Segir of margt fatlað fólk búa á úreltum sambýlum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. janúar 2020 10:00 Bryndís Snæbjörnsdóttir formaður Landsamtaka Þroskahjálp segir ýmsar brotalamir í kefinu þegar kemur að búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk. Formaður Landsamtakanna Þroskahjálpar segir að ef stjórnvöld vilji forðast að þurfa að greiða fólki með fötlun sanngirnisbætur í framtíðinni þurfi að bæta verulega aðbúnað og aðgengi þess að húsnæði. Alltof margir búi ennþá í úreltu húsnæði og hafi beðið í áraraðir eftir að komast á eigið heimili. Forstöðumaður á sambýli fyrir fólk með fötlun sagði frá því í gær að heimilið væri úrelt og uppfyllti ekki lög og reglur um aðbúnað fólksins. Þrír af fjórum íbúum þess voru áður á Kópavogshæli og hafa fengið sanngirnisbætur vegna slæms aðbúnaðar þar. Bryndís Snæbjörnsdóttir formaður Landsamtakanna Þroskahjálpar segir að of margir fatlaðir einstaklingar búi á úreltum sambýlum. „Við höfum séð töluvert um það að fólk býr á úreltum sambýlum. Við höfum verið meðvituð um það í lögum að það á að leggja gamaldags sambýli niður og bjóða fólki uppá aðra búsetukosti þar sem það getur notið meira frelsis og einkalífs,“ segir Bryndís. Í lögum um fatlaða kemur fram að fötluðu fólki sem býr nú á stofnunum eða herbergjasambýlum skulu bjóðast aðrir búsetukostir. Bryndís segir að afar hægt hafi gengið að framfylgja þessu ákvæði. „Sveitarfélög virðast hafa sjálfdæmi um hvernig þau fylgja þessu ákvæði og það eru ekki til neinar leiðbeiningar um það hvað það eigi að taka langan tíma sem er auðvitað bagalegt,“ segir Bryndís. Hún segir mikilvægt að greiða úr þegar úr þessum málum vilji stjórnvöld forðast að greiða sanngirnisbætur til fatlaðra síðar meir. „Ef þetta verður ekki lagað er hætta á því að stjórnvöld þurfi mögulega að greiða sanngirnisbætur síðar meir. Upplýsingar sem við höfum frá rétttindagæslumönnum eru þannig að það má furðu sæta að ekki sé gripið inní. Þeir hafa engin úrræði í lögum. Það var sett á stofnun í Félagsmálaráðuneytinu sem á að hafa eftirlit með þessum málaflokki og ég tel að hún virki ekki nógu vel. Aðgerðir sem þarf að grípa þegar til eru máttlausar og hægar. Það eru engar áætlanir til af hálfu ráðuneytisins,“ segir Bryndís. Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Sjá meira
Formaður Landsamtakanna Þroskahjálpar segir að ef stjórnvöld vilji forðast að þurfa að greiða fólki með fötlun sanngirnisbætur í framtíðinni þurfi að bæta verulega aðbúnað og aðgengi þess að húsnæði. Alltof margir búi ennþá í úreltu húsnæði og hafi beðið í áraraðir eftir að komast á eigið heimili. Forstöðumaður á sambýli fyrir fólk með fötlun sagði frá því í gær að heimilið væri úrelt og uppfyllti ekki lög og reglur um aðbúnað fólksins. Þrír af fjórum íbúum þess voru áður á Kópavogshæli og hafa fengið sanngirnisbætur vegna slæms aðbúnaðar þar. Bryndís Snæbjörnsdóttir formaður Landsamtakanna Þroskahjálpar segir að of margir fatlaðir einstaklingar búi á úreltum sambýlum. „Við höfum séð töluvert um það að fólk býr á úreltum sambýlum. Við höfum verið meðvituð um það í lögum að það á að leggja gamaldags sambýli niður og bjóða fólki uppá aðra búsetukosti þar sem það getur notið meira frelsis og einkalífs,“ segir Bryndís. Í lögum um fatlaða kemur fram að fötluðu fólki sem býr nú á stofnunum eða herbergjasambýlum skulu bjóðast aðrir búsetukostir. Bryndís segir að afar hægt hafi gengið að framfylgja þessu ákvæði. „Sveitarfélög virðast hafa sjálfdæmi um hvernig þau fylgja þessu ákvæði og það eru ekki til neinar leiðbeiningar um það hvað það eigi að taka langan tíma sem er auðvitað bagalegt,“ segir Bryndís. Hún segir mikilvægt að greiða úr þegar úr þessum málum vilji stjórnvöld forðast að greiða sanngirnisbætur til fatlaðra síðar meir. „Ef þetta verður ekki lagað er hætta á því að stjórnvöld þurfi mögulega að greiða sanngirnisbætur síðar meir. Upplýsingar sem við höfum frá rétttindagæslumönnum eru þannig að það má furðu sæta að ekki sé gripið inní. Þeir hafa engin úrræði í lögum. Það var sett á stofnun í Félagsmálaráðuneytinu sem á að hafa eftirlit með þessum málaflokki og ég tel að hún virki ekki nógu vel. Aðgerðir sem þarf að grípa þegar til eru máttlausar og hægar. Það eru engar áætlanir til af hálfu ráðuneytisins,“ segir Bryndís.
Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Sjá meira