Lundinn sækir sér prik til að klóra sér Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. janúar 2020 20:30 Lundi er fugl, sem er mikið ólíkindatól því nú hafa vísindamenn fundið upp að hann sækir sér verkfæri þegar hann þarf að klóra sér. Þessi aðferð hefur aldrei sést áður hjá sjófuglum. Lundinn er stærsta hluta ársins á hafi úti og sést nærri lundabyggðum um mánaðamótin apríl/maí. Fuglinn er algengasti fuglinn í Vestmannaeyjum enda gjarnan litið á hann sem einkennisfugl eyjanna. Nú hefur Erpur Snær Hansen hjá Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum og félagar hans komist að því að lundinn virðist fær um að nota verkfæri þegar hann klórar sér. Hann notar prik til að klóra sér. Þetta kann að virðast frekar hófleg verkfæranotkun við fyrstu sýn en er þó mikill áfangi í þróun sem hefur aðeins komið fram hjá fáum hópum dýra og hefur aldrei sést áður hjá sjófuglum. „Það sem við tókum eftir er að lundinn notar tól eða verkfæri, klórar sér með prikum, sem er mjög athyglisvert.Þetta er mjög sjaldgæft að dýr geri þetta svona almennt séð og þykir merkilegt fyrir þær sakir sérstaklega“, segir Erpur Snær, líffræðingur í Vestmannaeyjum Hér má sjá lunda með prik til að klóra sér.Aðsend Og hvaða aðferðir notar hann? „Hann nær sér í litil prik, ég sá nú ekki nákvæmlega hvað þetta var, en þetta eru einhverskonar viðarbútar og svo klórar hann sér á bakinu eða á kvið með þessu. Við vitum ekki alveg hvað hann er nákvæmlega að gera með þessu, hvort hann er að losa til dæmis sníkjudýr eða hvað það er. Hann er að klóra sér með þessu“. Erpur Snær segir að myndirnar af klóri lundans hafi verið teknar við holur lundans til að sjá þegar þeir koma inn úr fæðuöflunarferð með GPS tæki á bakinu, hvort þeir væru að koma inn með fæðu eða ekki. „Þeir virðast gera þetta í einhverju mæli og sjálfsagt er þetta algengara ef menn leita af þessu“, segir Erpur Snær. Hér má sjá lifandi myndir af lundum klóra sér. Dýr Vestmannaeyjar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Lundi er fugl, sem er mikið ólíkindatól því nú hafa vísindamenn fundið upp að hann sækir sér verkfæri þegar hann þarf að klóra sér. Þessi aðferð hefur aldrei sést áður hjá sjófuglum. Lundinn er stærsta hluta ársins á hafi úti og sést nærri lundabyggðum um mánaðamótin apríl/maí. Fuglinn er algengasti fuglinn í Vestmannaeyjum enda gjarnan litið á hann sem einkennisfugl eyjanna. Nú hefur Erpur Snær Hansen hjá Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum og félagar hans komist að því að lundinn virðist fær um að nota verkfæri þegar hann klórar sér. Hann notar prik til að klóra sér. Þetta kann að virðast frekar hófleg verkfæranotkun við fyrstu sýn en er þó mikill áfangi í þróun sem hefur aðeins komið fram hjá fáum hópum dýra og hefur aldrei sést áður hjá sjófuglum. „Það sem við tókum eftir er að lundinn notar tól eða verkfæri, klórar sér með prikum, sem er mjög athyglisvert.Þetta er mjög sjaldgæft að dýr geri þetta svona almennt séð og þykir merkilegt fyrir þær sakir sérstaklega“, segir Erpur Snær, líffræðingur í Vestmannaeyjum Hér má sjá lunda með prik til að klóra sér.Aðsend Og hvaða aðferðir notar hann? „Hann nær sér í litil prik, ég sá nú ekki nákvæmlega hvað þetta var, en þetta eru einhverskonar viðarbútar og svo klórar hann sér á bakinu eða á kvið með þessu. Við vitum ekki alveg hvað hann er nákvæmlega að gera með þessu, hvort hann er að losa til dæmis sníkjudýr eða hvað það er. Hann er að klóra sér með þessu“. Erpur Snær segir að myndirnar af klóri lundans hafi verið teknar við holur lundans til að sjá þegar þeir koma inn úr fæðuöflunarferð með GPS tæki á bakinu, hvort þeir væru að koma inn með fæðu eða ekki. „Þeir virðast gera þetta í einhverju mæli og sjálfsagt er þetta algengara ef menn leita af þessu“, segir Erpur Snær. Hér má sjá lifandi myndir af lundum klóra sér.
Dýr Vestmannaeyjar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira