Nantes blöskrar nýjasta útspil Cardiff í Emiliano Sala málinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2020 10:30 Nantes seldi Emiliano Sala til Cardiff City en leikmaðurinn náði aldrei að spila fyrir velska félagið. Hér minnast stuðningsmenn Argentínumannsins. Getty/Michael Steele Cardiff City ætlar ekki að gefa sig í baráttunni fyrir því að þurfa ekki að borga kaupverð sitt fyrir Argentínumanninn Emiliano Sala sem náði ekki að spila fyrir félagið áður en hann fórst í flugslysi á leið til Wales. Emiliano Sala lést 21. janúar 2019 þegar tveggja manna flugvél fórst í Ermarsundinu á leið sinni frá Frakklandi til Wales. Cardiff City hefur neitað að greiða þær fimmtán milljónir punda sem félögin höfðu komið sér saman um. Velska félagið ætlar að láta hart mæta hörðu í þessu máli. FC Nantes say they're "absolutely stunned" after Cardiff City passed on details to prosecutors in France to consider whether the French club has a case to answer over the death of Emiliano Sala. Full storyhttps://t.co/SAjGlvyidLpic.twitter.com/WOgq21w0VG— BBC Sport (@BBCSport) January 29, 2020 Ástæðan fyrir því að Cardiff City neitar að greiða þennan pening er að velska félagið telur sig hafa nægar sannanir fyrir því að lög hafi verið brotin þegar Emiliano Sala var leyft að fljúga frá Frakklandi til Wales í lítilli flugvél. Nantes blöskrar nýjasta útspil Cardiff manna. Þeir saka forráðamenn Cardiff um að reyna að nýta sér þennan harmleik með því að reyna að blanda yfirvöldum í Fraklandi í málið. Skýrsla um ástæður flugslyssins kemur væntanlega út í mars næstkomandi. En rannsóknarnefnd flugslysa, AAIB, hefur þegar gefið það út að kolmónoxíð hafi fundist í blóði Sala. Lík Emiliano Sala fannst 8. febrúar en lík flugmannsins hefur aldrei fundist. Nantes have accused Cardiff of exploiting the tragedy of the death of Emiliano Sala after they called on French authorities to launch an investigation.https://t.co/M2GPXnKNY0— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 29, 2020 Í september síðastliðnum úrskurðaði FIFA að Cardiff City yrði að borga fyrir leikmanninn og byrja á því að greiða fyrstu greiðslu sem var 5,3 milljónir punda. Carditt áfrýjaði þeim úrskurði og Íþróttadómstóllinn í Lausanne mun væntanlega taka málið fyrir í vor og dómur gæti þá fallið í júní. Cardiff City heimtar að frönsk yfirvöld setji af stað rannsókn á þessu máli og velska félagið leggur þar áherslu á að fá ekki aðeins að vita ástæður fyrir því að flugvél Emiliano Sala hrapaði heldur vill CCFC einnig fá í gang rannsókn á notkun á ólöglegum flugvélum í franska fótboltaheiminum og þátttöku milligöngumanna í félagsskipum fótboltamanna. Emiliano Sala Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Cardiff City ætlar ekki að gefa sig í baráttunni fyrir því að þurfa ekki að borga kaupverð sitt fyrir Argentínumanninn Emiliano Sala sem náði ekki að spila fyrir félagið áður en hann fórst í flugslysi á leið til Wales. Emiliano Sala lést 21. janúar 2019 þegar tveggja manna flugvél fórst í Ermarsundinu á leið sinni frá Frakklandi til Wales. Cardiff City hefur neitað að greiða þær fimmtán milljónir punda sem félögin höfðu komið sér saman um. Velska félagið ætlar að láta hart mæta hörðu í þessu máli. FC Nantes say they're "absolutely stunned" after Cardiff City passed on details to prosecutors in France to consider whether the French club has a case to answer over the death of Emiliano Sala. Full storyhttps://t.co/SAjGlvyidLpic.twitter.com/WOgq21w0VG— BBC Sport (@BBCSport) January 29, 2020 Ástæðan fyrir því að Cardiff City neitar að greiða þennan pening er að velska félagið telur sig hafa nægar sannanir fyrir því að lög hafi verið brotin þegar Emiliano Sala var leyft að fljúga frá Frakklandi til Wales í lítilli flugvél. Nantes blöskrar nýjasta útspil Cardiff manna. Þeir saka forráðamenn Cardiff um að reyna að nýta sér þennan harmleik með því að reyna að blanda yfirvöldum í Fraklandi í málið. Skýrsla um ástæður flugslyssins kemur væntanlega út í mars næstkomandi. En rannsóknarnefnd flugslysa, AAIB, hefur þegar gefið það út að kolmónoxíð hafi fundist í blóði Sala. Lík Emiliano Sala fannst 8. febrúar en lík flugmannsins hefur aldrei fundist. Nantes have accused Cardiff of exploiting the tragedy of the death of Emiliano Sala after they called on French authorities to launch an investigation.https://t.co/M2GPXnKNY0— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 29, 2020 Í september síðastliðnum úrskurðaði FIFA að Cardiff City yrði að borga fyrir leikmanninn og byrja á því að greiða fyrstu greiðslu sem var 5,3 milljónir punda. Carditt áfrýjaði þeim úrskurði og Íþróttadómstóllinn í Lausanne mun væntanlega taka málið fyrir í vor og dómur gæti þá fallið í júní. Cardiff City heimtar að frönsk yfirvöld setji af stað rannsókn á þessu máli og velska félagið leggur þar áherslu á að fá ekki aðeins að vita ástæður fyrir því að flugvél Emiliano Sala hrapaði heldur vill CCFC einnig fá í gang rannsókn á notkun á ólöglegum flugvélum í franska fótboltaheiminum og þátttöku milligöngumanna í félagsskipum fótboltamanna.
Emiliano Sala Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira