Liverpool er svo gott sem búið að tryggja sér sigur í ensku úrvalsdeildinni og getur náð nítján stiga forskoti með sigri á West Ham í frestuðum leik í kvöld.
Ebskir miðlar eins og Teamtalk segja frá því að Liverpool og borgaryfirvöld séu þegar farin að skipuleggja skrúðgönguna til að fagna titlinum en takist Liverpool að vinna verður þetta fyrsti meistaratitill félagsins í þrjátíu ár.
Samkvæmt heimildum ensku miðlanna þá verður skrúðgangan mánudaginn 18. maí eða strax eftir lokaumferðina. Henni gæti þó verið seinkað verði Liverpool liðið þá enn í Meistaradeildinni.
Liverpool 'will have to wait' to lift the Premier League trophy until their final home game of the season against Chelsea on May 9.
— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 27, 2020
Plans for an open top bus parade are already in motion, according to the Athletic. https://t.co/C3kdRhl4JR
Liverpool verður væntanlega búið að tryggja sér titilinn mikið fyrr en ef bæði Liverpool og Manchester City vinna alla leiki sína á næstunni þá gæti Liverpool tryggt sér titilinn í fyrsta lagi 4. apríl með sigri á City á Etihad.
Bikarinn fer þó aldrei á loft fyrr en í síðasta heimaleiknum sem verður á móti Chelsea á Anfield 9. maí.
Liverpool hefur unnið 22 af 23 deildarleikjum sínum á leiktíðinni en gerði óvænt 2-2 jafntefli á móti Shrewsbury Town í enska bikarnum um síðustu helgi.