Fyrrum þjálfari Emils tekinn við Padova Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. janúar 2020 18:30 Emil og Mandorlini fyrir nokkrum árum síðan. Vísir/Instagram Lið Emils Hallfreðssonar í ítölsku C-deildinni, Calcio Padovem skipti í vikunni um knattspyrnustjóra. Salvatore Sullo var látinn taka poka sinn og í hans stað kom Andrea Mandorlini. Sá er góðvinur Emils Hallfreðssonar en þeir störfuðu saman hjá Hellas Verona á sínum tíma og er Emil mjög spenntur fyrir komandi samstarfi. Emil tjáði sig á Instagram um málið og er einkar ánægður með komu Mandorlini til félagsins. „Spennandi tímar framundan og aldrei að vita hvað okkur tekst að gera,“ segir Hafnfirðingurinn til að mynda. Mandorlini stýrði Hellas Verona frá 2010 til 2015 og var Emil mikilvægur hlekkur í frábæru gengi Verona á þeim tíma. Fór liðið upp úr C-deildinni og alla leið upp í ítölsku úrvalsdeildina. Emil yfirgaf svo félagið eftir að Mandorlini hafði fengið sparkið en íslenski miðjumaðurinn gekk þá í raðir Udinese. Sem stendur er Padova í 5. sæti B-riðils ítölsku C-deildarinnar og í harðri baráttu um að komast upp um deild. Alls eru þrír riðlar og fara sigurvegarar hvers riðils upp um deild. Á meðan fara lið í efri hluta hvers riðils í umspil um laust sæti í B-deildinni. Instagram póstur Emils „Fyrir tíu árum síðan lágu leiðir okkar Mister Mandorlini fyrst saman hjá Hellas Verona. Undir hans stjórn fórum við úr C upp í A og náðum góðum árangri þar og t.d rétt misstum af Evrópusæti. Það eru því spennandi tímar framundan og aldrei að vita hvað okkur tekst að gera hérna í Padova.“ View this post on Instagram Fyrir tíu árum síðan lágu leiðir okkar Mister Mandorlini fyrst saman hjà Hellas Verona. Undir hans stjórn fórum við úr C upp í A og náðum góðum árangri þar og t.d rétt misstum af Evrópusæti. Það eru því spennandi tímar framundan og aldrei að vita hvað okkur tekst að gera hérna í Padova Di nuovo insieme per fare bene A post shared by Emil Hallfreðsson (@emilhallfreds) on Jan 23, 2020 at 1:33pm PST Ítalski boltinn Tengdar fréttir Padova staðfestir komu Emils Emil Hallfreðsson er genginn til liðs við ítalska C-deildarliðið Padova. 4. janúar 2020 20:00 Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Lið Emils Hallfreðssonar í ítölsku C-deildinni, Calcio Padovem skipti í vikunni um knattspyrnustjóra. Salvatore Sullo var látinn taka poka sinn og í hans stað kom Andrea Mandorlini. Sá er góðvinur Emils Hallfreðssonar en þeir störfuðu saman hjá Hellas Verona á sínum tíma og er Emil mjög spenntur fyrir komandi samstarfi. Emil tjáði sig á Instagram um málið og er einkar ánægður með komu Mandorlini til félagsins. „Spennandi tímar framundan og aldrei að vita hvað okkur tekst að gera,“ segir Hafnfirðingurinn til að mynda. Mandorlini stýrði Hellas Verona frá 2010 til 2015 og var Emil mikilvægur hlekkur í frábæru gengi Verona á þeim tíma. Fór liðið upp úr C-deildinni og alla leið upp í ítölsku úrvalsdeildina. Emil yfirgaf svo félagið eftir að Mandorlini hafði fengið sparkið en íslenski miðjumaðurinn gekk þá í raðir Udinese. Sem stendur er Padova í 5. sæti B-riðils ítölsku C-deildarinnar og í harðri baráttu um að komast upp um deild. Alls eru þrír riðlar og fara sigurvegarar hvers riðils upp um deild. Á meðan fara lið í efri hluta hvers riðils í umspil um laust sæti í B-deildinni. Instagram póstur Emils „Fyrir tíu árum síðan lágu leiðir okkar Mister Mandorlini fyrst saman hjá Hellas Verona. Undir hans stjórn fórum við úr C upp í A og náðum góðum árangri þar og t.d rétt misstum af Evrópusæti. Það eru því spennandi tímar framundan og aldrei að vita hvað okkur tekst að gera hérna í Padova.“ View this post on Instagram Fyrir tíu árum síðan lágu leiðir okkar Mister Mandorlini fyrst saman hjà Hellas Verona. Undir hans stjórn fórum við úr C upp í A og náðum góðum árangri þar og t.d rétt misstum af Evrópusæti. Það eru því spennandi tímar framundan og aldrei að vita hvað okkur tekst að gera hérna í Padova Di nuovo insieme per fare bene A post shared by Emil Hallfreðsson (@emilhallfreds) on Jan 23, 2020 at 1:33pm PST
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Padova staðfestir komu Emils Emil Hallfreðsson er genginn til liðs við ítalska C-deildarliðið Padova. 4. janúar 2020 20:00 Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Padova staðfestir komu Emils Emil Hallfreðsson er genginn til liðs við ítalska C-deildarliðið Padova. 4. janúar 2020 20:00