Bayern München er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir stórsigur á Barcelona, 2-8, í Lissabon í kvöld.
Bæjarar sýndu allar sínar bestu hliðar í leiknum og völtuðu yfir slaka Börsunga sem gáfust hreinlega upp.
Thomas Müller og Coutinho skoruðu mörk hvor fyrir þýsku meistarana og Ivan Perisic, Serge Gnabry, Joshua Kimmich og Robert Lewandowski allir eitt mark.
David Alaba skoraði sjálfsmark og jafnaði í 1-1 snemma leiks og Luis Suárez gerði annað mark Barcelona á 57. mínútu.
Bayern er fyrsta liðið í sögu Meistaradeildarinnar sem skorar átta mörk í leik í útsláttarkeppninni. Liðið mætir annað hvort Manchester City eða Lyon í undanúrslitum á miðvikudaginn.
Mörkin úr leiknum ótrúlega í kvöld má sjá hér fyrir neðan.
Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Lissabon 23. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.