Fordæma ummæli Trumps um Harris Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. ágúst 2020 22:54 Kamala Harris er fædd í Bandaríkjunum og með bandarískan ríkisborgararétt. Drew Angerer/Getty Framboðsteymi Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, hefur fordæmt ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann ýjaði að því að Kamala Harris, sem nýlega var tilkynnt sem varaforsetaefni Biden í baráttunni um Hvíta húsið, væri ekki kjörgeng í embætti varaforseta. Trump sagði á blaðamannafundi í gær að hann „hefði heyrt“ að Kamala Harris, sem er bandarískur ríkisborgari og er fædd í Bandaríkjunum, uppfyllti ekki skilyrði til þess að sinna varaforsetaembætti Bandaríkjanna. Vísaði Trump til lagaskýringar Johns Eastman, íhaldsams lagaprófessors, sem telur að Harris geti ekki talist bandarískur ríkisborgari þar sem faðir hennar var frá Jamaíku og móðir hennar frá Indlandi. Harris er þó fædd í Kaliforníuríki og þar með ríkisborgari, en öll sem fæðast innan yfirráðasvæðis Bandaríkjanna teljast til ríkisborgara samkvæmt stjórnarskrá, en í 14. viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna segir: Allir þeir, sem fæddir eru í Bandaríkjunum eða öðlast hafa þegnréttindi þar, eru ríkisborgarar Bandaríkjanna og þess ríkis, þar sem þeir hafa heimilisfang sitt. Lagaskýring prófessorsins sem Trump vísar til snýr að því að Harris geti ekki talist ríkisborgari ef hvorugt foreldri hennar var með bandarískan ríkisborgararétt þegar hún fæddist. Sérfræðingar í bandarískum stjórnskipunarrétti hafa hins vegar hafnað þessari lagaskýringu. Árið 2010 sóttist Eastman eftir því að verða frambjóðandi Repúblikanaflokksins til embættis ríkissaksóknara Kaliforníu. Hann laut þó í lægra haldi fyrir Steve Cooley, sem tapaði síðan kosningunum fyrir engri annarri en Kamölu Harris, sem var frambjóðandi Demókrata til embættisins. Trump dró um árabil í efa að Barack Obama væri fæddur í Bandaríkjunum.KEVIN DIETSCH/EPA Segja ummælin ógeðfelld og aumkunarverð Í yfirlýsingu frá framboðsteymi Biden, sem var varaforseti Bandaríkjanna í forsetatíð Baracks Obama, segir að ummæli Trump, þar sem hann ýjar að því að Harris sé ekki ríkisborgari, séu „ógeðfelld“ og „aumkunarverð.“ Þá er vakin athygli á því að Trump fór fyrir herferð þar sem dregið var í efa að Obama hefði verið fæddur í Bandaríkjunum. „Donald Trump var á landsvísu leiðtogi hinnar skrípalegu fæðingarhyggju-hreyfingar (e. birtherism) gagnvart Obama forseta og hefur reynt að bera olíu á eld kynþáttahaturs og að rífa í sundur þjóð okkar á hverjum einasta degi sem hann hefur gegnt embætti forseta,“ segir í yfirlýsingu frá talsmanni framboðs Biden. Í yfirlýsingunni segir að það komi því lítið á óvart að Trump „geri sig að fífli með því að reyna að draga athygli almennings frá hræðilegum afleiðingum afleitra viðbragða hans við kórónuveirufaraldrinum.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Blæs í glæður umdeildrar kenningar um kjörgengi Harris Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú blásið eldi í glæður afar umdeildrar kenningar sem gengur út á Kamala Harris, varaforsetaefni Joe Biden, sé ekki gjaldgeng í embættið. 14. ágúst 2020 06:48 Hver er þessi Kamala? Öldungadeildarþingmaðurinn Kamala Harris er varaforsetaefni Joe Biden, forsetaframbjóðanda demókrata, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Valið á henni sem varaforsetaefni er sögulegt af ýmsum ástæðum. 12. ágúst 2020 11:30 Kamala Harris varaforsetaefni Biden Joe Biden, væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur valið Kamala Harris sem varaforsetaefni sitt. 11. ágúst 2020 20:22 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Framboðsteymi Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, hefur fordæmt ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann ýjaði að því að Kamala Harris, sem nýlega var tilkynnt sem varaforsetaefni Biden í baráttunni um Hvíta húsið, væri ekki kjörgeng í embætti varaforseta. Trump sagði á blaðamannafundi í gær að hann „hefði heyrt“ að Kamala Harris, sem er bandarískur ríkisborgari og er fædd í Bandaríkjunum, uppfyllti ekki skilyrði til þess að sinna varaforsetaembætti Bandaríkjanna. Vísaði Trump til lagaskýringar Johns Eastman, íhaldsams lagaprófessors, sem telur að Harris geti ekki talist bandarískur ríkisborgari þar sem faðir hennar var frá Jamaíku og móðir hennar frá Indlandi. Harris er þó fædd í Kaliforníuríki og þar með ríkisborgari, en öll sem fæðast innan yfirráðasvæðis Bandaríkjanna teljast til ríkisborgara samkvæmt stjórnarskrá, en í 14. viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna segir: Allir þeir, sem fæddir eru í Bandaríkjunum eða öðlast hafa þegnréttindi þar, eru ríkisborgarar Bandaríkjanna og þess ríkis, þar sem þeir hafa heimilisfang sitt. Lagaskýring prófessorsins sem Trump vísar til snýr að því að Harris geti ekki talist ríkisborgari ef hvorugt foreldri hennar var með bandarískan ríkisborgararétt þegar hún fæddist. Sérfræðingar í bandarískum stjórnskipunarrétti hafa hins vegar hafnað þessari lagaskýringu. Árið 2010 sóttist Eastman eftir því að verða frambjóðandi Repúblikanaflokksins til embættis ríkissaksóknara Kaliforníu. Hann laut þó í lægra haldi fyrir Steve Cooley, sem tapaði síðan kosningunum fyrir engri annarri en Kamölu Harris, sem var frambjóðandi Demókrata til embættisins. Trump dró um árabil í efa að Barack Obama væri fæddur í Bandaríkjunum.KEVIN DIETSCH/EPA Segja ummælin ógeðfelld og aumkunarverð Í yfirlýsingu frá framboðsteymi Biden, sem var varaforseti Bandaríkjanna í forsetatíð Baracks Obama, segir að ummæli Trump, þar sem hann ýjar að því að Harris sé ekki ríkisborgari, séu „ógeðfelld“ og „aumkunarverð.“ Þá er vakin athygli á því að Trump fór fyrir herferð þar sem dregið var í efa að Obama hefði verið fæddur í Bandaríkjunum. „Donald Trump var á landsvísu leiðtogi hinnar skrípalegu fæðingarhyggju-hreyfingar (e. birtherism) gagnvart Obama forseta og hefur reynt að bera olíu á eld kynþáttahaturs og að rífa í sundur þjóð okkar á hverjum einasta degi sem hann hefur gegnt embætti forseta,“ segir í yfirlýsingu frá talsmanni framboðs Biden. Í yfirlýsingunni segir að það komi því lítið á óvart að Trump „geri sig að fífli með því að reyna að draga athygli almennings frá hræðilegum afleiðingum afleitra viðbragða hans við kórónuveirufaraldrinum.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Blæs í glæður umdeildrar kenningar um kjörgengi Harris Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú blásið eldi í glæður afar umdeildrar kenningar sem gengur út á Kamala Harris, varaforsetaefni Joe Biden, sé ekki gjaldgeng í embættið. 14. ágúst 2020 06:48 Hver er þessi Kamala? Öldungadeildarþingmaðurinn Kamala Harris er varaforsetaefni Joe Biden, forsetaframbjóðanda demókrata, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Valið á henni sem varaforsetaefni er sögulegt af ýmsum ástæðum. 12. ágúst 2020 11:30 Kamala Harris varaforsetaefni Biden Joe Biden, væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur valið Kamala Harris sem varaforsetaefni sitt. 11. ágúst 2020 20:22 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Blæs í glæður umdeildrar kenningar um kjörgengi Harris Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú blásið eldi í glæður afar umdeildrar kenningar sem gengur út á Kamala Harris, varaforsetaefni Joe Biden, sé ekki gjaldgeng í embættið. 14. ágúst 2020 06:48
Hver er þessi Kamala? Öldungadeildarþingmaðurinn Kamala Harris er varaforsetaefni Joe Biden, forsetaframbjóðanda demókrata, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Valið á henni sem varaforsetaefni er sögulegt af ýmsum ástæðum. 12. ágúst 2020 11:30
Kamala Harris varaforsetaefni Biden Joe Biden, væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur valið Kamala Harris sem varaforsetaefni sitt. 11. ágúst 2020 20:22
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent