Talið að börnunum hafi verið byrluð ólyfjan og þau kæfð Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. janúar 2020 13:43 Conor, Darragh og Carla McGinley ásamt föður sínum, Andrew. Írska lögreglan Faðir þriggja írskra systkina, sem fundust látin á heimili sínu í úthverfi Dyflinnar á föstudagskvöld, segir að hver einasti andardráttur sé „barátta“ í kjölfar andláts þeirra. Talið er að börnunum hafi verið byrlað og þau svo kæfð. Lögregla bíður nú eftir að ræða við móður barnanna, sem liggur þungt haldin á sjúkrahúsi. Sjá einnig: Sagt að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja í neyðarlínu Systkinin hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. Þau voru níu, sjö og þriggja ára. Móðir barnanna, Deirdre Morley, fannst í miklu uppnámi fyrir utan heimilið á föstudagskvöld. Líkin fundust skömmu síðar. Morley var flutt á sjúkrahús og er enn þar til meðferðar. Eyðilegging, sorg og örvænting Andrew McGinley, faðir barnanna, sendi frá sér yfirlýsingu í morgun sem írska lögreglan hafði milligöngu um. „Það eru engin orð. Það er aðeins eyðilegging, sorg og örvænting. Hver einasti andardráttur er barátta. Conor, Darragh og Carla eru elskuð. Þau áttu öll fallega, bjarta framtíð fyrir höndum með fjölskyldu, vinum og samfélagi sem elskaði þau,“ segir í yfirlýsingunni. „Til allra foreldra, faðmið börnin ykkar þegar þið fáið tækifæri til þess, segið þeim hversu heitt þið elskið þau eins oft og þið getið. […] Framtíðin er nú orðin óvinur okkar en við munum berjast við hana hvern einasta dag til að halda minningu Conor, Darragh og Cörlu á lofti.“ Komast til botns í því hvaða lyf voru í húsinu Eins og áður segir fannst Deirdre Morley, móðir barnanna, í uppnámi fyrir utan heimilið á föstudag. Í frétt Irish Times segir að hún liggi nú meðvitundarlaus á sjúkrahúsi. Haft hefur verið eftir lögreglu að ekki verði unnt að ræða við hana fyrr en henni batni. Þá sé hún alvarlega veik en búist er við því að hún lifi af. Frá vettvangi við heimili fjölskyldunnar aðfaranótt laugardags.Vísir/getty Morley er hjúkrunarfræðingur og starfar á barnaspítala í úthverfi Dyflinnar. Hún var send í „streitutengt“ leyfi frá störfum á síðasta ári, að því er fram kemur í frétt Irish Times. Enn hefur ekkert verið staðfest um dánarorsök barnanna en lögregla segir rannsókn málsins „sakamálalegs eðlis“. Málið verði ekki formlega rannsakað sem morð fyrr en lögreglu gefst tækifæri til að ræða við móður barnanna. Biðin eftir því gæti tekið nokkra daga. Þá hefur Irish Times eftir lögreglu að nú sé talið að börnunum hafi verið byrluð ólyfjan, mögulega róandi lyf. Þau hafi svo verið kæfð. Þá muni rannsókn m.a. beinast að því hvaða lyf voru í húsinu þegar börnin létust. Fyrsta tilkynning um málið barst frá leigubílstjóra, sem kom að Morley seint á föstudagskvöld. Hann fylgdi henni heim en þegar þangað var komið blasti við honum miði með fyrirmælum um að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja á neyðarlínu, sem hann gerði. Í frétt Irish Times segir að annar miði hafi fundist á vettvangi, þar sem „lýst var yfir áhyggjum af framtíð barnanna“. Írland Tengdar fréttir Lík þriggja barna fundust í Dyflinni Gert er ráð fyrir að lögregla rannsaki andlát þeirra sem morð. 25. janúar 2020 12:08 Sagt að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja í neyðarlínu Írsku systkinin sem fundust látin á heimili sínu í úthverfi Dyflinnar á Írlandi á föstudagskvöld hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. 26. janúar 2020 08:48 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Faðir þriggja írskra systkina, sem fundust látin á heimili sínu í úthverfi Dyflinnar á föstudagskvöld, segir að hver einasti andardráttur sé „barátta“ í kjölfar andláts þeirra. Talið er að börnunum hafi verið byrlað og þau svo kæfð. Lögregla bíður nú eftir að ræða við móður barnanna, sem liggur þungt haldin á sjúkrahúsi. Sjá einnig: Sagt að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja í neyðarlínu Systkinin hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. Þau voru níu, sjö og þriggja ára. Móðir barnanna, Deirdre Morley, fannst í miklu uppnámi fyrir utan heimilið á föstudagskvöld. Líkin fundust skömmu síðar. Morley var flutt á sjúkrahús og er enn þar til meðferðar. Eyðilegging, sorg og örvænting Andrew McGinley, faðir barnanna, sendi frá sér yfirlýsingu í morgun sem írska lögreglan hafði milligöngu um. „Það eru engin orð. Það er aðeins eyðilegging, sorg og örvænting. Hver einasti andardráttur er barátta. Conor, Darragh og Carla eru elskuð. Þau áttu öll fallega, bjarta framtíð fyrir höndum með fjölskyldu, vinum og samfélagi sem elskaði þau,“ segir í yfirlýsingunni. „Til allra foreldra, faðmið börnin ykkar þegar þið fáið tækifæri til þess, segið þeim hversu heitt þið elskið þau eins oft og þið getið. […] Framtíðin er nú orðin óvinur okkar en við munum berjast við hana hvern einasta dag til að halda minningu Conor, Darragh og Cörlu á lofti.“ Komast til botns í því hvaða lyf voru í húsinu Eins og áður segir fannst Deirdre Morley, móðir barnanna, í uppnámi fyrir utan heimilið á föstudag. Í frétt Irish Times segir að hún liggi nú meðvitundarlaus á sjúkrahúsi. Haft hefur verið eftir lögreglu að ekki verði unnt að ræða við hana fyrr en henni batni. Þá sé hún alvarlega veik en búist er við því að hún lifi af. Frá vettvangi við heimili fjölskyldunnar aðfaranótt laugardags.Vísir/getty Morley er hjúkrunarfræðingur og starfar á barnaspítala í úthverfi Dyflinnar. Hún var send í „streitutengt“ leyfi frá störfum á síðasta ári, að því er fram kemur í frétt Irish Times. Enn hefur ekkert verið staðfest um dánarorsök barnanna en lögregla segir rannsókn málsins „sakamálalegs eðlis“. Málið verði ekki formlega rannsakað sem morð fyrr en lögreglu gefst tækifæri til að ræða við móður barnanna. Biðin eftir því gæti tekið nokkra daga. Þá hefur Irish Times eftir lögreglu að nú sé talið að börnunum hafi verið byrluð ólyfjan, mögulega róandi lyf. Þau hafi svo verið kæfð. Þá muni rannsókn m.a. beinast að því hvaða lyf voru í húsinu þegar börnin létust. Fyrsta tilkynning um málið barst frá leigubílstjóra, sem kom að Morley seint á föstudagskvöld. Hann fylgdi henni heim en þegar þangað var komið blasti við honum miði með fyrirmælum um að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja á neyðarlínu, sem hann gerði. Í frétt Irish Times segir að annar miði hafi fundist á vettvangi, þar sem „lýst var yfir áhyggjum af framtíð barnanna“.
Írland Tengdar fréttir Lík þriggja barna fundust í Dyflinni Gert er ráð fyrir að lögregla rannsaki andlát þeirra sem morð. 25. janúar 2020 12:08 Sagt að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja í neyðarlínu Írsku systkinin sem fundust látin á heimili sínu í úthverfi Dyflinnar á Írlandi á föstudagskvöld hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. 26. janúar 2020 08:48 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Lík þriggja barna fundust í Dyflinni Gert er ráð fyrir að lögregla rannsaki andlát þeirra sem morð. 25. janúar 2020 12:08
Sagt að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja í neyðarlínu Írsku systkinin sem fundust látin á heimili sínu í úthverfi Dyflinnar á Írlandi á föstudagskvöld hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. 26. janúar 2020 08:48