Einn frægasti fótboltamaður Tyrkja í sögunni starfar nú sem Uber-bílstjóri í Bandaríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2020 23:30 Hakan Sükur með verðlaun sem hann fékk árið 2014. Ári síðar var hann búinn að flýja land. Getty/ Tullio M. Puglia Hakan Sükur er langmarkahæsti landsliðsmaður Tyrkja frá upphafi. Hann átti flottan fótboltaferil og ætti að vera njóta góðs af því í „ellinni.“ Það vita eflaust færri að því að sú er ekki raunin eftir að kappinn flúði Tyrkland fyrir fimm árum. Hakan Sükur ætti að öllu eðlilegu að vera mikil goðsögn í heimalandi sínu en árið 2015 þá þoldi hann ekki lengur við í Tyrklandi og ákvað að flýja land. Hann missti allt sitt og varð að hefja algjörlega nýtt líf hinum megin við Atlantshafið. Hakan Sükur er nú 48 ára gamall og sagði sögu sína í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag. Hann missti allt sitt þegar hann yfirgaf Tyrkland. Var landets kung – nu kör han taxi: ▸ VM-hjältens nya liv i exil: ”Tagit allt ifrån mig” https://t.co/6cjohfZbGE— Nyheter (@Nyheter_) January 13, 2020 Undanfarin misseri hefur Hakan Sükur starfað sem Uber-bílstjóri í Washington í Bandaríkjunum auk þess að vinna fyrir sér sem bókasölumaður. „Þeir tóku allt sem ég átti. Nú er ég byrjaður að vinna aftur en ég á ekki neitt. Erdogan gerði allt upptækt. Frelsið mitt, réttinn til að skýra mína hlið, réttinn til að tjá mig og réttinn til að vinna,“ sagði Hakan Sükur meðal annars í viðtalinu. Hakan Sükur setti met á HM 2002 þegar hann skoraði fljótasta mark í sögu heimsmeistaramótsins. Hakan Sükur skoraði þá eftir 48 sekúndur í leik við Suður-Kóreu í leiknum um þriðja sætið. Tyrkir náðu þriðja sætinu sem er besti árangur landsliðsins frá upphafi. Þeir hafa ekki komist á HM síðan. Fjórtán árum síðar yfirgaf Sükur Tyrkland og tyrkneska ríkisstjórnin svaraði því með því að frysta eigur hans og fangelsa föður hans. Það var ekki það eina. „Þeir hentu steinum í verslun konunnar, börnin mín voru áreitt á götunum og mér var hótað öllu illu eftir yfirlýsingar mínar,“ sagði Hakan Sükur. Hakan Sükur hafði stofnað kaffihús í Bandaríkjunum en varð að loka því vegna ofsókna eftir að aðdáandi tók mynd af sér með Hakan Sükur. Þegar aðdáandinn snéri til baka til Tyrklands þá fundu yfirvöld myndina af honum og Hakan Sükur á síma hans. Aðdáandinn þurfti að dúsa í fjórtán mánuði í fangelsi. Hakan #Sükür über seinen Weg vom Volkshelden zum „Staatsfeind“ in der #Türkei, den Ausschluss von #Galatasary, 14 Monate Haft für ein Selfie, seine neuen Jobs in den USA und über die Gerüchte um #Gülen (€)https://t.co/rOOQb8H2NC— Matthias Marburg (@BILD_Marburg) January 12, 2020 Ást Sükur á Tyrklandi hefur ekkert breyst, aðeins andúð hans út í þá sem stjórna landinu með harðri hendi. „Ég elska fánann og landið mitt,“ sagði Hakan Sükur. Faðir hans var látinn laus úr fangelsi eftir að það kom í ljós að hann var með krabbamein. Hakan Sükur skoraði alls 51 mark í 112 landsleikjum. Hann var fyrirliði í 34 landsleikjanna og hefur skorað 27 mörkum meira en næstmarkahæsti landsliðsmaður Tyrkja frá upphafi. Sükur lék einu sinni á móti Íslandi og skoraði þá tvö mörk í 5-0 sigri í undankeppni EM í október 1994. Sükur spilaði stærsta hluta ferils síns í heimalandinu en reyndi einnig fyrir sér á Ítalíu og í nokkra mánuði með Blackburn Rovers undir lok ferilsins. Fótbolti Tyrkland Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Hakan Sükur er langmarkahæsti landsliðsmaður Tyrkja frá upphafi. Hann átti flottan fótboltaferil og ætti að vera njóta góðs af því í „ellinni.“ Það vita eflaust færri að því að sú er ekki raunin eftir að kappinn flúði Tyrkland fyrir fimm árum. Hakan Sükur ætti að öllu eðlilegu að vera mikil goðsögn í heimalandi sínu en árið 2015 þá þoldi hann ekki lengur við í Tyrklandi og ákvað að flýja land. Hann missti allt sitt og varð að hefja algjörlega nýtt líf hinum megin við Atlantshafið. Hakan Sükur er nú 48 ára gamall og sagði sögu sína í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag. Hann missti allt sitt þegar hann yfirgaf Tyrkland. Var landets kung – nu kör han taxi: ▸ VM-hjältens nya liv i exil: ”Tagit allt ifrån mig” https://t.co/6cjohfZbGE— Nyheter (@Nyheter_) January 13, 2020 Undanfarin misseri hefur Hakan Sükur starfað sem Uber-bílstjóri í Washington í Bandaríkjunum auk þess að vinna fyrir sér sem bókasölumaður. „Þeir tóku allt sem ég átti. Nú er ég byrjaður að vinna aftur en ég á ekki neitt. Erdogan gerði allt upptækt. Frelsið mitt, réttinn til að skýra mína hlið, réttinn til að tjá mig og réttinn til að vinna,“ sagði Hakan Sükur meðal annars í viðtalinu. Hakan Sükur setti met á HM 2002 þegar hann skoraði fljótasta mark í sögu heimsmeistaramótsins. Hakan Sükur skoraði þá eftir 48 sekúndur í leik við Suður-Kóreu í leiknum um þriðja sætið. Tyrkir náðu þriðja sætinu sem er besti árangur landsliðsins frá upphafi. Þeir hafa ekki komist á HM síðan. Fjórtán árum síðar yfirgaf Sükur Tyrkland og tyrkneska ríkisstjórnin svaraði því með því að frysta eigur hans og fangelsa föður hans. Það var ekki það eina. „Þeir hentu steinum í verslun konunnar, börnin mín voru áreitt á götunum og mér var hótað öllu illu eftir yfirlýsingar mínar,“ sagði Hakan Sükur. Hakan Sükur hafði stofnað kaffihús í Bandaríkjunum en varð að loka því vegna ofsókna eftir að aðdáandi tók mynd af sér með Hakan Sükur. Þegar aðdáandinn snéri til baka til Tyrklands þá fundu yfirvöld myndina af honum og Hakan Sükur á síma hans. Aðdáandinn þurfti að dúsa í fjórtán mánuði í fangelsi. Hakan #Sükür über seinen Weg vom Volkshelden zum „Staatsfeind“ in der #Türkei, den Ausschluss von #Galatasary, 14 Monate Haft für ein Selfie, seine neuen Jobs in den USA und über die Gerüchte um #Gülen (€)https://t.co/rOOQb8H2NC— Matthias Marburg (@BILD_Marburg) January 12, 2020 Ást Sükur á Tyrklandi hefur ekkert breyst, aðeins andúð hans út í þá sem stjórna landinu með harðri hendi. „Ég elska fánann og landið mitt,“ sagði Hakan Sükur. Faðir hans var látinn laus úr fangelsi eftir að það kom í ljós að hann var með krabbamein. Hakan Sükur skoraði alls 51 mark í 112 landsleikjum. Hann var fyrirliði í 34 landsleikjanna og hefur skorað 27 mörkum meira en næstmarkahæsti landsliðsmaður Tyrkja frá upphafi. Sükur lék einu sinni á móti Íslandi og skoraði þá tvö mörk í 5-0 sigri í undankeppni EM í október 1994. Sükur spilaði stærsta hluta ferils síns í heimalandinu en reyndi einnig fyrir sér á Ítalíu og í nokkra mánuði með Blackburn Rovers undir lok ferilsins.
Fótbolti Tyrkland Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira