Wuhan-veiran vekur upp slæmar minningar um Sars-faraldurinn Birgir Olgeirsson skrifar 25. janúar 2020 18:30 Frá Hong Kong þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna faraldursins. Vísir/Getty Rúmlega 40 eru látnir og um fjórtán hundruð smitaðir á heimsvísu af Wuhan-veirunni svokölluðu. Faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif í Kína þar sem þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta útbreiðslu. Í dag hófst nýtt ár í Kína en faraldurinn sem nú geisar þar í landi hefur varpað skugga á hátíðarhöld í stórborgum. Rúmlega 830 eru smitaðir af þessari alvarlegu lungnasýkingu í Kína sem á uppruna sinn í Wuhan-borg. Hefur verið lýst yfir neyðarástandi í Wuhan ásamt nærliggjandi borgum. Það hefur einnig verið gert í Peking sem og borginni Hong Kong þar sem fimm hafa veikst af veirunni. Fréttamaðurinn Nadine Guðrún Yaghi er stödd í Hong Kong. Hún segir ástandið hafa snögg breyst þar eftir að neyðarástandinu var lýst yfir. „Fólk er talsvert meira vart um sig. Það eru eiginlega allir með grímur. Síðustu tvo til þrjá daga höfum við reynt að nálgast svona grímur í apótekum og búðum. Þær hafa allar verið uppseldar. Þangað til í dag, þá virðast þeir hafa fengið einhverjar nýjar sendingar og ég er allavega komin með grímu,“ segir Nadine. Íbúar Hong Kong eru afar áhyggjufullir, sér í lagi í ljósi SARS-veirunnar sem varð um 300 manns að bana í borginni árið 2003. „Og fólk hefur ekki almennilega náð sér eftir það. Þess vegna held ég að Hong Kong búar séu með óhug og líður ekkert sérstaklega vel í þessu ástandi,“ segir Nadine. Fólk er hvatt til að vera ekki á fjölförnum stöðum. „Það er vissulega dálítið óhugnalegt að vera hérna á þessum tímum. Þetta er hins vegar ekki að aftra okkur af því sem við viljum gera, eða langflest, og við erum að njóta frísins mjög vel.“ Þrettán tilfelli hafa greinst utan Kína, þar á meðal í Frakklandi, Bandaríkjunum og Ástralíu. Á Íslandi er unnið eftir samhæfingaráætlun sem varðar farþega á Keflavíkurflugvelli og heilbrigðiskerfið. Ekki hefur verið lýst yfir óvissuástandi vegna veirunnar enda enginn grunur um að smit hafi komið upp hér á landi. Hong Kong Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Rúmlega 40 eru látnir og um fjórtán hundruð smitaðir á heimsvísu af Wuhan-veirunni svokölluðu. Faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif í Kína þar sem þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta útbreiðslu. Í dag hófst nýtt ár í Kína en faraldurinn sem nú geisar þar í landi hefur varpað skugga á hátíðarhöld í stórborgum. Rúmlega 830 eru smitaðir af þessari alvarlegu lungnasýkingu í Kína sem á uppruna sinn í Wuhan-borg. Hefur verið lýst yfir neyðarástandi í Wuhan ásamt nærliggjandi borgum. Það hefur einnig verið gert í Peking sem og borginni Hong Kong þar sem fimm hafa veikst af veirunni. Fréttamaðurinn Nadine Guðrún Yaghi er stödd í Hong Kong. Hún segir ástandið hafa snögg breyst þar eftir að neyðarástandinu var lýst yfir. „Fólk er talsvert meira vart um sig. Það eru eiginlega allir með grímur. Síðustu tvo til þrjá daga höfum við reynt að nálgast svona grímur í apótekum og búðum. Þær hafa allar verið uppseldar. Þangað til í dag, þá virðast þeir hafa fengið einhverjar nýjar sendingar og ég er allavega komin með grímu,“ segir Nadine. Íbúar Hong Kong eru afar áhyggjufullir, sér í lagi í ljósi SARS-veirunnar sem varð um 300 manns að bana í borginni árið 2003. „Og fólk hefur ekki almennilega náð sér eftir það. Þess vegna held ég að Hong Kong búar séu með óhug og líður ekkert sérstaklega vel í þessu ástandi,“ segir Nadine. Fólk er hvatt til að vera ekki á fjölförnum stöðum. „Það er vissulega dálítið óhugnalegt að vera hérna á þessum tímum. Þetta er hins vegar ekki að aftra okkur af því sem við viljum gera, eða langflest, og við erum að njóta frísins mjög vel.“ Þrettán tilfelli hafa greinst utan Kína, þar á meðal í Frakklandi, Bandaríkjunum og Ástralíu. Á Íslandi er unnið eftir samhæfingaráætlun sem varðar farþega á Keflavíkurflugvelli og heilbrigðiskerfið. Ekki hefur verið lýst yfir óvissuástandi vegna veirunnar enda enginn grunur um að smit hafi komið upp hér á landi.
Hong Kong Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira