Kanna þrjár aðrar mögulegar skýringar á hrapi þotunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2020 06:45 Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, leggur hér blóm að minnisvarða sem komið hefur verið upp á alþjóðaflugvellinum í Kænugarði. EPA/STR Írönsk yfirvöld hafa boðið Boeing flugvélaframleiðandanum að vera þátttakandi í rannsókninni á flugslysinu í Teherean fyrr í þessari viku. Þar fórust 176 manns þegar Boeing þota frá úkraínsku flugfélagi hrapaði skömmu eftir flugtak. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar þess að leiðtogar Bandaríkjanna, Kanada og Úkraínu hafa fullyrt að allt bendi til þess að vélinni hafi verið grandað af írönsku flugskeyti. Myndband sem New York Times hefur birt virðist renna stoðum undir þær fullyrðingar en Íranir harðneita fyrir að hafa skotið vélina niður. Vélin fórst nokkrum klukkustundum eftir að Íranir höfðu gert eldflaugaárásir á bandarískar herstöðvar í Írak og segja vestrænu leiðtogarnir að svo virðist sem loftvarnakerfi Írans hafi skotið farþegavélina niður fyrir mistök, haldandi að þar væri á ferð bandarísk herþota að hefna fyrir árásirnar í Írak. Oleksí Danýlov, formaður öryggis- og varnarráðs Úkraínu, segir að auk tilgátunnar um að vélinni hafi verið grandað með flugskeyti væru þrjár aðrar mögulegar skýringar á hrapinu jafnframt til skoðunar: Hvort vélin hafi rekist á dróna eða annan fljúgandi hlut, hvort upp hafi komið tæknileg bilun eða hvort hryðjuverkamenn hafi komið fyrir sprengju inni í vélinni. Danýlov segir einnig að úkraínskir rannsakendur, sem eru nú þegar komnir til Írans, vilji kanna hvort finna megi brot úr loftskeyti á svæðinu þar sem vélin hrapaði. Í hópi rannsakenda er fjöldi einstaklinga sem kom að rannsókninni á hrapi farþegaþotu Malaysian Airlines, MH17, yfir austurhluta Úkraínu árið 2014. 63 landar Justins Trudeau, forsætisráðherra Kanada, fórust með vélinni.EPA/Neil hall Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segist hafa fengið upplýsingar frá „fjölda heimildarmanna“ sem gefi til kynna að vélin hafi verið skotin niður. Henni hafi verið grandað með írönsku flugskeyti af jörðu niðri. Trudeau bætti að sama skapi við að ekki væri talið útilokað að fraþegaþotunni hafi verið grandað fyrir mistök. Mikilvægast væri að ráðast í ítarlega rannsókn á málinu. Kanadamenn ættu skilið skýr svör enda fórust 63 landar þeirra aðfaranótt miðvikudags. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tók í sama streng í gær og sagði Breta vinna náið með stjórnvöldum í Kanada. Bretum hefur verið ráðlagt að ferðast ekki til Írans - „í ljósi upplýsinga sem benda til að flugi UIA 752 haf verið grandað með írönsku loftskeyti og vegna meðfylgjandi ólgu á svæðinu,“ sagði Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, í gærkvöld. Bretland Íran Kanada Úkraína Tengdar fréttir Bandarísk yfirvöld fullyrða að Íranir hafi skotið niður farþegaþotuna sem hrapaði með 176 innanborðs Bæði CNN og breska ríkisútvarpið BBC greina frá því að talið sé að vélin hafi verið skotin niður fyrir mistök. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda neitar ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna. 9. janúar 2020 17:16 Myndband sagt sýna það þegar úkraínska farþegavélin varð fyrir írönsku flugskeyti Vélin er sögð vera stödd fyrir ofan írönsku borgina Parand þar sem farþegaþotan hætti að senda frá sér merki áður skömmu áður en hún hrapaði með 176 manns innanborðs. 9. janúar 2020 21:15 Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugritann Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem fórst í Teheran með 176 innanborðs í gær til bandarískra yfirvalda eða flugvélaframleiðandans Boeing. 9. janúar 2020 07:04 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Írönsk yfirvöld hafa boðið Boeing flugvélaframleiðandanum að vera þátttakandi í rannsókninni á flugslysinu í Teherean fyrr í þessari viku. Þar fórust 176 manns þegar Boeing þota frá úkraínsku flugfélagi hrapaði skömmu eftir flugtak. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar þess að leiðtogar Bandaríkjanna, Kanada og Úkraínu hafa fullyrt að allt bendi til þess að vélinni hafi verið grandað af írönsku flugskeyti. Myndband sem New York Times hefur birt virðist renna stoðum undir þær fullyrðingar en Íranir harðneita fyrir að hafa skotið vélina niður. Vélin fórst nokkrum klukkustundum eftir að Íranir höfðu gert eldflaugaárásir á bandarískar herstöðvar í Írak og segja vestrænu leiðtogarnir að svo virðist sem loftvarnakerfi Írans hafi skotið farþegavélina niður fyrir mistök, haldandi að þar væri á ferð bandarísk herþota að hefna fyrir árásirnar í Írak. Oleksí Danýlov, formaður öryggis- og varnarráðs Úkraínu, segir að auk tilgátunnar um að vélinni hafi verið grandað með flugskeyti væru þrjár aðrar mögulegar skýringar á hrapinu jafnframt til skoðunar: Hvort vélin hafi rekist á dróna eða annan fljúgandi hlut, hvort upp hafi komið tæknileg bilun eða hvort hryðjuverkamenn hafi komið fyrir sprengju inni í vélinni. Danýlov segir einnig að úkraínskir rannsakendur, sem eru nú þegar komnir til Írans, vilji kanna hvort finna megi brot úr loftskeyti á svæðinu þar sem vélin hrapaði. Í hópi rannsakenda er fjöldi einstaklinga sem kom að rannsókninni á hrapi farþegaþotu Malaysian Airlines, MH17, yfir austurhluta Úkraínu árið 2014. 63 landar Justins Trudeau, forsætisráðherra Kanada, fórust með vélinni.EPA/Neil hall Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segist hafa fengið upplýsingar frá „fjölda heimildarmanna“ sem gefi til kynna að vélin hafi verið skotin niður. Henni hafi verið grandað með írönsku flugskeyti af jörðu niðri. Trudeau bætti að sama skapi við að ekki væri talið útilokað að fraþegaþotunni hafi verið grandað fyrir mistök. Mikilvægast væri að ráðast í ítarlega rannsókn á málinu. Kanadamenn ættu skilið skýr svör enda fórust 63 landar þeirra aðfaranótt miðvikudags. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tók í sama streng í gær og sagði Breta vinna náið með stjórnvöldum í Kanada. Bretum hefur verið ráðlagt að ferðast ekki til Írans - „í ljósi upplýsinga sem benda til að flugi UIA 752 haf verið grandað með írönsku loftskeyti og vegna meðfylgjandi ólgu á svæðinu,“ sagði Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, í gærkvöld.
Bretland Íran Kanada Úkraína Tengdar fréttir Bandarísk yfirvöld fullyrða að Íranir hafi skotið niður farþegaþotuna sem hrapaði með 176 innanborðs Bæði CNN og breska ríkisútvarpið BBC greina frá því að talið sé að vélin hafi verið skotin niður fyrir mistök. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda neitar ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna. 9. janúar 2020 17:16 Myndband sagt sýna það þegar úkraínska farþegavélin varð fyrir írönsku flugskeyti Vélin er sögð vera stödd fyrir ofan írönsku borgina Parand þar sem farþegaþotan hætti að senda frá sér merki áður skömmu áður en hún hrapaði með 176 manns innanborðs. 9. janúar 2020 21:15 Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugritann Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem fórst í Teheran með 176 innanborðs í gær til bandarískra yfirvalda eða flugvélaframleiðandans Boeing. 9. janúar 2020 07:04 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Bandarísk yfirvöld fullyrða að Íranir hafi skotið niður farþegaþotuna sem hrapaði með 176 innanborðs Bæði CNN og breska ríkisútvarpið BBC greina frá því að talið sé að vélin hafi verið skotin niður fyrir mistök. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda neitar ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna. 9. janúar 2020 17:16
Myndband sagt sýna það þegar úkraínska farþegavélin varð fyrir írönsku flugskeyti Vélin er sögð vera stödd fyrir ofan írönsku borgina Parand þar sem farþegaþotan hætti að senda frá sér merki áður skömmu áður en hún hrapaði með 176 manns innanborðs. 9. janúar 2020 21:15
Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugritann Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem fórst í Teheran með 176 innanborðs í gær til bandarískra yfirvalda eða flugvélaframleiðandans Boeing. 9. janúar 2020 07:04