Íslendingurinn leiddur fyrir dómara í morgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. janúar 2020 10:32 Frá Torrevieja á Spáni. Fjöldi Íslendinga býr í borginni og nágrenni hennar. vísir/getty Guðmundur Freyr Magnússon, fertugur Íslendingur sem handtekinn var í Torrevieja á Spáni aðfaranótt sunnudags, grunaður um að hafa orðið sambýlismanni móður sinnar að bana, var leiddur fyrir dómara í morgun. Þetta segir Beatriz Garcia, upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Alicante, í samtali við Vísi. Hún segir að dómarinn muni í dag taka afstöðu til gagna lögreglu í málinu, meðal annars sönnunargagna og framburði vitna, og úrskurða svo hvort Guðmundur muni sæta gæsluvarðhaldi vegna málsins. „Þá mun dómarinn einnig geta sagt okkur hvert er ákæruatriðið, hver er glæpurinn sem maðurinn gæti hafa framið. Hvort þetta er manndráp af gáleysi eða ásetningi. […] Þetta vitum við ekki fyrr en dómarinn hefur tekið afstöðu þar sem það er hægt að flokka manndráp mismunandi eftir alvarleika þess,“ segir Garcia.Sjá einnig: Segir son sinn hafa kastað gaskút í gegnum rúðu fyrir ódæðið Úrskurðurinn verður kveðinn upp í dag, að öllum líkindum eftir hádegi. Garcia getur að öðru leyti lítið tjáð sig um málið þar sem það er enn varið rannsóknarhagsmunum. Hún getur til að mynda ekki svarað því hver aðkoma íslenskra lögregluyfirvalda sé í málinu en Vísir greindi frá því í gær að spænska lögreglan hefði óskað eftir aðstoð lögreglunnar hér á landi við rannsóknina. Garcia staðfestir þó að hinn látni sé einnig Íslendingur og að atburðurinn hafi gerst í hverfinu Los Balcones í Torrevieja aðfaranótt sunnudags, eins og greint var frá í gær. Manndráp í Torrevieja Spánn Tengdar fréttir Segir son sinn hafa kastað gaskút í gegnum rúðu fyrir ódæðið Móðir mannsins sem nú liggur undir grun um að hafa banað sambýlismanni hennar á Spáni segir ýmislegt ekki satt og rétt við fyrstu fréttir af málinu. 14. janúar 2020 07:21 Hinn grunaði á Spáni á langan sakaferil að baki Íslendingurinn sem handtekinn var á Spáni um helgina, grunaður um að hafa orðið stjúpföður sínum að bana aðfaranótt sunnudags, heitir Guðmundur Freyr Magnússon. 13. janúar 2020 16:00 Íslendingur grunaður um að hafa myrt sambýlismann móður sinnar Íslendingur á fertugsaldri en nú grunaður um að hafa orðið manni að bana á Spáni í nótt. 12. janúar 2020 19:54 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Guðmundur Freyr Magnússon, fertugur Íslendingur sem handtekinn var í Torrevieja á Spáni aðfaranótt sunnudags, grunaður um að hafa orðið sambýlismanni móður sinnar að bana, var leiddur fyrir dómara í morgun. Þetta segir Beatriz Garcia, upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Alicante, í samtali við Vísi. Hún segir að dómarinn muni í dag taka afstöðu til gagna lögreglu í málinu, meðal annars sönnunargagna og framburði vitna, og úrskurða svo hvort Guðmundur muni sæta gæsluvarðhaldi vegna málsins. „Þá mun dómarinn einnig geta sagt okkur hvert er ákæruatriðið, hver er glæpurinn sem maðurinn gæti hafa framið. Hvort þetta er manndráp af gáleysi eða ásetningi. […] Þetta vitum við ekki fyrr en dómarinn hefur tekið afstöðu þar sem það er hægt að flokka manndráp mismunandi eftir alvarleika þess,“ segir Garcia.Sjá einnig: Segir son sinn hafa kastað gaskút í gegnum rúðu fyrir ódæðið Úrskurðurinn verður kveðinn upp í dag, að öllum líkindum eftir hádegi. Garcia getur að öðru leyti lítið tjáð sig um málið þar sem það er enn varið rannsóknarhagsmunum. Hún getur til að mynda ekki svarað því hver aðkoma íslenskra lögregluyfirvalda sé í málinu en Vísir greindi frá því í gær að spænska lögreglan hefði óskað eftir aðstoð lögreglunnar hér á landi við rannsóknina. Garcia staðfestir þó að hinn látni sé einnig Íslendingur og að atburðurinn hafi gerst í hverfinu Los Balcones í Torrevieja aðfaranótt sunnudags, eins og greint var frá í gær.
Manndráp í Torrevieja Spánn Tengdar fréttir Segir son sinn hafa kastað gaskút í gegnum rúðu fyrir ódæðið Móðir mannsins sem nú liggur undir grun um að hafa banað sambýlismanni hennar á Spáni segir ýmislegt ekki satt og rétt við fyrstu fréttir af málinu. 14. janúar 2020 07:21 Hinn grunaði á Spáni á langan sakaferil að baki Íslendingurinn sem handtekinn var á Spáni um helgina, grunaður um að hafa orðið stjúpföður sínum að bana aðfaranótt sunnudags, heitir Guðmundur Freyr Magnússon. 13. janúar 2020 16:00 Íslendingur grunaður um að hafa myrt sambýlismann móður sinnar Íslendingur á fertugsaldri en nú grunaður um að hafa orðið manni að bana á Spáni í nótt. 12. janúar 2020 19:54 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Segir son sinn hafa kastað gaskút í gegnum rúðu fyrir ódæðið Móðir mannsins sem nú liggur undir grun um að hafa banað sambýlismanni hennar á Spáni segir ýmislegt ekki satt og rétt við fyrstu fréttir af málinu. 14. janúar 2020 07:21
Hinn grunaði á Spáni á langan sakaferil að baki Íslendingurinn sem handtekinn var á Spáni um helgina, grunaður um að hafa orðið stjúpföður sínum að bana aðfaranótt sunnudags, heitir Guðmundur Freyr Magnússon. 13. janúar 2020 16:00
Íslendingur grunaður um að hafa myrt sambýlismann móður sinnar Íslendingur á fertugsaldri en nú grunaður um að hafa orðið manni að bana á Spáni í nótt. 12. janúar 2020 19:54