Fylgitungl Arion banka til vandræða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. janúar 2020 14:30 Virði Valitors og sílikonverksmiðjunnar í Helguvík var fært niður um tæpan helming í bókum Arion banka í gær. Höggið á afkomu bankans nemur átta milljörðum króna. Reiknað er með að hagnaður bankans lækki um tæpa sjö milljarða króna milli ára. Greinandi hjá Capacent segir miklar umbreytingar eiga sér stað á fjármálamörkuðum um þessar mundir. Arion banki sendi frá sér afkomuviðvörun seint í gærkvöldi. Samkvæmt henni hefur bankinn þurft að helminga virði tveggja eigna sinna, Valitors og Stakksbergs, eignarhaldsfélagsins um sílikonverksmiðjuna í Helguvík. Valitor var fært niður um 5,7 milljarða og Stakksberg um 2,3 milljarða. Þetta hefur neikvæð áhrif á afkomu fjórða ársfjórðungs síðasta árs sem nemur um átta milljörðum króna. Viðvörunin hefur haft óveruleg áhrif á hlutabréf Arion og hafa þau lækkað um rúmt eitt prósent í morgun. Eftir þetta er búist við að hagnaður síðasta árs verði einn milljarður króna. Á síðasta ári nam hann 7,8 milljörðum og lækkar hann þannig um tæpa sjö milljarða milli ára. Snorri Jakobsson, hjá greiningardeild Capacent, bendir á að eiginfjárstaða bankans sé sterk. „Þetta er í raun og veru ekki bankinn sjálfur eða rekstur bankans sem er að skila tapi. Það hafa verið töluverðar breytingar þar innanhúss til að auka sveigjanleika í rekstri. Þetta eru fyrst og fremst þessi tvö fylgitungl sem eru að valda bankanum vandræðum,“ segir Snorri. Í tilkynningu bankans er vísað til óvissu á mörkuðum með sílikon til rökstuðnings niðurfærslunni á verksmiðjunni í Helguvík. Sílikonverksmiðjur hafa víðs vegar verið að draga úr framleiðslu og gæti það haft áhrif á mögulegt kaupverð Stakksbergs. Þá er vísað til tapreksturs Valitor og þess að félagið sé að draga úr fjárfestingum. Valitor tapaði tæpum tveimur milljörðum króna í fyrra og í byrjun árs var greint frá sextíu uppsögnum hjá fyrirtækinu. „Það eru miklar umbreytingar á fjármálamarkaði og sérstaklega á markaði með greiðslumiðlun. Smærri greiðslumiðlanir stóðu frammi fyrir þeirri ákvörðun fyrir nokkrum árum síðan hvort þau ættu að fara í fjárfestingar eða útrás eða hvort þau ættu að skera niður og minnka umsvifin. Það sem er kannski tilfellið er að Valitor tók fyrri ákvörðunina og það var bara ekki að ganga eftir,“ segir Snorri. Íslenskir bankar Markaðir Tengdar fréttir Arion banki tekur á sig átta milljarða högg Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 mun nema um 8 milljörðum króna, að teknu tilliti til skatta. 23. janúar 2020 22:00 Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Sjá meira
Virði Valitors og sílikonverksmiðjunnar í Helguvík var fært niður um tæpan helming í bókum Arion banka í gær. Höggið á afkomu bankans nemur átta milljörðum króna. Reiknað er með að hagnaður bankans lækki um tæpa sjö milljarða króna milli ára. Greinandi hjá Capacent segir miklar umbreytingar eiga sér stað á fjármálamörkuðum um þessar mundir. Arion banki sendi frá sér afkomuviðvörun seint í gærkvöldi. Samkvæmt henni hefur bankinn þurft að helminga virði tveggja eigna sinna, Valitors og Stakksbergs, eignarhaldsfélagsins um sílikonverksmiðjuna í Helguvík. Valitor var fært niður um 5,7 milljarða og Stakksberg um 2,3 milljarða. Þetta hefur neikvæð áhrif á afkomu fjórða ársfjórðungs síðasta árs sem nemur um átta milljörðum króna. Viðvörunin hefur haft óveruleg áhrif á hlutabréf Arion og hafa þau lækkað um rúmt eitt prósent í morgun. Eftir þetta er búist við að hagnaður síðasta árs verði einn milljarður króna. Á síðasta ári nam hann 7,8 milljörðum og lækkar hann þannig um tæpa sjö milljarða milli ára. Snorri Jakobsson, hjá greiningardeild Capacent, bendir á að eiginfjárstaða bankans sé sterk. „Þetta er í raun og veru ekki bankinn sjálfur eða rekstur bankans sem er að skila tapi. Það hafa verið töluverðar breytingar þar innanhúss til að auka sveigjanleika í rekstri. Þetta eru fyrst og fremst þessi tvö fylgitungl sem eru að valda bankanum vandræðum,“ segir Snorri. Í tilkynningu bankans er vísað til óvissu á mörkuðum með sílikon til rökstuðnings niðurfærslunni á verksmiðjunni í Helguvík. Sílikonverksmiðjur hafa víðs vegar verið að draga úr framleiðslu og gæti það haft áhrif á mögulegt kaupverð Stakksbergs. Þá er vísað til tapreksturs Valitor og þess að félagið sé að draga úr fjárfestingum. Valitor tapaði tæpum tveimur milljörðum króna í fyrra og í byrjun árs var greint frá sextíu uppsögnum hjá fyrirtækinu. „Það eru miklar umbreytingar á fjármálamarkaði og sérstaklega á markaði með greiðslumiðlun. Smærri greiðslumiðlanir stóðu frammi fyrir þeirri ákvörðun fyrir nokkrum árum síðan hvort þau ættu að fara í fjárfestingar eða útrás eða hvort þau ættu að skera niður og minnka umsvifin. Það sem er kannski tilfellið er að Valitor tók fyrri ákvörðunina og það var bara ekki að ganga eftir,“ segir Snorri.
Íslenskir bankar Markaðir Tengdar fréttir Arion banki tekur á sig átta milljarða högg Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 mun nema um 8 milljörðum króna, að teknu tilliti til skatta. 23. janúar 2020 22:00 Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Sjá meira
Arion banki tekur á sig átta milljarða högg Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 mun nema um 8 milljörðum króna, að teknu tilliti til skatta. 23. janúar 2020 22:00