Wuhan-veiran breiðist hraðar út en áður og einkennalausir smita Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. janúar 2020 14:05 Hermaður tekur við sjúkragögnum í Wuhan. Vísir/EPA Fólk sem smitast af Wuhan-veirunni svokölluðu, nýs afbrigðis af kórónaveiru, getur smitað aðra af veirunni áður en einkenni koma fram. Þetta gerir það að verkum að erfiðara er að halda útbreiðslu veirunnar í skefjum. Þá virðist veiran jafnframt vera að breiðast hraðar út en áður, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. Fimmtíu og sex eru nú látnir af völdum Wuhan-veirunnar og um tvö þúsund manns hafa smitast af henni, langflestir í Kína þar sem hún á upptök sín. Veiran getur valdið alvarlegum lungnasýkingum og einkenni eru m.a. kvef, hósti og hiti. Í yfirlýsingu frá kínverskum yfirvöldum segir m.a. að öll sala á villtum dýrum verði bönnum í Kína frá og með deginum í dag. Talið er að veiran eigi upptök sín í dýrum, nánar tiltekið á matarmarkaði í borginni Wuhan, en ekkert hefur þó verið staðfest í þeim efnum. Þá hefur nú verið staðfest að meðgöngutími veirunnar í mönnum, þ.e. tíminn frá smiti og þar til einkenni koma fram, er á bilinu einn til fjórtán dagar. Á þessu tímabili er fólk því ekki endilega meðvitað um að það hafi smitast af veirunni en getur um leið smitað aðra af henni. Ma Xiaowei, heilbrigðisráðherra Kína.Vísir/EPA Í greiningu fréttamanns BBC, sem fjallar um heilbrigðismál, segir að um sé að ræða ákveðinn vendipunkt. Nú sé ljóst að veiran sé frábrugðin ebólu og Sars-veirunni, kórónaveiruafbrigði sem dró hundruð sjúklinga til dauða í Kína árið 2003, að því leyti að þær síðarnefndu smitast aðeins eftir að einkenni koma fram. Í yfirlýsingu kínverskra heilbrigðisyfirvalda segir jafnframt að merki séu um að smithættan sé að aukast. „Í tilfelli þessarar nýju kórónaveiru höfum við ekki fundið upptök smits og við höfum ekki komist til botns í því hvort hætta er á stökkbreytingu [veirunnar] eða hvernig hún berst manna á milli. Þar sem þetta er ný kórónaveira gætu orðið breytingar á komandi dögum og vikum, og hættan sem steðjar að fólki á mismunandi aldri [af veirunni] er einnig að breytast.“ Veiran hefur haft víðtæk áhrif í Kína. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum og samgöngur hafa víða verið lagðar niður til að hefta útbreiðslu hennar. Á annan tug tilfella hafa greinst utan Kína, þar á meðal í Frakklandi, Bandaríkjunum og Ástralíu. Á Íslandi er unnið eftir samhæfingaráætlun sem varðar farþega á Keflavíkurflugvelli og heilbrigðiskerfið. Ekki hefur verið lýst yfir óvissuástandi vegna veirunnar enda enginn grunur um að smit hafi komið upp hér á landi. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lýsa yfir neyðarástandi í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Heilbrigðisyfirvöld í borginni hafa staðfest fimm tilfelli þar sem fólk hefur greinst með umrædda veiru og eru 122 aðrir grunaðir um að hafa smitast af veirunni. 25. janúar 2020 14:14 Wuhan-veiran vekur upp slæmar minningar um Sars-faraldurinn Rúmlega 40 eru látnir og um fjórtán hundruð smitaðir á heimsvísu af WUHAN-veirunni svokölluðu. Faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif á Kína þar sem þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta úbreiðslu. 25. janúar 2020 18:30 Fleiri dauðsföll, annar neyðarspítali og „alvarlegt“ ástand Alls hafa nú 56 látist af völdum Wuhan-veirunnar, nýs afbrigðis af kórónaveiru. 26. janúar 2020 07:34 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Fólk sem smitast af Wuhan-veirunni svokölluðu, nýs afbrigðis af kórónaveiru, getur smitað aðra af veirunni áður en einkenni koma fram. Þetta gerir það að verkum að erfiðara er að halda útbreiðslu veirunnar í skefjum. Þá virðist veiran jafnframt vera að breiðast hraðar út en áður, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. Fimmtíu og sex eru nú látnir af völdum Wuhan-veirunnar og um tvö þúsund manns hafa smitast af henni, langflestir í Kína þar sem hún á upptök sín. Veiran getur valdið alvarlegum lungnasýkingum og einkenni eru m.a. kvef, hósti og hiti. Í yfirlýsingu frá kínverskum yfirvöldum segir m.a. að öll sala á villtum dýrum verði bönnum í Kína frá og með deginum í dag. Talið er að veiran eigi upptök sín í dýrum, nánar tiltekið á matarmarkaði í borginni Wuhan, en ekkert hefur þó verið staðfest í þeim efnum. Þá hefur nú verið staðfest að meðgöngutími veirunnar í mönnum, þ.e. tíminn frá smiti og þar til einkenni koma fram, er á bilinu einn til fjórtán dagar. Á þessu tímabili er fólk því ekki endilega meðvitað um að það hafi smitast af veirunni en getur um leið smitað aðra af henni. Ma Xiaowei, heilbrigðisráðherra Kína.Vísir/EPA Í greiningu fréttamanns BBC, sem fjallar um heilbrigðismál, segir að um sé að ræða ákveðinn vendipunkt. Nú sé ljóst að veiran sé frábrugðin ebólu og Sars-veirunni, kórónaveiruafbrigði sem dró hundruð sjúklinga til dauða í Kína árið 2003, að því leyti að þær síðarnefndu smitast aðeins eftir að einkenni koma fram. Í yfirlýsingu kínverskra heilbrigðisyfirvalda segir jafnframt að merki séu um að smithættan sé að aukast. „Í tilfelli þessarar nýju kórónaveiru höfum við ekki fundið upptök smits og við höfum ekki komist til botns í því hvort hætta er á stökkbreytingu [veirunnar] eða hvernig hún berst manna á milli. Þar sem þetta er ný kórónaveira gætu orðið breytingar á komandi dögum og vikum, og hættan sem steðjar að fólki á mismunandi aldri [af veirunni] er einnig að breytast.“ Veiran hefur haft víðtæk áhrif í Kína. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum og samgöngur hafa víða verið lagðar niður til að hefta útbreiðslu hennar. Á annan tug tilfella hafa greinst utan Kína, þar á meðal í Frakklandi, Bandaríkjunum og Ástralíu. Á Íslandi er unnið eftir samhæfingaráætlun sem varðar farþega á Keflavíkurflugvelli og heilbrigðiskerfið. Ekki hefur verið lýst yfir óvissuástandi vegna veirunnar enda enginn grunur um að smit hafi komið upp hér á landi.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lýsa yfir neyðarástandi í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Heilbrigðisyfirvöld í borginni hafa staðfest fimm tilfelli þar sem fólk hefur greinst með umrædda veiru og eru 122 aðrir grunaðir um að hafa smitast af veirunni. 25. janúar 2020 14:14 Wuhan-veiran vekur upp slæmar minningar um Sars-faraldurinn Rúmlega 40 eru látnir og um fjórtán hundruð smitaðir á heimsvísu af WUHAN-veirunni svokölluðu. Faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif á Kína þar sem þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta úbreiðslu. 25. janúar 2020 18:30 Fleiri dauðsföll, annar neyðarspítali og „alvarlegt“ ástand Alls hafa nú 56 látist af völdum Wuhan-veirunnar, nýs afbrigðis af kórónaveiru. 26. janúar 2020 07:34 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Lýsa yfir neyðarástandi í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Heilbrigðisyfirvöld í borginni hafa staðfest fimm tilfelli þar sem fólk hefur greinst með umrædda veiru og eru 122 aðrir grunaðir um að hafa smitast af veirunni. 25. janúar 2020 14:14
Wuhan-veiran vekur upp slæmar minningar um Sars-faraldurinn Rúmlega 40 eru látnir og um fjórtán hundruð smitaðir á heimsvísu af WUHAN-veirunni svokölluðu. Faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif á Kína þar sem þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta úbreiðslu. 25. janúar 2020 18:30
Fleiri dauðsföll, annar neyðarspítali og „alvarlegt“ ástand Alls hafa nú 56 látist af völdum Wuhan-veirunnar, nýs afbrigðis af kórónaveiru. 26. janúar 2020 07:34