Erlent

Bretar kvaddir á Evrópuþinginu

Samúel Karl Ólason skrifar
Einhverjir þingmenn hafa markað áfangann með söng og treflum.
Einhverjir þingmenn hafa markað áfangann með söng og treflum. AP/Francisco Seco

Úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið samþykkt af Evrópuþinginu. Atkvæðagreiðsla fór fram á Evrópuþinginu í dag, þar sem þingmenn hafa varið deginum í að kveðja breska samstarfsmenn sína. Sjálft Brexit verður svo á föstudagskvöldið.

Atkvæðagreiðslan fór 621-49. Áður höfðu helstu stjórnendur ESB þegar skrifað undir Brexit-samkomulagið.

Einhverjir þingmenn hafa markað áfangann með söng og treflum. Aðrir, sem hyllast ekki Evrópusambandinu, eins og Brexit-flokkur Nigel Farage, notuðu ræður sínar í dag til að gagnrýna ESB harðlega.

Aðrir breskir evrópuþingmenn lýstu því yfir að þeir myndu sakna Evrópu og sögðu jafnvel að einhvern daginn myndu þau ef til vill snúa aftur.

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagðist vilja skapa náði samband á milli Bretlands og Evrópusambandsins og að Brexit væri einungis fyrsta skrefið. Frekari viðræður væru þarfar.

„Og til að hafa það á hreinu, þá vil ég að Evrópusambandið og Bretland verði áfram góðir vinir og samstarfsaðilar,“ sagði von der Leyen. Hún endaði ræðu sína á að segja: „Við munum ávallt elska ykkur og verðum aldrei langt í burtu. Lengi lifi Evrópa.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×