Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Kristján Már Unnarsson skrifar 13. janúar 2020 15:17 Helga Björg Eiríksdóttir, húsmóðir og harðfiskverkandi á Borgarfirði eystra. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Íbúar Borgarfjarðar máttu búa við það í tæpt ár fram á mitt ár 2018 að hafa enga matvöruverslun og þurftu þá að keyra sjötíu kílómetra vegalengd til Egilsstaða til að kaupa í matinn. En svo fóru aftur að berast vörusendingar. Búðin lifnaði við að nýju. Bryndís Snjólfsdóttir annast afgreiðslu í Búðinni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég held að það séu allir mjög ánægðir með það. Og vel sótt. Þetta var bara mjög lélegt að hafa ekki búð hérna í heilan vetur. Þurftum að fara í Egilsstaði til að versla,“ segir Bryndís Snjólfsdóttir, sem var við afgreiðslu í Búðinni. Opnunartími er venjulega bara tveir tímar síðdegis og bara þrjá daga í viku yfir háveturinn. „Það var stórsigur að fá aftur búð á staðinn. Mér fannst það alveg hræðilegur tími, - það var einn vetur sem var lokað og við höfðum enga búð. Það var alveg skelfilegur tími,“ segir Helga Björg Eiríksdóttir, húsmóðir á Borgarfirði. Jakob Sigurðsson oddviti kemur með vörur í Búðina en hann annast farþega- og vöruflutninga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Búðin á Borgarfirði er ein sex verslana í strjálbýli sem ríkisvaldið ákvað að styðja með sérstöku framlagi en jafnframt kom til samhent átak sjötíu manna hóps. „Þetta var eitt verkefnið í Brothættum byggðum, sem hafðist í gegn, með bara stuðningi allra heimamanna og burtfluttra Borgfirðinga. Bara samhentur hópur sem stóð saman að þessu,“ segir Jakob Sigurðsson, oddviti Borgarfjarðar eystri. Jakob oddviti: Samhent átak, jafn heimamanna sem brottfluttra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Og þetta er ekki bara búð. „Upplýsingamiðstöð. Og hér kemur fólkið saman og fær sér kaffisopa hérna fram í kaffihorninu og spjallar um lífið og tilveruna,“ segir Bryndís. „Svoleiðis að ég gleðst, var mjög glöð þegar var opnuð hérna búð, og versla allt hér,“ segir húsmóðirin Helga Björg, sem segist ekki einu sinni gera helgarinnkaupin á Egilsstöðum. „Né, ég er alveg trú búðinni hér, algjörlega bara.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Borgarfjörður eystri Verslun Tengdar fréttir Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39 Flutti í fjarlægan fjörð til að vinna dýrustu landbúnaðarvöru Íslands Fyrirtæki sem fullvinnur æðardún hefur verið sett á stofn á Borgarfirði eystra. Þar er þessi dýrasta landbúnaðarvara Íslands sett í sængur og þær síðan seldar sem lúxusvara. 23. nóvember 2019 22:30 Verka harðfisk og hákarl í brælunum fyrir austan Starfsmennirnir í Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystra verka harðfisk og hákarl í gæftaleysi þegar hráefni skortir í hefðbundna fiskvinnslu. 30. nóvember 2019 12:40 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Íbúar Borgarfjarðar máttu búa við það í tæpt ár fram á mitt ár 2018 að hafa enga matvöruverslun og þurftu þá að keyra sjötíu kílómetra vegalengd til Egilsstaða til að kaupa í matinn. En svo fóru aftur að berast vörusendingar. Búðin lifnaði við að nýju. Bryndís Snjólfsdóttir annast afgreiðslu í Búðinni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég held að það séu allir mjög ánægðir með það. Og vel sótt. Þetta var bara mjög lélegt að hafa ekki búð hérna í heilan vetur. Þurftum að fara í Egilsstaði til að versla,“ segir Bryndís Snjólfsdóttir, sem var við afgreiðslu í Búðinni. Opnunartími er venjulega bara tveir tímar síðdegis og bara þrjá daga í viku yfir háveturinn. „Það var stórsigur að fá aftur búð á staðinn. Mér fannst það alveg hræðilegur tími, - það var einn vetur sem var lokað og við höfðum enga búð. Það var alveg skelfilegur tími,“ segir Helga Björg Eiríksdóttir, húsmóðir á Borgarfirði. Jakob Sigurðsson oddviti kemur með vörur í Búðina en hann annast farþega- og vöruflutninga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Búðin á Borgarfirði er ein sex verslana í strjálbýli sem ríkisvaldið ákvað að styðja með sérstöku framlagi en jafnframt kom til samhent átak sjötíu manna hóps. „Þetta var eitt verkefnið í Brothættum byggðum, sem hafðist í gegn, með bara stuðningi allra heimamanna og burtfluttra Borgfirðinga. Bara samhentur hópur sem stóð saman að þessu,“ segir Jakob Sigurðsson, oddviti Borgarfjarðar eystri. Jakob oddviti: Samhent átak, jafn heimamanna sem brottfluttra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Og þetta er ekki bara búð. „Upplýsingamiðstöð. Og hér kemur fólkið saman og fær sér kaffisopa hérna fram í kaffihorninu og spjallar um lífið og tilveruna,“ segir Bryndís. „Svoleiðis að ég gleðst, var mjög glöð þegar var opnuð hérna búð, og versla allt hér,“ segir húsmóðirin Helga Björg, sem segist ekki einu sinni gera helgarinnkaupin á Egilsstöðum. „Né, ég er alveg trú búðinni hér, algjörlega bara.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Borgarfjörður eystri Verslun Tengdar fréttir Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39 Flutti í fjarlægan fjörð til að vinna dýrustu landbúnaðarvöru Íslands Fyrirtæki sem fullvinnur æðardún hefur verið sett á stofn á Borgarfirði eystra. Þar er þessi dýrasta landbúnaðarvara Íslands sett í sængur og þær síðan seldar sem lúxusvara. 23. nóvember 2019 22:30 Verka harðfisk og hákarl í brælunum fyrir austan Starfsmennirnir í Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystra verka harðfisk og hákarl í gæftaleysi þegar hráefni skortir í hefðbundna fiskvinnslu. 30. nóvember 2019 12:40 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39
Flutti í fjarlægan fjörð til að vinna dýrustu landbúnaðarvöru Íslands Fyrirtæki sem fullvinnur æðardún hefur verið sett á stofn á Borgarfirði eystra. Þar er þessi dýrasta landbúnaðarvara Íslands sett í sængur og þær síðan seldar sem lúxusvara. 23. nóvember 2019 22:30
Verka harðfisk og hákarl í brælunum fyrir austan Starfsmennirnir í Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystra verka harðfisk og hákarl í gæftaleysi þegar hráefni skortir í hefðbundna fiskvinnslu. 30. nóvember 2019 12:40