að beinast að henni. Hann hefur ítrekað rætt samband sitt við dóttur sína á opinskáan og óvæginn hátt en þau hafa ekki talast við síðan hún giftist Harry í maí árið 2018. Sjá einnig: Meghan Markle tjáir sig um föður sinn Ummæli Thomasar sem nú eru til umfjöllunar eru höfð eftir honum í heimildarmynd sem sýnd var á Channel 5 í breska sjónvarpinu í gærkvöldi. „Þegar hér er komið sögu þá skulda þau mér. Konungsfjölskyldan skuldar mér. Harry skuldar mér, Meghan skuldar mér. Mér ætti að vera endurgoldið fyrir það sem ég hef gengið í gegnum,“ segir Thomas um samband sitt við Meghan í myndinni. Þá sé kominn tími til að Meghan „hugsi um pabba.“ Meghan Markle og Harry Bretaprins.Vísir/Getty Þá kvað Thomas fjölmiðlaumfjöllun um hann hefði verið ósanngjörn og að hann hefði samþykkt að koma fram í heimildarmyndinni til að gera hreint fyrir sínum dyrum. „Vegna þess að ég vil að allir viti að þessir ómerkilegu hlutir sem hafa verið sagðir eiga ekki við um mig.“ „Ég vil að Harry og Meghan sjá þessa upptöku og viti að þetta er ekki sanngjarnt,“ bætti hann við. Þá kvað hann það jafnframt sennilegt að hann myndi aldrei hitta Meghan og Harry aftur. Greint hefur verið frá því að Thomas gæti borið vitni gegn Meghan í málaferlum hennar og Harrys gegn breska dagblaðinu The Mail on Sunday. Hér að neðan má sjá klippu úr heimildarmyndinni sem birt var um helgina. Þar segir Thomas að Harry og Meghan hafi með ákvörðun sinni að stíga til hliðar „lítillækkað“ konungsfjölskylduna og gert hana að „Walmart-verslun með kórónu“. Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Sá Meghan lekann fyrir? Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, geymdi afrit af persónulegu bréfi sem hún sendi föður sínum, Thomas Markle, sem síðar var lekið í fjölmiðla. 18. október 2019 08:18 Verða ekki lengur hans og hennar hátign frá og með vori Breska konungsfjölskyldan hefur tilkynnt að Harry Prins og eiginkona hans, Meghan Markle, muni missa réttinn til að titla sig hans- og hennar hátign frá og vorinu. Þá munu þau einnig ekki lengur þiggja fjármuni frá konungshöllinni. 18. janúar 2020 18:59 Meghan Markle biðlar til föður síns: „Hættu að ljúga“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, sendi föður sínum bréf eftir brúðkaup hennar og Harry Bretaprins í sumar. 10. febrúar 2019 14:30 Harry prins segist ekki hafa haft um neitt annað að velja en að stíga til hliðar Harry prins segir að hann hafi í raun ekki haft neitt um annað að velja en að stíga til hliðar sem meðlimur framvarðarsveitar bresku konungsfjölskyldunnar. 19. janúar 2020 23:30 Starfsfólk Meghan og Harry fært til í starfi Starfsfólk Harry Bretaprins og Meghan Markle á heimili þeirra í Bretlandi hefur að sögn verið fært til í starfi. Talið er að það gefi til kynna að parið muni ekki verja tíma í Bretlandi á næstu misserum. 18. janúar 2020 09:45 Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Thomas Markle, faðir Meghan Markle hertogaynju af Sussex, segist eiga erfiða lífsreynslu að baki og að Meghan og Harry Bretaprins, eiginmaður hennar, eigi að bæta sér hana upp. Þetta kom fram í máli hans í heimildarmynd sem sýnd var í gær. Faðir Meghan hefur verið sannkallaður steinn í götu hertogaynjunnar síðan kastljós breskra fjölmiðla hóf að beinast að henni. Hann hefur ítrekað rætt samband sitt við dóttur sína á opinskáan og óvæginn hátt en þau hafa ekki talast við síðan hún giftist Harry í maí árið 2018. Sjá einnig: Meghan Markle tjáir sig um föður sinn Ummæli Thomasar sem nú eru til umfjöllunar eru höfð eftir honum í heimildarmynd sem sýnd var á Channel 5 í breska sjónvarpinu í gærkvöldi. „Þegar hér er komið sögu þá skulda þau mér. Konungsfjölskyldan skuldar mér. Harry skuldar mér, Meghan skuldar mér. Mér ætti að vera endurgoldið fyrir það sem ég hef gengið í gegnum,“ segir Thomas um samband sitt við Meghan í myndinni. Þá sé kominn tími til að Meghan „hugsi um pabba.“ Meghan Markle og Harry Bretaprins.Vísir/Getty Þá kvað Thomas fjölmiðlaumfjöllun um hann hefði verið ósanngjörn og að hann hefði samþykkt að koma fram í heimildarmyndinni til að gera hreint fyrir sínum dyrum. „Vegna þess að ég vil að allir viti að þessir ómerkilegu hlutir sem hafa verið sagðir eiga ekki við um mig.“ „Ég vil að Harry og Meghan sjá þessa upptöku og viti að þetta er ekki sanngjarnt,“ bætti hann við. Þá kvað hann það jafnframt sennilegt að hann myndi aldrei hitta Meghan og Harry aftur. Greint hefur verið frá því að Thomas gæti borið vitni gegn Meghan í málaferlum hennar og Harrys gegn breska dagblaðinu The Mail on Sunday. Hér að neðan má sjá klippu úr heimildarmyndinni sem birt var um helgina. Þar segir Thomas að Harry og Meghan hafi með ákvörðun sinni að stíga til hliðar „lítillækkað“ konungsfjölskylduna og gert hana að „Walmart-verslun með kórónu“.
Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Sá Meghan lekann fyrir? Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, geymdi afrit af persónulegu bréfi sem hún sendi föður sínum, Thomas Markle, sem síðar var lekið í fjölmiðla. 18. október 2019 08:18 Verða ekki lengur hans og hennar hátign frá og með vori Breska konungsfjölskyldan hefur tilkynnt að Harry Prins og eiginkona hans, Meghan Markle, muni missa réttinn til að titla sig hans- og hennar hátign frá og vorinu. Þá munu þau einnig ekki lengur þiggja fjármuni frá konungshöllinni. 18. janúar 2020 18:59 Meghan Markle biðlar til föður síns: „Hættu að ljúga“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, sendi föður sínum bréf eftir brúðkaup hennar og Harry Bretaprins í sumar. 10. febrúar 2019 14:30 Harry prins segist ekki hafa haft um neitt annað að velja en að stíga til hliðar Harry prins segir að hann hafi í raun ekki haft neitt um annað að velja en að stíga til hliðar sem meðlimur framvarðarsveitar bresku konungsfjölskyldunnar. 19. janúar 2020 23:30 Starfsfólk Meghan og Harry fært til í starfi Starfsfólk Harry Bretaprins og Meghan Markle á heimili þeirra í Bretlandi hefur að sögn verið fært til í starfi. Talið er að það gefi til kynna að parið muni ekki verja tíma í Bretlandi á næstu misserum. 18. janúar 2020 09:45 Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Sá Meghan lekann fyrir? Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, geymdi afrit af persónulegu bréfi sem hún sendi föður sínum, Thomas Markle, sem síðar var lekið í fjölmiðla. 18. október 2019 08:18
Verða ekki lengur hans og hennar hátign frá og með vori Breska konungsfjölskyldan hefur tilkynnt að Harry Prins og eiginkona hans, Meghan Markle, muni missa réttinn til að titla sig hans- og hennar hátign frá og vorinu. Þá munu þau einnig ekki lengur þiggja fjármuni frá konungshöllinni. 18. janúar 2020 18:59
Meghan Markle biðlar til föður síns: „Hættu að ljúga“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, sendi föður sínum bréf eftir brúðkaup hennar og Harry Bretaprins í sumar. 10. febrúar 2019 14:30
Harry prins segist ekki hafa haft um neitt annað að velja en að stíga til hliðar Harry prins segir að hann hafi í raun ekki haft neitt um annað að velja en að stíga til hliðar sem meðlimur framvarðarsveitar bresku konungsfjölskyldunnar. 19. janúar 2020 23:30
Starfsfólk Meghan og Harry fært til í starfi Starfsfólk Harry Bretaprins og Meghan Markle á heimili þeirra í Bretlandi hefur að sögn verið fært til í starfi. Talið er að það gefi til kynna að parið muni ekki verja tíma í Bretlandi á næstu misserum. 18. janúar 2020 09:45