Viðhaldsvinna fer fram í Hvalfjarðargöngum í kvöld og nótt og þurfa þeir sem hyggjast fara um göngin að bíða eftir fylgdarakstri. Vinnan stendur yfir frá klukkan tíu í kvöld til klukkan sex í fyrramálið.
Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að umferð verði stöðvuð við gangnamunna þar til fylgdarbíll kemur. Hann leggur af stað frá gagnamunna á tuttugu mínútna fresti.
Hvalfjarðargöng: Vegna viðhalds verður fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum í kvöld og nótt, aðfaranótt 24. janúar á milli klukkan 22:00 og 06:00. Umferð er stöðvuð við gangnamunna uns fylgdarbíll kemur en fylgdarbíll leggur af stað frá gangnamunna á 20 mínútna fresti. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 23, 2020