Manuela Ósk og Jón Eyþór: Ósátt með að detta út þar sem rangt símanúmer birtist á skjánum Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2020 19:29 Þarna hefði átt að standa 900 9004. Manuela Ósk Harðardóttir og Jón Eyþór Gottskálksson þykir leitt með málavexti eftir að þau duttu út úr þættinum Allir geta dansað sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Í samantekt dansanna, þegar símakosning var hafin, birtist fyrir mistök símanúmer annars danspars þegar sýnt var úr dansatriði þeirra Manuelu og Jóns Eyþórs. Parið ræddi reynslu sína af þáttunum í þættinum Bakaríinu á Bylgjunni í morgun. Þau segjast hafa verið mjög sátt með atriði sitt í gær. Jón Eyþór segir dansinn sem Manuela skilaði í gær hafa verið ótrúlega góðan. „Dómarar sögðu að þetta væri langbesta atriðið sem við höfðum nokkurn tímann dansað í keppninni. En það vantaði samt greinilega eitthvað, hjá þeim til þess að verðlauna Manuelu, eða okkur, fyrir það. Ég veit ekki hvað það var sem vantaði,“ segir Jón Eyþór. Símanúmer Völu og Sigga birtist Barst þá talið að atvikinu sem annar þátttastjórnandanna, Auðunn Blöndal, minntist á í miðri símakosningu – að rangt númer hafi fyrir mistök birst á skjánum. Manuela hefur einnig rætt mistökin á samfélagsmiðlum í dag. Jón Eyþór segir það hafa verið mjög leiðinlegt. „Á undanúrslitakvöldi, á mikilvægasta punktinum í þættinum þá gerist það að þegar þau opna á símakosningu og rúlla atriðin þá kemur vitlaust númer og kemur símanúmerið hjá Völu [Eiríks] og Sigga [Sigurður Már Atlason] sem voru á undan okkur. Og nöfnin þeirra yfir okkar atriði,“ segir Jón. „Þeirra kom þá tvisvar. Okkar kom aldrei,“ segir Manuela þá. Þannig að það útskýrir kannski að einhverju leyti af hverju þið voruð þarna í botninum? „Það… Einmitt. Það er svoleiðis búið að rigna yfir okkur skilaboðum um að það hafi verið ruglingur og margir kosið vitlaust og svoleiðis,“ segir Jón Eyþór. „Það er eiginlega það sárasta í þessu. Af því að við vorum bæði í rauninni orðin mjög sátt með okkar árangur í keppninni, en við vildum fara út sanngjarnan hátt.“ Jón Eyþór segir að þau hefðu í raun verið sátt með að detta úr keppninni á þessum tímapunkti ef allt hefði verið eðlilegt, og allt rétt. „En nú efumst við. Kannski, miðað við viðtökurnar og miðað við allt sem við erum búin að fá sent á okkur eftir þetta, finnst okkur þetta gríðarlega leiðinlegt.“ VÍSIR/M. FLÓVENT Í viðtalinu ræddu þau einnig að nú væru þau orðin eitthvað aðeins meira en dansfélagar. Rifjaði Jón Eyþór upp að þau hafi fyrst kynnst í þessu ferli, og nefnir svo í gamansömum tón að samfélagsmiðlastjarnan Manuela hafi ekki verið neitt svakalega ánægð með það að hann hafi ekki fylgt henni á Instagram áður en þau kynntust. Hann gekkst þó við að hafa á árum áður flett í gegnum auglýsingabæklinga þar sem finna mátti myndir af Manuela sem hefur lengi starfað sem fyrirsæta. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Allir geta dansað Bakaríið Tengdar fréttir Manuela og Jón Eyþór send heim í undanúrslitaþættinum Keppnin var hnífjöfn þegar Manuela og Jón Eyþór voru send heim. 24. janúar 2020 21:45 Manuela Ósk fann ástina á dansgólfinu Manuela Ósk og Jón Eyþór ná vel saman á dansgólfinu og utan þess. 24. janúar 2020 09:02 Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Sjá meira
Manuela Ósk Harðardóttir og Jón Eyþór Gottskálksson þykir leitt með málavexti eftir að þau duttu út úr þættinum Allir geta dansað sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Í samantekt dansanna, þegar símakosning var hafin, birtist fyrir mistök símanúmer annars danspars þegar sýnt var úr dansatriði þeirra Manuelu og Jóns Eyþórs. Parið ræddi reynslu sína af þáttunum í þættinum Bakaríinu á Bylgjunni í morgun. Þau segjast hafa verið mjög sátt með atriði sitt í gær. Jón Eyþór segir dansinn sem Manuela skilaði í gær hafa verið ótrúlega góðan. „Dómarar sögðu að þetta væri langbesta atriðið sem við höfðum nokkurn tímann dansað í keppninni. En það vantaði samt greinilega eitthvað, hjá þeim til þess að verðlauna Manuelu, eða okkur, fyrir það. Ég veit ekki hvað það var sem vantaði,“ segir Jón Eyþór. Símanúmer Völu og Sigga birtist Barst þá talið að atvikinu sem annar þátttastjórnandanna, Auðunn Blöndal, minntist á í miðri símakosningu – að rangt númer hafi fyrir mistök birst á skjánum. Manuela hefur einnig rætt mistökin á samfélagsmiðlum í dag. Jón Eyþór segir það hafa verið mjög leiðinlegt. „Á undanúrslitakvöldi, á mikilvægasta punktinum í þættinum þá gerist það að þegar þau opna á símakosningu og rúlla atriðin þá kemur vitlaust númer og kemur símanúmerið hjá Völu [Eiríks] og Sigga [Sigurður Már Atlason] sem voru á undan okkur. Og nöfnin þeirra yfir okkar atriði,“ segir Jón. „Þeirra kom þá tvisvar. Okkar kom aldrei,“ segir Manuela þá. Þannig að það útskýrir kannski að einhverju leyti af hverju þið voruð þarna í botninum? „Það… Einmitt. Það er svoleiðis búið að rigna yfir okkur skilaboðum um að það hafi verið ruglingur og margir kosið vitlaust og svoleiðis,“ segir Jón Eyþór. „Það er eiginlega það sárasta í þessu. Af því að við vorum bæði í rauninni orðin mjög sátt með okkar árangur í keppninni, en við vildum fara út sanngjarnan hátt.“ Jón Eyþór segir að þau hefðu í raun verið sátt með að detta úr keppninni á þessum tímapunkti ef allt hefði verið eðlilegt, og allt rétt. „En nú efumst við. Kannski, miðað við viðtökurnar og miðað við allt sem við erum búin að fá sent á okkur eftir þetta, finnst okkur þetta gríðarlega leiðinlegt.“ VÍSIR/M. FLÓVENT Í viðtalinu ræddu þau einnig að nú væru þau orðin eitthvað aðeins meira en dansfélagar. Rifjaði Jón Eyþór upp að þau hafi fyrst kynnst í þessu ferli, og nefnir svo í gamansömum tón að samfélagsmiðlastjarnan Manuela hafi ekki verið neitt svakalega ánægð með það að hann hafi ekki fylgt henni á Instagram áður en þau kynntust. Hann gekkst þó við að hafa á árum áður flett í gegnum auglýsingabæklinga þar sem finna mátti myndir af Manuela sem hefur lengi starfað sem fyrirsæta. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan.
Allir geta dansað Bakaríið Tengdar fréttir Manuela og Jón Eyþór send heim í undanúrslitaþættinum Keppnin var hnífjöfn þegar Manuela og Jón Eyþór voru send heim. 24. janúar 2020 21:45 Manuela Ósk fann ástina á dansgólfinu Manuela Ósk og Jón Eyþór ná vel saman á dansgólfinu og utan þess. 24. janúar 2020 09:02 Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Sjá meira
Manuela og Jón Eyþór send heim í undanúrslitaþættinum Keppnin var hnífjöfn þegar Manuela og Jón Eyþór voru send heim. 24. janúar 2020 21:45
Manuela Ósk fann ástina á dansgólfinu Manuela Ósk og Jón Eyþór ná vel saman á dansgólfinu og utan þess. 24. janúar 2020 09:02