Rúnar sér ekki eftir því að hafa sagt nei við Dalglish og Liverpool á sínum tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2020 10:00 Kenny Dalglish á 1989-90 tímabilinu og Rúnar Kristinsson. Getty/Samsett Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, er gestur í hlaðvarpsþættinum Fantasy Gandalf og ræddi þar meðal annars tilboðið sem hann fékk frá Liverpool í lok níunda áratugsins. Rúnar heimsótti þá Huga Halldórsson og Ingimar Helgi Finnsson og ræddu þeir bæði leikmannaferilinn, þjálfaraferilinn og titilvörnina í Pepsi Max deildinni í sumar. Rúnar er Liverpool maður og þetta tímabil er búið að vera draumi líkast. „Þetta er búið að vera geggjað tímabil og kannski áframhald á endinum á tímabilinu í fyrra. Bæði Liverpool og Manchester City unnu fjórtán til fimmtán leiki í röð þegar þau voru að berjast um sigurinn þar. Svo byrjar þetta tímabil hjá Liverpool eins og hitt endaði,“ sagði Rúnar. „Það er ofboðslega flottur stígandi í leik Liverpool en á sama tíma er City búið að byrja illa. Ég held að vegna þess að þeir eru búnir að vinna tvö ár í röð þá kemur smá þreyta. Það þarf endurnýjun og það þarf eitthvað nýtt. Menn eru smá saddir þótt að maður sjái að Pep Guardiola er alltaf brjálaður á hliðarlínunni að reka þá áfram. Það er mjög erfitt að vinna tvö ár í röð hvað þá þrjú ár í röð. Það kom smá hik á City í byrjun,“ sagði Rúnar en á Liverpool eftir að tapa? „Jú þeir eiga eftir að tapa. Það er erfitt að fara í gegnum heilt tímabil án þess að tapa, Ég held að þetta snúist um City leikinn á útivelli,“ sagði Rúnar. Talið barst líka að því þegar Rúnari var boðið að æfa með Liverpool í í október 1989 en þá var Liverpool með besta lið ensku deildarinnar og Rúnar stuðningsmaður félagsins. Rúnar var spurður hvort að hann sjá eftir þeirri stóru ákvörðun fyrir þrjátíu árum að segja nei við Liverpool „Nei ég sé ekkert eftir þvi. Það er svo langt síðan. Fótboltinn í Englandi þá var allt annar en hann er í dag og hentaði mér ekki. Ég stæði sennilega ekki í lappirnar í dag hefði ég farið þangað,“ sagði Rúnar. Jú tæklingarnar flugu vissulega í enska boltanum á þessum árum og léttir og teknískir menn kannski í stórhættu á að vera sparkaðir ítrekað niður. Kenny Dalglish var þarna stóri Liverpool og hann vildi fá Rúnar eftir að KR-ingurinn hafði æft með liðinu og spilað varaliðsleik. Rúnar tók hins vegar þá ákvörðun að taka ekki tilboði Liverpool. Þetta tímabil vann Liverpool enska titilinn um vorið en hefur ekki unnið hann síðan. Rúnar segist að Liverpool þá og Liverpool í dag spili allt öðruvísi fótbolta og leikstíll liðsins og fótboltinn í ensku úrvalsdeildinni í dag myndi henta honum miklu betur en sá var spilaður á níunda og tíunda áratugnum í Englandi. Rúnar fór síðan ekki út fyrr en eftir 1994 tímabilið sem hann telur sjálfur vera það slakasta hjá sér með KR. „Auðvitað átti ég að fara fyrr því ég var búinn að vera í tvö til þrjú ár. Ég var búinn að ná toppnum á Íslandi sumarið 1990 þegar við töpum bikarúrslitaleiknum í vítakeppni á móti Val og svo Íslandsmeistaratitlinum á markatölu. Það var geggjað tímabil hjá liðinu og mér líka. Ég spilað fjögur tímabil í viðbót eftir það og þá var ég með betri mönnum í deildinni. Þegar þú ert kominn á þann stall þá er erfitt að bæta sig mikið,“ rifjaði Rúnar upp. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, er gestur í hlaðvarpsþættinum Fantasy Gandalf og ræddi þar meðal annars tilboðið sem hann fékk frá Liverpool í lok níunda áratugsins. Rúnar heimsótti þá Huga Halldórsson og Ingimar Helgi Finnsson og ræddu þeir bæði leikmannaferilinn, þjálfaraferilinn og titilvörnina í Pepsi Max deildinni í sumar. Rúnar er Liverpool maður og þetta tímabil er búið að vera draumi líkast. „Þetta er búið að vera geggjað tímabil og kannski áframhald á endinum á tímabilinu í fyrra. Bæði Liverpool og Manchester City unnu fjórtán til fimmtán leiki í röð þegar þau voru að berjast um sigurinn þar. Svo byrjar þetta tímabil hjá Liverpool eins og hitt endaði,“ sagði Rúnar. „Það er ofboðslega flottur stígandi í leik Liverpool en á sama tíma er City búið að byrja illa. Ég held að vegna þess að þeir eru búnir að vinna tvö ár í röð þá kemur smá þreyta. Það þarf endurnýjun og það þarf eitthvað nýtt. Menn eru smá saddir þótt að maður sjái að Pep Guardiola er alltaf brjálaður á hliðarlínunni að reka þá áfram. Það er mjög erfitt að vinna tvö ár í röð hvað þá þrjú ár í röð. Það kom smá hik á City í byrjun,“ sagði Rúnar en á Liverpool eftir að tapa? „Jú þeir eiga eftir að tapa. Það er erfitt að fara í gegnum heilt tímabil án þess að tapa, Ég held að þetta snúist um City leikinn á útivelli,“ sagði Rúnar. Talið barst líka að því þegar Rúnari var boðið að æfa með Liverpool í í október 1989 en þá var Liverpool með besta lið ensku deildarinnar og Rúnar stuðningsmaður félagsins. Rúnar var spurður hvort að hann sjá eftir þeirri stóru ákvörðun fyrir þrjátíu árum að segja nei við Liverpool „Nei ég sé ekkert eftir þvi. Það er svo langt síðan. Fótboltinn í Englandi þá var allt annar en hann er í dag og hentaði mér ekki. Ég stæði sennilega ekki í lappirnar í dag hefði ég farið þangað,“ sagði Rúnar. Jú tæklingarnar flugu vissulega í enska boltanum á þessum árum og léttir og teknískir menn kannski í stórhættu á að vera sparkaðir ítrekað niður. Kenny Dalglish var þarna stóri Liverpool og hann vildi fá Rúnar eftir að KR-ingurinn hafði æft með liðinu og spilað varaliðsleik. Rúnar tók hins vegar þá ákvörðun að taka ekki tilboði Liverpool. Þetta tímabil vann Liverpool enska titilinn um vorið en hefur ekki unnið hann síðan. Rúnar segist að Liverpool þá og Liverpool í dag spili allt öðruvísi fótbolta og leikstíll liðsins og fótboltinn í ensku úrvalsdeildinni í dag myndi henta honum miklu betur en sá var spilaður á níunda og tíunda áratugnum í Englandi. Rúnar fór síðan ekki út fyrr en eftir 1994 tímabilið sem hann telur sjálfur vera það slakasta hjá sér með KR. „Auðvitað átti ég að fara fyrr því ég var búinn að vera í tvö til þrjú ár. Ég var búinn að ná toppnum á Íslandi sumarið 1990 þegar við töpum bikarúrslitaleiknum í vítakeppni á móti Val og svo Íslandsmeistaratitlinum á markatölu. Það var geggjað tímabil hjá liðinu og mér líka. Ég spilað fjögur tímabil í viðbót eftir það og þá var ég með betri mönnum í deildinni. Þegar þú ert kominn á þann stall þá er erfitt að bæta sig mikið,“ rifjaði Rúnar upp.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira