Sportpakkinn: Stöngin inn og stöngin út í Dalhúsum og Eyjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. janúar 2020 18:00 Tandri skoraði sigurmark Stjörnunnar gegn Fjölni. vísir/bára Heil umferð fór fram í Olís-deild karla í gær. Tveir leikjanna voru æsispennandi, leikur Fjölnis og Stjörnunnar í Dalhúsum og leikur ÍBV og Vals í Vestmannaeyjum. Arnar Björnsson fór yfir leikina tvo. Fjölnir byrjaði af krafti gegn Stjörnunni og þegar fyrri hálfleikurinn var rúmlega hálfnaður var Grafarholtsliðið með sex marka forystu, 11-5. Munurinn var fjögur mörk í hálfleik, 15-11. Stjarnan saxaði á forystuna og Ari Magnús Þorgeirsson jafnaði í 25-25 þegar rúm mínúta var eftir. Fjölnir reyndi sirkusmark og Stjarnan vann boltann. Skömmu síðar tók Garðabæjarliðið leikhlé þegar 15 sekúndur voru eftir. Stjarnan nýtti tímann vel, Ólafur Bjarki Ragnarsson fór inná línuna og dró varnarmann með sér. Hann skildi eftir stórt svæði fyrir Tandra Má Konráðsson og hnitmiðað skot hans fór í bláhornið. Fjölnir fékk engan tíma til að svara þessu marki og Stjarnan fagnaði sigrinum. Liðið var einu sinni með forystu í leiknum og það var í lokin. Lokakaflinn í Vestmannaeyjum var einnig dramatískur. Jafnt var á öllum tölum eftir kaflaskiptan leik en þegar þrjár og hálf mínúta var eftir kom Agnar Smári Jónsson Val í 24-23; skoraði fimmta mark sitt þegar Eyjamenn voru með einn leikmann í skammarkróknum. Fannar Þór Friðgeirsson jafnaði metin skömmu síðar og þrjár mínútur eftir. Bæði lið fengu tækifæri til að skora en þegar tæpar tvær mínútur voru eftir var dæmdur ruðningur á Eyjamenn. Anton Rúnarsson skoraði sjötta mark sitt þegar tæp mínúta var eftir þegar hann lék Eyjamenn grátt í vörninni. Valsmenn komnir yfir en það tók Eyjamenn ekki langan tíma að jafna aftur. Kristján Örn Kristjánsson kom boltanum út í hornið og Gabríel Martinez Róbertsson skoraði. 25-25 og 45 sekúndur til leiksloka. Valsmenn nýttu tímann vel. Róbert Aron Hostert átti þá frábæra sendingu á Finn Inga Stefánsson sem flaug inn úr horninu og skoraði 25. mark Vals þegar sjö sekúndur voru eftir. ÍBV tók leikhlé og þeir höfðu fimm sekúndur til að jafna og ná í stig. Dagur Arnarsson brunaði fram, sendi á Kristján Örn og sending hans inná línuna kom sekúndubroti oft seint. Elliði Snær Viðarsson kom boltanum í netið en tíminn var runninn út. Valur vann níunda leikinn í röð og er fjórum stigum á eftir Haukum sem núna eru með þriggja stiga forystu á Aftureldingu. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Dramatík í Olís-deildinni Olís-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðöl: Fjölnir - Stjarnan 25-26 | Stjörnumenn stálu sigrunum Sigurmarkið kom á lokasekúndunum en það var í fyrsta skipti sem Stjarnan var yfir í leiknum. 28. janúar 2020 22:30 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 25-26 | Valsmenn unnu níunda leikinn í röð eftir dramatík Valsmenn unnu átta síðustu deildarleiki sína fyrir áramót og héldu uppteknum hætti í dag. 28. janúar 2020 22:00 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Heil umferð fór fram í Olís-deild karla í gær. Tveir leikjanna voru æsispennandi, leikur Fjölnis og Stjörnunnar í Dalhúsum og leikur ÍBV og Vals í Vestmannaeyjum. Arnar Björnsson fór yfir leikina tvo. Fjölnir byrjaði af krafti gegn Stjörnunni og þegar fyrri hálfleikurinn var rúmlega hálfnaður var Grafarholtsliðið með sex marka forystu, 11-5. Munurinn var fjögur mörk í hálfleik, 15-11. Stjarnan saxaði á forystuna og Ari Magnús Þorgeirsson jafnaði í 25-25 þegar rúm mínúta var eftir. Fjölnir reyndi sirkusmark og Stjarnan vann boltann. Skömmu síðar tók Garðabæjarliðið leikhlé þegar 15 sekúndur voru eftir. Stjarnan nýtti tímann vel, Ólafur Bjarki Ragnarsson fór inná línuna og dró varnarmann með sér. Hann skildi eftir stórt svæði fyrir Tandra Má Konráðsson og hnitmiðað skot hans fór í bláhornið. Fjölnir fékk engan tíma til að svara þessu marki og Stjarnan fagnaði sigrinum. Liðið var einu sinni með forystu í leiknum og það var í lokin. Lokakaflinn í Vestmannaeyjum var einnig dramatískur. Jafnt var á öllum tölum eftir kaflaskiptan leik en þegar þrjár og hálf mínúta var eftir kom Agnar Smári Jónsson Val í 24-23; skoraði fimmta mark sitt þegar Eyjamenn voru með einn leikmann í skammarkróknum. Fannar Þór Friðgeirsson jafnaði metin skömmu síðar og þrjár mínútur eftir. Bæði lið fengu tækifæri til að skora en þegar tæpar tvær mínútur voru eftir var dæmdur ruðningur á Eyjamenn. Anton Rúnarsson skoraði sjötta mark sitt þegar tæp mínúta var eftir þegar hann lék Eyjamenn grátt í vörninni. Valsmenn komnir yfir en það tók Eyjamenn ekki langan tíma að jafna aftur. Kristján Örn Kristjánsson kom boltanum út í hornið og Gabríel Martinez Róbertsson skoraði. 25-25 og 45 sekúndur til leiksloka. Valsmenn nýttu tímann vel. Róbert Aron Hostert átti þá frábæra sendingu á Finn Inga Stefánsson sem flaug inn úr horninu og skoraði 25. mark Vals þegar sjö sekúndur voru eftir. ÍBV tók leikhlé og þeir höfðu fimm sekúndur til að jafna og ná í stig. Dagur Arnarsson brunaði fram, sendi á Kristján Örn og sending hans inná línuna kom sekúndubroti oft seint. Elliði Snær Viðarsson kom boltanum í netið en tíminn var runninn út. Valur vann níunda leikinn í röð og er fjórum stigum á eftir Haukum sem núna eru með þriggja stiga forystu á Aftureldingu. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Dramatík í Olís-deildinni
Olís-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðöl: Fjölnir - Stjarnan 25-26 | Stjörnumenn stálu sigrunum Sigurmarkið kom á lokasekúndunum en það var í fyrsta skipti sem Stjarnan var yfir í leiknum. 28. janúar 2020 22:30 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 25-26 | Valsmenn unnu níunda leikinn í röð eftir dramatík Valsmenn unnu átta síðustu deildarleiki sína fyrir áramót og héldu uppteknum hætti í dag. 28. janúar 2020 22:00 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Umfjöllun og viðöl: Fjölnir - Stjarnan 25-26 | Stjörnumenn stálu sigrunum Sigurmarkið kom á lokasekúndunum en það var í fyrsta skipti sem Stjarnan var yfir í leiknum. 28. janúar 2020 22:30
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 25-26 | Valsmenn unnu níunda leikinn í röð eftir dramatík Valsmenn unnu átta síðustu deildarleiki sína fyrir áramót og héldu uppteknum hætti í dag. 28. janúar 2020 22:00