Sendu út viðvörun um kjarnorkuslys fyrir mistök Kjartan Kjartansson skrifar 13. janúar 2020 10:14 Skokkari við Ontario-vatn með Pickering-kjarnorkuverið í baksýn. Til stóð að taka verið úr notkun í ár en því hefur verið frestað til 2024. AP/Frank Gunn Kanadísk yfirvöld segja að neyðarviðvörun um slys í kjarnorkuveri sem íbúar í Ontario-fylki fengu í farsíma sína í gærmorgun hafi verið send út fyrir mistök. Tvær klukkustundir liðu frá upphaflegu tilkynningunni þar til önnur var send út um að engin hætta væri á ferðum. Í tilkynningunni frá almannavarnamiðstöð Ontario sagði að starfslið Pickering-kjarnorkuversins austan við borgina Toronto brygðist við slysi þar en að geislavirkt efni hefði ekki losnað frá verinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fólk þyrfti ekki að gera neyðarráðstafanir. Hún var send út til fólks sem var í innan við tíu kílómetra fjarlægð frá verinu klukkan hálf átta að staðartíma í gærmorgun. Ontario Power Generation, fyrirtækið sem rekur kjarnorkuverið, segir að tilkynningin hafi verið send út fyrir mistök. Þau voru þó ekki leiðrétt fyrr en með öðrum skilaboðum sem voru send út þegar hátt í tveir tímar voru liðnir frá upphaflegu tilkynningunni. AP-fréttastofan segir að tilkynningin hafi verið send út við hefðbundna æfingu almannavarna. Dave Ryan, borgarstjóri í Pickering, segist ætla að fara fram á ítarlega rannsókn á uppákomunni. Í yfirlýsingu varadómsmálaráðherra Ontario kom fram að ráðist yrði í slíka rannsókn og að komið yrði í veg fyrir að mistök af þessu tagi yrðu endurtekin. Skilaboðin sem voru send í síma fólks nærri Pickering-kjarnorkuverinu.AP/The Canadian Press Kanada Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Kanadísk yfirvöld segja að neyðarviðvörun um slys í kjarnorkuveri sem íbúar í Ontario-fylki fengu í farsíma sína í gærmorgun hafi verið send út fyrir mistök. Tvær klukkustundir liðu frá upphaflegu tilkynningunni þar til önnur var send út um að engin hætta væri á ferðum. Í tilkynningunni frá almannavarnamiðstöð Ontario sagði að starfslið Pickering-kjarnorkuversins austan við borgina Toronto brygðist við slysi þar en að geislavirkt efni hefði ekki losnað frá verinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fólk þyrfti ekki að gera neyðarráðstafanir. Hún var send út til fólks sem var í innan við tíu kílómetra fjarlægð frá verinu klukkan hálf átta að staðartíma í gærmorgun. Ontario Power Generation, fyrirtækið sem rekur kjarnorkuverið, segir að tilkynningin hafi verið send út fyrir mistök. Þau voru þó ekki leiðrétt fyrr en með öðrum skilaboðum sem voru send út þegar hátt í tveir tímar voru liðnir frá upphaflegu tilkynningunni. AP-fréttastofan segir að tilkynningin hafi verið send út við hefðbundna æfingu almannavarna. Dave Ryan, borgarstjóri í Pickering, segist ætla að fara fram á ítarlega rannsókn á uppákomunni. Í yfirlýsingu varadómsmálaráðherra Ontario kom fram að ráðist yrði í slíka rannsókn og að komið yrði í veg fyrir að mistök af þessu tagi yrðu endurtekin. Skilaboðin sem voru send í síma fólks nærri Pickering-kjarnorkuverinu.AP/The Canadian Press
Kanada Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira