Kallar eftir endurskoðun á fyrirkomulagi opinberra innkaupa Eiður Þór Árnason skrifar 26. janúar 2020 13:30 Theodóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Kópavogi ásamt Bryndísi Haraldsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Theodóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Kópavogi, segir að nú sé ákall um að kjörnir fulltrúar sæti ábyrgð í tengslum við framúrkeyrslu Sorpu. Hún gagnrýnir einnig flókið skipurit byggðasamlagsins og segir að þörf sé fyrir almenna endurskoðun á opinberum innkaupum og framkvæmdum á sveitarstjórnarstiginu. Theodóra ræddi málefni Sorpu ásamt Bryndísi Haraldsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Greint var frá því í vikunni að stjórn Sorpu hafi ákveðið að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi (GAJA) væru til skoðunar. Kallar eftir endurskoðun á fyrirkomulagi opinberra innkaupa „Mín skoðun er sú að opinber innkaup bara almennt á sveitarstjórnarstiginu þurfi bara eiginlega að taka til endurskoðunar almennt og í gjörgæslu,“ segir Theodóra S. Þorsteinsdóttir en hún hefur lengi starfað á sveitarstjórnarstiginu og meðal annars setið í stjórn Strætó. „Opinberar framkvæmdir hjá sveitarstjórnum fara mjög oft fram yfir,“ segir Theodóra. Nýjasta innleggið í röð úttekta „Við höfum bæði verið með stjórnsýsluúttekt 2011, við fórum í rekstrarúttekt, úttekt á stjórnarháttum og svo kemur þessi úttekt. Og svo er alltaf verið að tala um það sama í þessum úttektum og það kostar náttúrulega talsverðan pening að gera þessar úttektir,“ bætir hún við. „Það er einhvern veginn að mínu mati ekkert gert með þetta, eða mjög takmarkað.“ Ákall um ábyrgð „Það er ákall um að kjörnir fulltrúar sæti ábyrgð. Við eigum að bera ábyrgð, ég er tilbúin til þess að taka ábyrgð á þessu máli, horfa í minn barm og sjá hvað ég get gert betur sem sveitarstjórnarmaður.“ Vísar Theodóra þar til skipurits Sorpu þar sem sveitarstjórnarmenn bera mestu ábyrgðina. „Við þurfum einhverjar róttækar breytingar, ég með ákall um að við snúum þessu við,“ segir hún enn fremur. Bryndís segir málið sorglegt Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir að um sé að ræða mikið umhverfismál. „Þetta er náttúrulega bara ofboðslega sorgleg þessi vanáætlun og við erum að tala auðvitað um tekjur íbúa hér á höfuðborgarsvæðinu sem hafa verið nýttar í þetta og það er auðvitað rosalega miður. Sérstaklega vegna þess að þetta er ofboðslega mikilvæg framkvæmd, þessi gas- og jarðgerðarstöð er ofboðslega stórt umhverfismál sem er búið að taka allt of langan tíma að mínu mati að koma á.“ Bryndís tekur undir með Theodóru að ábyrgðin sé hjá sveitarstjórnunum og hjá stjórn Sorpu. Hún vill þó meina að stjórnin hafi að hluta gengist við ábyrgðinni. Útlit fyrir að stjórnin hafi fengið misvísandi upplýsingar „Það sem ég hef heyrt frá stjórninni er að þau tóku þó ábyrgð og segja að, og fyrrverandi forstjóri sagði það þegar þetta mál kom upp: „Hér eru mannleg mistök og ég ber ábyrgð á því.“ Þegar maður les samantektina þá lítur út fyrir að stjórnin hafi annars vegar fengið misvísandi upplýsingar og hins vegar hafi verið haldið ákveðnum upplýsingum frá stjórninni. Það er auðvitað algjörlega óásættanlegt og þarf að fara betur yfir,“ segir Bryndís. Þess má geta að Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur andmælt niðurstöðum skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar þar sem upplýst var um framúrkeyrsluna og sagt hana byggja á ótraustum gögnum. Einnig hefur stjórn Sorpu ekki viljað tjá sig um efni skýrslunnar fyrr en andmælafrestur Björns er liðinn. Reykjavík Sorpa Sprengisandur Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Gerðu loftárásir á báða bóga Erlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Theodóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Kópavogi, segir að nú sé ákall um að kjörnir fulltrúar sæti ábyrgð í tengslum við framúrkeyrslu Sorpu. Hún gagnrýnir einnig flókið skipurit byggðasamlagsins og segir að þörf sé fyrir almenna endurskoðun á opinberum innkaupum og framkvæmdum á sveitarstjórnarstiginu. Theodóra ræddi málefni Sorpu ásamt Bryndísi Haraldsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Greint var frá því í vikunni að stjórn Sorpu hafi ákveðið að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi (GAJA) væru til skoðunar. Kallar eftir endurskoðun á fyrirkomulagi opinberra innkaupa „Mín skoðun er sú að opinber innkaup bara almennt á sveitarstjórnarstiginu þurfi bara eiginlega að taka til endurskoðunar almennt og í gjörgæslu,“ segir Theodóra S. Þorsteinsdóttir en hún hefur lengi starfað á sveitarstjórnarstiginu og meðal annars setið í stjórn Strætó. „Opinberar framkvæmdir hjá sveitarstjórnum fara mjög oft fram yfir,“ segir Theodóra. Nýjasta innleggið í röð úttekta „Við höfum bæði verið með stjórnsýsluúttekt 2011, við fórum í rekstrarúttekt, úttekt á stjórnarháttum og svo kemur þessi úttekt. Og svo er alltaf verið að tala um það sama í þessum úttektum og það kostar náttúrulega talsverðan pening að gera þessar úttektir,“ bætir hún við. „Það er einhvern veginn að mínu mati ekkert gert með þetta, eða mjög takmarkað.“ Ákall um ábyrgð „Það er ákall um að kjörnir fulltrúar sæti ábyrgð. Við eigum að bera ábyrgð, ég er tilbúin til þess að taka ábyrgð á þessu máli, horfa í minn barm og sjá hvað ég get gert betur sem sveitarstjórnarmaður.“ Vísar Theodóra þar til skipurits Sorpu þar sem sveitarstjórnarmenn bera mestu ábyrgðina. „Við þurfum einhverjar róttækar breytingar, ég með ákall um að við snúum þessu við,“ segir hún enn fremur. Bryndís segir málið sorglegt Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir að um sé að ræða mikið umhverfismál. „Þetta er náttúrulega bara ofboðslega sorgleg þessi vanáætlun og við erum að tala auðvitað um tekjur íbúa hér á höfuðborgarsvæðinu sem hafa verið nýttar í þetta og það er auðvitað rosalega miður. Sérstaklega vegna þess að þetta er ofboðslega mikilvæg framkvæmd, þessi gas- og jarðgerðarstöð er ofboðslega stórt umhverfismál sem er búið að taka allt of langan tíma að mínu mati að koma á.“ Bryndís tekur undir með Theodóru að ábyrgðin sé hjá sveitarstjórnunum og hjá stjórn Sorpu. Hún vill þó meina að stjórnin hafi að hluta gengist við ábyrgðinni. Útlit fyrir að stjórnin hafi fengið misvísandi upplýsingar „Það sem ég hef heyrt frá stjórninni er að þau tóku þó ábyrgð og segja að, og fyrrverandi forstjóri sagði það þegar þetta mál kom upp: „Hér eru mannleg mistök og ég ber ábyrgð á því.“ Þegar maður les samantektina þá lítur út fyrir að stjórnin hafi annars vegar fengið misvísandi upplýsingar og hins vegar hafi verið haldið ákveðnum upplýsingum frá stjórninni. Það er auðvitað algjörlega óásættanlegt og þarf að fara betur yfir,“ segir Bryndís. Þess má geta að Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur andmælt niðurstöðum skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar þar sem upplýst var um framúrkeyrsluna og sagt hana byggja á ótraustum gögnum. Einnig hefur stjórn Sorpu ekki viljað tjá sig um efni skýrslunnar fyrr en andmælafrestur Björns er liðinn.
Reykjavík Sorpa Sprengisandur Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Gerðu loftárásir á báða bóga Erlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira