Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Sylvía Hall skrifar 10. janúar 2020 18:42 Frá slysstað. Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir að ekki sé hægt að svara því að svo stöddu hvort einhver sé í lífshættu eftir alvarlegt rútuslys nærri Blönduósi. Á fimmta tug manns voru í rútunni en rútan mun hafa farið á hvolf á þjóðvegi 1 nærri bænum Öxl og voru þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. Um var að ræða hóp háskólanema á leið í skíðaferð til Akureyrar. Tvær rútur fluttu nemanna norður til Akureyrar en önnur þeirra valt.Sjá einnig: Alvarlegt rútuslys nærri Blönduósi Hjálmar segir ljóst að um háorkuslys sé að ræða, fólk sé í sjokki og eitthvað sé um rispur og möguleg beinbrot. Ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um líðan hinna slösuðu að svo stöddu. Farþegar rútunnar verða fluttir á Blönduós í greiningu og eftir atvikum til Akureyrar eða Reykjavíkur til frekari aðhlynningar að sögn Hjálmars. Þá hefur fjöldahjálparstöð verið opnuð í grunnskólanum á Blönduósi. Hjálmar segir vinnu á vettvangi vera í gangi og áætlar að tugir manna komi að þeirri vinnu. Nægilegur mannskapur sé á vettvangi og kallað verði til fleiri ef þörf er á. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu er búið að flytja alla farþega rútunnar af slysstað og voru flestir fluttir á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi sem og í fjöldahjálparstöð Rauða krossins. Fréttin hefur verið uppfærð. Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt rútuslys nærri Blönduósi Lögreglan á Norðurlandi vestra sinnir nú alvarlegu umferðarslysi sem varð í umdæmi lögreglunnar á fimmta tímanum í dag. Um meiriháttar útkall er að ræða og er verið að senda allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 17:14 Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira
Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir að ekki sé hægt að svara því að svo stöddu hvort einhver sé í lífshættu eftir alvarlegt rútuslys nærri Blönduósi. Á fimmta tug manns voru í rútunni en rútan mun hafa farið á hvolf á þjóðvegi 1 nærri bænum Öxl og voru þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. Um var að ræða hóp háskólanema á leið í skíðaferð til Akureyrar. Tvær rútur fluttu nemanna norður til Akureyrar en önnur þeirra valt.Sjá einnig: Alvarlegt rútuslys nærri Blönduósi Hjálmar segir ljóst að um háorkuslys sé að ræða, fólk sé í sjokki og eitthvað sé um rispur og möguleg beinbrot. Ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um líðan hinna slösuðu að svo stöddu. Farþegar rútunnar verða fluttir á Blönduós í greiningu og eftir atvikum til Akureyrar eða Reykjavíkur til frekari aðhlynningar að sögn Hjálmars. Þá hefur fjöldahjálparstöð verið opnuð í grunnskólanum á Blönduósi. Hjálmar segir vinnu á vettvangi vera í gangi og áætlar að tugir manna komi að þeirri vinnu. Nægilegur mannskapur sé á vettvangi og kallað verði til fleiri ef þörf er á. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu er búið að flytja alla farþega rútunnar af slysstað og voru flestir fluttir á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi sem og í fjöldahjálparstöð Rauða krossins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt rútuslys nærri Blönduósi Lögreglan á Norðurlandi vestra sinnir nú alvarlegu umferðarslysi sem varð í umdæmi lögreglunnar á fimmta tímanum í dag. Um meiriháttar útkall er að ræða og er verið að senda allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 17:14 Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira
Alvarlegt rútuslys nærri Blönduósi Lögreglan á Norðurlandi vestra sinnir nú alvarlegu umferðarslysi sem varð í umdæmi lögreglunnar á fimmta tímanum í dag. Um meiriháttar útkall er að ræða og er verið að senda allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 17:14