Pétur og Hulda neita sér um matarinnkaup í fjörutíu daga Stefán Árni Pálsson skrifar 24. janúar 2020 11:30 Átakið hefur gengið vel hingað til. Hér má sjá hjónin fyrir framan ísskápinn. „Við erum bara tvö í heimili ásamt einni kisu og prófuðum í fyrra að kaupa lítið inn í janúar og sáum þá að það er hægt að komast upp með að kaupa minna. En núna eftir jól fórum við til Tenerife og ræddum þetta aðeins þar. Það hafði áhrif á okkur að við vorum í hálfu fæði, sem sagt hlaðborð á hótelinu sem okkur finnst ekki spennandi því þar horfir maður upp á svo mikla matarsóun,“ segir Pétur Guðjónsson, viðburðastjóri, leikstjóri, leikskáld, plötusnúður og dagskrárgerðarmaður, sem ákvað á dögunum að fara í gegnum fjörutíu daga án þess að kaupa í matinn og aðeins borða það sem til er heima fyrir í þann tíma. Pétur og eiginkona hans Hulda Ingadóttir, sjúkraliði á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri, hafa nú ekkert keypt í matinn í yfir eina viku en það er nóg eftir. Mikill sparnaður „Við fórum að ræða þetta, að þegar við kæmum heim myndum við fara í búð og svo ekkert meira í 40 daga. En þar áður höfðum við mikið verið að vanda okkur að fara vel með mat. Af svo mörgum ástæðum. Ein þeirra er til dæmis fjárhagsleg. Að vera ekki að kaupa mat sem maður hefur ekkert með að gera. Borða of mikið, verða feitur, þurfa að vinna meira, verða meira stressaður, þurfa til einkaþjálfara, vinna meira, borða meira og svo framvegis. Svona vítahringur. Bara aðeins slaka á og þurfa ekki alltaf allt. Það er svo sem gert grín af okkur að við séum amish fólk.“ Pétur segir að þetta sé ekki enn orðið erfitt. Mynd sem var tekin af matnum sem var til í upphafi átaksins. „Það verður það trúlega en kannski ekki. Það er aðeins flókið þegar við erum upptekin og þurfum að hugsa langt fram fyrir okkur. Það þarf að nesta sig og hugsa um næstu skref. Ég fer til dæmis vinnutengt úr bænum í tvo daga og þá þarf ég að nesta mig. Allt er það samt hægt með skipulagi. Þetta er líka pínu gaman því við erum mjög samstíga í þessu.“ Reglurnar eru: „Engin matvörubúð í 40 daga. 3500 krónur á hvort okkar í eyðslufé á viku en það má ekki kaupa inn á heimilið. En það má sem sagt þá kaupa sér pylsu í sjoppu en þetta er upphæðin og það verður að dekka allt sem þarf að kaupa, líka afþreyingu. Ég ætla í leikhús í byrjun febrúar og þá þarf ég að safna mér eyðslufé fyrir það. Undanskilið eru læknaheimsóknir, lyf og eldsneyti á bílana en við reynum að nota bílana sem minnst. Það má ekki færa okkur mat á heimilið en það má bjóða okkur í mat. Það þarf þó að hafa skynsemi í því.“ Hann segir að kveikjan af verkefninu var sú að þau áttu töluvert mikinn mat heima fyrir áður en þau fóru af stað. Versluðu fyrir tæplega fjörutíu þúsund „Lambakjöt, kjúklingur, fiskur og nautahakk. Svo er ýmislegt djúpt í skápum eins og einhverjar kornvörur. En svo versluðum við inn fyrir 38 þúsund 16. janúar og þurfum líka að hugsa um allar hreinlætisvörur, kattarmatinn-og sandinn og bara allt meðlæti.“ Hann segir að þetta þurfi alls ekki að verða einhæft. „Þetta snýst svolítið um tíma. Að þýða matinn úr kistunni og vera búin að undirbúa fram í tímann. Það flækir reyndar aðeins málin að við eigum nóg af alls kyns brauði í kistunni en ég vel að borða glutenlaust. Þarf því að baka ofan í mig sem er bara áskorun.“ En hefur þetta samfélagsleg áhrif? „Já, það sýnist mér og heyrist á þessum tíma sem við höfum verið núna í þessu. Það er mikið fylgst með okkur, langflestir segja að þetta sé sniðugt og einhverjir segja að þetta hafi áhrif á sig. Svo finnst mér þetta kalla fram gæskuna í fólki því margir spyrja hvort þeir megi gefa okkur mat. Það er falleg hugsun en alveg bannað,“ segir Pétur og bætir við að þau séu kannski ekki mikið að bjóða fólki yfir í mat. Pétur og Hulda eru samstíga í átakinu. „Svo sem ekki en við eigum uppkomin börn og þau ásamt tengda-og barnabörnum koma alveg til okkar. Um daginn var sonurinn hjá mér ásamt tveimur börnum sínum. Ég skellti í pizzudeig, gerði pizzasósuna sjálfur og notaði frosinn ananas meðal annars á pizzurnar. Þetta tók ekki mikið af heimilinu en þau gerðu þessu góð skil. Þetta hefði ég aldrei gert nema við þessar aðstæður. En svo flækist málið því ég er talsvert mikið að hitta fólk á kaffihúsi eða í hádeginu vegna minnar vinnu. Ég átti einn svoleiðis fund í gær en var búinn með vasapeninginn minn. Þá voru góð ráð dýr. Ég endaði því með að taka upp kjötsúpu sem ég átti frosna í kistunni og hélt fundinn heima. Málið leyst. Hins vegar var aðilinn sem ég átti fund með tregur að koma heim og borða frá mér matinn. En ég náði að sannfæra viðkomandi.“ Pétur segir að þau borði óneitanlega minna. „Þegar það þarf að hugsa um matinn á þennan hátt þá gerist það. Og svo þegar tíminn er takmarkaður þá nenni ég ekkert alltaf að borða. En svo er það bara vitundarvakningin við þetta, að þurfa ekki alltaf svona mikið.“ Vantar ferskt grænmeti Hann býst alveg við því að léttast eitthvað á þessum tíma. „Við höfum nú þegar lést eitthvað og með þessu áframhaldi verða 40 dagarnir trúlega að skafa burt einhver nokkur kíló. Ég ætla að skjóta á að það fari 7 kíló hjá mér, svo ég tali bara fyrir mig.“ Dóttir þeirra og tengdasonur kíktu á þau í morgun og tóku mat með sér. Smá glufa í kerfinu. Hvað er það sem þið saknið mest? „Ferskt grænmeti og ávextir. Reyndum að kaupa skynsamlega af því svo hægt væri að eiga en svo eigum við hvort tveggja frosið. Margir spyrja út í mjólk og mjólkurvörur en við drekkum enga mjólk svo það er allt í lagi. Aðal vandamálið við það er þegar barnabörnin koma en það leysist. Svo sýnist ég að kaffibirgðir hafi misreiknast aðeins en það er auðvitað svolítið alvarlegt. Ég er talsvert heimavinnandi og þá þarf ég kaffi. En ég hef mætt því strax með því að fara sparlega með það og drekka te inn á milli, við áttum mikið af því sem aldrei var drukkið. Nú kemur það sér vel. En eins og staðan er núna er ekki mikils að sakna enda áttum við mikið af mat og hver veit nema að birgðastaða heimilisins verði bara góð þann 25. febrúar. Ég held að við munum að minnsta kosti ekki svelta og þetta mun trúlega hafa varanleg áhrif þegar þessu líkur.“ Hægt er að fylgjast Pétri og Huldu á Instagram-reikningi hans; petur71 og myllumerkið er #þettaernógí40daga Heilsa Neytendur Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Sjá meira
„Við erum bara tvö í heimili ásamt einni kisu og prófuðum í fyrra að kaupa lítið inn í janúar og sáum þá að það er hægt að komast upp með að kaupa minna. En núna eftir jól fórum við til Tenerife og ræddum þetta aðeins þar. Það hafði áhrif á okkur að við vorum í hálfu fæði, sem sagt hlaðborð á hótelinu sem okkur finnst ekki spennandi því þar horfir maður upp á svo mikla matarsóun,“ segir Pétur Guðjónsson, viðburðastjóri, leikstjóri, leikskáld, plötusnúður og dagskrárgerðarmaður, sem ákvað á dögunum að fara í gegnum fjörutíu daga án þess að kaupa í matinn og aðeins borða það sem til er heima fyrir í þann tíma. Pétur og eiginkona hans Hulda Ingadóttir, sjúkraliði á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri, hafa nú ekkert keypt í matinn í yfir eina viku en það er nóg eftir. Mikill sparnaður „Við fórum að ræða þetta, að þegar við kæmum heim myndum við fara í búð og svo ekkert meira í 40 daga. En þar áður höfðum við mikið verið að vanda okkur að fara vel með mat. Af svo mörgum ástæðum. Ein þeirra er til dæmis fjárhagsleg. Að vera ekki að kaupa mat sem maður hefur ekkert með að gera. Borða of mikið, verða feitur, þurfa að vinna meira, verða meira stressaður, þurfa til einkaþjálfara, vinna meira, borða meira og svo framvegis. Svona vítahringur. Bara aðeins slaka á og þurfa ekki alltaf allt. Það er svo sem gert grín af okkur að við séum amish fólk.“ Pétur segir að þetta sé ekki enn orðið erfitt. Mynd sem var tekin af matnum sem var til í upphafi átaksins. „Það verður það trúlega en kannski ekki. Það er aðeins flókið þegar við erum upptekin og þurfum að hugsa langt fram fyrir okkur. Það þarf að nesta sig og hugsa um næstu skref. Ég fer til dæmis vinnutengt úr bænum í tvo daga og þá þarf ég að nesta mig. Allt er það samt hægt með skipulagi. Þetta er líka pínu gaman því við erum mjög samstíga í þessu.“ Reglurnar eru: „Engin matvörubúð í 40 daga. 3500 krónur á hvort okkar í eyðslufé á viku en það má ekki kaupa inn á heimilið. En það má sem sagt þá kaupa sér pylsu í sjoppu en þetta er upphæðin og það verður að dekka allt sem þarf að kaupa, líka afþreyingu. Ég ætla í leikhús í byrjun febrúar og þá þarf ég að safna mér eyðslufé fyrir það. Undanskilið eru læknaheimsóknir, lyf og eldsneyti á bílana en við reynum að nota bílana sem minnst. Það má ekki færa okkur mat á heimilið en það má bjóða okkur í mat. Það þarf þó að hafa skynsemi í því.“ Hann segir að kveikjan af verkefninu var sú að þau áttu töluvert mikinn mat heima fyrir áður en þau fóru af stað. Versluðu fyrir tæplega fjörutíu þúsund „Lambakjöt, kjúklingur, fiskur og nautahakk. Svo er ýmislegt djúpt í skápum eins og einhverjar kornvörur. En svo versluðum við inn fyrir 38 þúsund 16. janúar og þurfum líka að hugsa um allar hreinlætisvörur, kattarmatinn-og sandinn og bara allt meðlæti.“ Hann segir að þetta þurfi alls ekki að verða einhæft. „Þetta snýst svolítið um tíma. Að þýða matinn úr kistunni og vera búin að undirbúa fram í tímann. Það flækir reyndar aðeins málin að við eigum nóg af alls kyns brauði í kistunni en ég vel að borða glutenlaust. Þarf því að baka ofan í mig sem er bara áskorun.“ En hefur þetta samfélagsleg áhrif? „Já, það sýnist mér og heyrist á þessum tíma sem við höfum verið núna í þessu. Það er mikið fylgst með okkur, langflestir segja að þetta sé sniðugt og einhverjir segja að þetta hafi áhrif á sig. Svo finnst mér þetta kalla fram gæskuna í fólki því margir spyrja hvort þeir megi gefa okkur mat. Það er falleg hugsun en alveg bannað,“ segir Pétur og bætir við að þau séu kannski ekki mikið að bjóða fólki yfir í mat. Pétur og Hulda eru samstíga í átakinu. „Svo sem ekki en við eigum uppkomin börn og þau ásamt tengda-og barnabörnum koma alveg til okkar. Um daginn var sonurinn hjá mér ásamt tveimur börnum sínum. Ég skellti í pizzudeig, gerði pizzasósuna sjálfur og notaði frosinn ananas meðal annars á pizzurnar. Þetta tók ekki mikið af heimilinu en þau gerðu þessu góð skil. Þetta hefði ég aldrei gert nema við þessar aðstæður. En svo flækist málið því ég er talsvert mikið að hitta fólk á kaffihúsi eða í hádeginu vegna minnar vinnu. Ég átti einn svoleiðis fund í gær en var búinn með vasapeninginn minn. Þá voru góð ráð dýr. Ég endaði því með að taka upp kjötsúpu sem ég átti frosna í kistunni og hélt fundinn heima. Málið leyst. Hins vegar var aðilinn sem ég átti fund með tregur að koma heim og borða frá mér matinn. En ég náði að sannfæra viðkomandi.“ Pétur segir að þau borði óneitanlega minna. „Þegar það þarf að hugsa um matinn á þennan hátt þá gerist það. Og svo þegar tíminn er takmarkaður þá nenni ég ekkert alltaf að borða. En svo er það bara vitundarvakningin við þetta, að þurfa ekki alltaf svona mikið.“ Vantar ferskt grænmeti Hann býst alveg við því að léttast eitthvað á þessum tíma. „Við höfum nú þegar lést eitthvað og með þessu áframhaldi verða 40 dagarnir trúlega að skafa burt einhver nokkur kíló. Ég ætla að skjóta á að það fari 7 kíló hjá mér, svo ég tali bara fyrir mig.“ Dóttir þeirra og tengdasonur kíktu á þau í morgun og tóku mat með sér. Smá glufa í kerfinu. Hvað er það sem þið saknið mest? „Ferskt grænmeti og ávextir. Reyndum að kaupa skynsamlega af því svo hægt væri að eiga en svo eigum við hvort tveggja frosið. Margir spyrja út í mjólk og mjólkurvörur en við drekkum enga mjólk svo það er allt í lagi. Aðal vandamálið við það er þegar barnabörnin koma en það leysist. Svo sýnist ég að kaffibirgðir hafi misreiknast aðeins en það er auðvitað svolítið alvarlegt. Ég er talsvert heimavinnandi og þá þarf ég kaffi. En ég hef mætt því strax með því að fara sparlega með það og drekka te inn á milli, við áttum mikið af því sem aldrei var drukkið. Nú kemur það sér vel. En eins og staðan er núna er ekki mikils að sakna enda áttum við mikið af mat og hver veit nema að birgðastaða heimilisins verði bara góð þann 25. febrúar. Ég held að við munum að minnsta kosti ekki svelta og þetta mun trúlega hafa varanleg áhrif þegar þessu líkur.“ Hægt er að fylgjast Pétri og Huldu á Instagram-reikningi hans; petur71 og myllumerkið er #þettaernógí40daga
Heilsa Neytendur Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Sjá meira