Vilja skoða niðurgreiðslu flugferða ungs fólks milli Íslands, Grænlands og Færeyja Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. janúar 2020 20:00 Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins vill að ríkisstjórnir Íslands, Grænlands og Færeyja skoði að niðurgreiða flugferðir milli landanna þriggja fyrir ungt fólk. Þingsályktunartillaga þess efnis liggur fyrir Alþingi en hún er flutt af þingmönnum Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ein þeirra en hún mælti fyrir tillögunni í vikunni. „Við erum að óska eftir því að ríkisstjórnir landanna skoði þann möguleika að koma á einhvers konar niðurgreiðslukerfi eða afsláttarkerfi til handa ungu fólki. Það er svona verið að vísa svolítið í interrail-kerfið í Evrópu sem á líka að ýta undir samstarf ungs fólks og hvernig það kynnist nýrri menningu,“ segir Bryndís. Tillagan sé liður í því að finna leiðir til að efla samstarf og tengsl á milli ríkjanna. Í því felist tækifæri að sögn Bryndísar. „Ég hugsa að það sé algengara að íslensk ungmenni ferðist til Asíu heldur en að þau hafi komið til Grænlands eða Færeyja þó að þau séu hérna í næsta nágrenni,“ segir Bryndís. Ekkert liggi þó fyrir um það á þessari stundu um hvaða aldursbil væri að ræða eða hversu mikil niðurgreiðslan ætti að vera. „Það er engin útfærsla komin á það en þegar við erum að tala um ungt fólk þá held ég að sé nefnt interrail aldurinn sem ég held að sé 25 ára ef ég man rétt. Það er auðvitað hefð fyrir því, Flugfélag Íslands var hérna með á sínum tíma sérstök hoppfargjöld og þá var það upp að 25 ára aldri,“ segir Bryndís. „Þetta er kannski það fólk líka sem er hvað opnast fyrir nýrri menningu og vill kynna sér nýja hluti þannig að við höldum að það sé þjóðráð að ýta undir slík vistaskipti meðal ungmenna.“ Alþingi Færeyjar Grænland Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins vill að ríkisstjórnir Íslands, Grænlands og Færeyja skoði að niðurgreiða flugferðir milli landanna þriggja fyrir ungt fólk. Þingsályktunartillaga þess efnis liggur fyrir Alþingi en hún er flutt af þingmönnum Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ein þeirra en hún mælti fyrir tillögunni í vikunni. „Við erum að óska eftir því að ríkisstjórnir landanna skoði þann möguleika að koma á einhvers konar niðurgreiðslukerfi eða afsláttarkerfi til handa ungu fólki. Það er svona verið að vísa svolítið í interrail-kerfið í Evrópu sem á líka að ýta undir samstarf ungs fólks og hvernig það kynnist nýrri menningu,“ segir Bryndís. Tillagan sé liður í því að finna leiðir til að efla samstarf og tengsl á milli ríkjanna. Í því felist tækifæri að sögn Bryndísar. „Ég hugsa að það sé algengara að íslensk ungmenni ferðist til Asíu heldur en að þau hafi komið til Grænlands eða Færeyja þó að þau séu hérna í næsta nágrenni,“ segir Bryndís. Ekkert liggi þó fyrir um það á þessari stundu um hvaða aldursbil væri að ræða eða hversu mikil niðurgreiðslan ætti að vera. „Það er engin útfærsla komin á það en þegar við erum að tala um ungt fólk þá held ég að sé nefnt interrail aldurinn sem ég held að sé 25 ára ef ég man rétt. Það er auðvitað hefð fyrir því, Flugfélag Íslands var hérna með á sínum tíma sérstök hoppfargjöld og þá var það upp að 25 ára aldri,“ segir Bryndís. „Þetta er kannski það fólk líka sem er hvað opnast fyrir nýrri menningu og vill kynna sér nýja hluti þannig að við höldum að það sé þjóðráð að ýta undir slík vistaskipti meðal ungmenna.“
Alþingi Færeyjar Grænland Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira