Minnst átta fórust í eldsvoða í smábátahöfn í Alabama Gunnar Reynir Valþórsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 28. janúar 2020 07:35 Höfnin var nær alelda, líkt og sést í þessu skjáskoti úr myndbandi af vettvangi. Vísir/AP Að minnsta kosti átta létu lífið þegar eldsvoði kom upp í smábátahöfn á Tennessee-ánni í Alabama í Bandaríkjunum. Þrjátíu og fimm skemmtibátar urðu eldinum að bráð. Eldurinn virðist hafa breiðst út með ógnarhraða á milli bátanna en fólkið um borð var flest í fastasvefni þegar atkvikið átti sér stað. Einskonar þak var yfir bátalæginu, sem staðsett er í smábænum Scottsboro. Það varð alelda á örskotsstundu og hrundi svo yfir bátana, sem sumir hverjir sukku. Sjö einstaklingum sem voru á bryggjunni þegar eldsins varð vart tókst að kasta sér í ána og voru þeir fluttir á spítala. Ekki er ljóst með upptök eldsins og verið er að kanna hvort fleiri lík finnist í brakinu. Haft er eftir Gene Necklaus, slökkviliðsstjóra í Scottsboro, í frétt BBC að eldsvoðinn sé mikill harmleikur. Þá er gert ráð fyrir að björgunaraðgerðir í höfninni taki allt að fjóra daga. „Þetta er eitt af því hræðilegasta sem ég hef séð. Ég held, eftir því sem við fáum að vita meira, að harmleikurinn ágerist.“ Vitni lýsir því jafnframt í samtali við AP-fréttastofuna að fólk hafi margt reynt að stökkva um borð í bát við annan enda hafnarinnar. Sá bátur hafi hins vegar fljótt orðið alelda og fólkið því neyðst til þess að henda sér út í sjó. Nokkrir voru fluttir slasaðir á sjúkrahús, ýmist kaldir úr sjónum eða vegna brunasára, en þeir hafa allir verið útskrifaðir. Bandaríkin Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira
Að minnsta kosti átta létu lífið þegar eldsvoði kom upp í smábátahöfn á Tennessee-ánni í Alabama í Bandaríkjunum. Þrjátíu og fimm skemmtibátar urðu eldinum að bráð. Eldurinn virðist hafa breiðst út með ógnarhraða á milli bátanna en fólkið um borð var flest í fastasvefni þegar atkvikið átti sér stað. Einskonar þak var yfir bátalæginu, sem staðsett er í smábænum Scottsboro. Það varð alelda á örskotsstundu og hrundi svo yfir bátana, sem sumir hverjir sukku. Sjö einstaklingum sem voru á bryggjunni þegar eldsins varð vart tókst að kasta sér í ána og voru þeir fluttir á spítala. Ekki er ljóst með upptök eldsins og verið er að kanna hvort fleiri lík finnist í brakinu. Haft er eftir Gene Necklaus, slökkviliðsstjóra í Scottsboro, í frétt BBC að eldsvoðinn sé mikill harmleikur. Þá er gert ráð fyrir að björgunaraðgerðir í höfninni taki allt að fjóra daga. „Þetta er eitt af því hræðilegasta sem ég hef séð. Ég held, eftir því sem við fáum að vita meira, að harmleikurinn ágerist.“ Vitni lýsir því jafnframt í samtali við AP-fréttastofuna að fólk hafi margt reynt að stökkva um borð í bát við annan enda hafnarinnar. Sá bátur hafi hins vegar fljótt orðið alelda og fólkið því neyðst til þess að henda sér út í sjó. Nokkrir voru fluttir slasaðir á sjúkrahús, ýmist kaldir úr sjónum eða vegna brunasára, en þeir hafa allir verið útskrifaðir.
Bandaríkin Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira