Sportpakkinn: Keppendur koma nú frá 40 löndum á Reykjavíkurleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2020 16:28 Gústaf Adolf Hjaltason hefur komið að skipulagningu Reykjavíkurleikanna frá upphafi. Vísir/Sigurjón Þrettándu Reykjavíkurleikarnir í íþróttum hófust í dag. Um eitt þúsund erlendir keppendur koma til landsins en keppt verður í 23 greinum. Gústaf Adolf Hjaltason fer fyrir framkvæmdanefndinni en hann lagði grunninn að þessum leikum fyrir 15 árum. Arnar Björnsson ræddi við hann í dag. „Ég byrjaði á þessu með sundmóti þegar nýja Laugardalslaugin opnaði í janúar árið 2005. Þá ákváðum við það að byrja með stórt og mikið alþjóðasundmót. Árið 2008 þá hófum við síðan þessa vegferð og frá því að vera sjö greinar þá þá erum við komin upp í 23 greinar núna,“ sagði Gústaf Adolf Hjaltason. Á fyrstu Reykjavíkurleikunum var keppt í sjö greinum en keppnisgreinum hefur fjölgað ört. Nú koma um þúsund erlendir keppendur frá 40 löndum. Gústaf segir að núna komi íþróttamenn frá Indónesíu, Nýja Sjálandi og Jamaíka. Hversu mikil skipulagning er þetta og hvað koma margir að þessu móti. „Það eru hundruð einstaklinga sem koma að þessum mótshelgum. Einkunnarorð þessara leikja eru sjálfboðaliðinn því annar væri þetta ekki hægt. Við hefðum ekkert efni á því að borga öllu þessu fólki laun fyrir allt það sem þau eru að gera,“ sagði Gústaf Adolf. „Við erum með undirbúningsnefnd þar sem koma fulltrúar frá öllum greinum. Svo erum við með framkvæmdaráð sem hittist allt árið. Ég hef leitt þá vinnu alla tíð og vinn svo mikið með Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Það er hellings vinna sem fer fram allt árið þar. Við fundum reglulega og svo meira þegar nær dregur,“ sagði Gústaf Adolf. Gústaf Adolf veit um einn keppenda sem hefur tekið þátt í öllum þessum tólf Reykjavíkurleikjum til þessa. „Dóttir mín, Eygló Ósk Gústafsdóttir, byrjaði árið 2005 að keppa á sundmótinu hjá okkur og tók þar þátt fyrstu þrjú árin. Hún hefur síðan tekið þátt allar götur síðan og stefnir á það að taka þátt um helgin,“ sagði Gústaf Adolf. Það má sjá alla frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Keppendur koma nú frá 40 löndum á Reykjavíkurleikana Íþróttir Sportpakkinn Sund Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Sport Fleiri fréttir Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Sjá meira
Þrettándu Reykjavíkurleikarnir í íþróttum hófust í dag. Um eitt þúsund erlendir keppendur koma til landsins en keppt verður í 23 greinum. Gústaf Adolf Hjaltason fer fyrir framkvæmdanefndinni en hann lagði grunninn að þessum leikum fyrir 15 árum. Arnar Björnsson ræddi við hann í dag. „Ég byrjaði á þessu með sundmóti þegar nýja Laugardalslaugin opnaði í janúar árið 2005. Þá ákváðum við það að byrja með stórt og mikið alþjóðasundmót. Árið 2008 þá hófum við síðan þessa vegferð og frá því að vera sjö greinar þá þá erum við komin upp í 23 greinar núna,“ sagði Gústaf Adolf Hjaltason. Á fyrstu Reykjavíkurleikunum var keppt í sjö greinum en keppnisgreinum hefur fjölgað ört. Nú koma um þúsund erlendir keppendur frá 40 löndum. Gústaf segir að núna komi íþróttamenn frá Indónesíu, Nýja Sjálandi og Jamaíka. Hversu mikil skipulagning er þetta og hvað koma margir að þessu móti. „Það eru hundruð einstaklinga sem koma að þessum mótshelgum. Einkunnarorð þessara leikja eru sjálfboðaliðinn því annar væri þetta ekki hægt. Við hefðum ekkert efni á því að borga öllu þessu fólki laun fyrir allt það sem þau eru að gera,“ sagði Gústaf Adolf. „Við erum með undirbúningsnefnd þar sem koma fulltrúar frá öllum greinum. Svo erum við með framkvæmdaráð sem hittist allt árið. Ég hef leitt þá vinnu alla tíð og vinn svo mikið með Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Það er hellings vinna sem fer fram allt árið þar. Við fundum reglulega og svo meira þegar nær dregur,“ sagði Gústaf Adolf. Gústaf Adolf veit um einn keppenda sem hefur tekið þátt í öllum þessum tólf Reykjavíkurleikjum til þessa. „Dóttir mín, Eygló Ósk Gústafsdóttir, byrjaði árið 2005 að keppa á sundmótinu hjá okkur og tók þar þátt fyrstu þrjú árin. Hún hefur síðan tekið þátt allar götur síðan og stefnir á það að taka þátt um helgin,“ sagði Gústaf Adolf. Það má sjá alla frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Keppendur koma nú frá 40 löndum á Reykjavíkurleikana
Íþróttir Sportpakkinn Sund Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Sport Fleiri fréttir Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Sjá meira