Hörð barátta um starf ríkislögreglustjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. janúar 2020 13:57 Haraldur Johannessen hefur snúið sér að sérfræðistörfum hjá dómsmálaráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Ljóst er að hæfnisnefnd mun hafa úr nokkrum fjölda umsækjenda að velja þegar ráðist verður í það verkefni að velja nýjan ríkislögreglustjóra. Haraldur Johannessen, sem lét af störfum sem ríkislögreglustjóri eftir 22 ár í starfi, komst að samkomulagi um starfslok á liðnu ári eftir að átta af níu lögreglustjórum landsins höfðu lýst yfir vantrausti á hann. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, eru einu lögreglustjórarnir á landinu sem staðfest hafa umsókn sína um starfið. Þá hefur Páll Winkel fangelsismálastjóri og Grímur Grímsson, tengiliður Íslands hjá Europol, einnig sótt um. Samkvæmt lögreglulögum skal umsækjandi um embættið hafa lokið lögfræðiprófi eða jafngildu háskólaprófi. Grímur er menntaður viðskiptafræðingur og segist í samtali við Fréttablaðið ætla að láta reyna á þetta ákvæði. Grímur Grímsson er einn þeirra sem sækist eftir embættinu.stöð 2 Kristín Jóhannesdóttir lögmaður er líklega óvæntasti umsækjandinn sem komið hefur fram. Kristín starfaði meðal annars sem framkvæmdastjóri hjá fjárfestingafélaginu Gaumi og hefur setið í stjórn Baugs þar sem bróðir hennar Jón Ásgeir Jóhannesson var í aðalhlutverki í lengri tíma. Þá sækja Logi Kjartansson lögfræðingur og Arnar Ágústsson öryggisvörður um starfið. Ekki áhuga á starfinu Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur gegnt stöðu ríkislögreglustjóra síðan Haraldur steig til hliðar. Hann segist þó ekki hafa áhuga á starfinu til frambúðar. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, vildi hvorki játa né neita aðspurður hvort hann hefði sótt um. Hann var eini lögreglustjórinn sem skrifaði ekki undir vantraustsyfirlýsingu á Harald í fyrra. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hafa verið nefnd til sögunnar sem líklegir umsækjendur. Sömuleiðis Páley Bergþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum. Þau sóttu ekki um starfið. Fréttastofa hefur óskað eftir lista umsækjenda frá dómsmálaráðuneytinu. Von er á listanum í dag. Fréttin var uppfærð klukkan 14:43 þegar listinn var gerður opinber. Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Vantraust á ríkislögreglustjóra Vistaskipti Tengdar fréttir Páll Winkel vill verða ríkislögreglustjóri Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur sótt um stöðu ríkislögreglustjóra. 11. janúar 2020 20:09 Sigríður Björk sækist eftir embætti ríkislögreglustjóra Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur sótt um stöðu ríkislögreglustjóra. 11. janúar 2020 18:29 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Ljóst er að hæfnisnefnd mun hafa úr nokkrum fjölda umsækjenda að velja þegar ráðist verður í það verkefni að velja nýjan ríkislögreglustjóra. Haraldur Johannessen, sem lét af störfum sem ríkislögreglustjóri eftir 22 ár í starfi, komst að samkomulagi um starfslok á liðnu ári eftir að átta af níu lögreglustjórum landsins höfðu lýst yfir vantrausti á hann. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, eru einu lögreglustjórarnir á landinu sem staðfest hafa umsókn sína um starfið. Þá hefur Páll Winkel fangelsismálastjóri og Grímur Grímsson, tengiliður Íslands hjá Europol, einnig sótt um. Samkvæmt lögreglulögum skal umsækjandi um embættið hafa lokið lögfræðiprófi eða jafngildu háskólaprófi. Grímur er menntaður viðskiptafræðingur og segist í samtali við Fréttablaðið ætla að láta reyna á þetta ákvæði. Grímur Grímsson er einn þeirra sem sækist eftir embættinu.stöð 2 Kristín Jóhannesdóttir lögmaður er líklega óvæntasti umsækjandinn sem komið hefur fram. Kristín starfaði meðal annars sem framkvæmdastjóri hjá fjárfestingafélaginu Gaumi og hefur setið í stjórn Baugs þar sem bróðir hennar Jón Ásgeir Jóhannesson var í aðalhlutverki í lengri tíma. Þá sækja Logi Kjartansson lögfræðingur og Arnar Ágústsson öryggisvörður um starfið. Ekki áhuga á starfinu Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur gegnt stöðu ríkislögreglustjóra síðan Haraldur steig til hliðar. Hann segist þó ekki hafa áhuga á starfinu til frambúðar. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, vildi hvorki játa né neita aðspurður hvort hann hefði sótt um. Hann var eini lögreglustjórinn sem skrifaði ekki undir vantraustsyfirlýsingu á Harald í fyrra. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hafa verið nefnd til sögunnar sem líklegir umsækjendur. Sömuleiðis Páley Bergþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum. Þau sóttu ekki um starfið. Fréttastofa hefur óskað eftir lista umsækjenda frá dómsmálaráðuneytinu. Von er á listanum í dag. Fréttin var uppfærð klukkan 14:43 þegar listinn var gerður opinber.
Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Vantraust á ríkislögreglustjóra Vistaskipti Tengdar fréttir Páll Winkel vill verða ríkislögreglustjóri Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur sótt um stöðu ríkislögreglustjóra. 11. janúar 2020 20:09 Sigríður Björk sækist eftir embætti ríkislögreglustjóra Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur sótt um stöðu ríkislögreglustjóra. 11. janúar 2020 18:29 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Páll Winkel vill verða ríkislögreglustjóri Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur sótt um stöðu ríkislögreglustjóra. 11. janúar 2020 20:09
Sigríður Björk sækist eftir embætti ríkislögreglustjóra Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur sótt um stöðu ríkislögreglustjóra. 11. janúar 2020 18:29