Samheldni og náungakærleikur lykilatriði í ófærðinni á Flateyri Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. janúar 2020 12:53 Katrín María Gísladóttir, kennari, segir að samfélagið á Flateyri sé afar samheldið. Það sé lykilatriði þegar ófært er í þorpinu eins og í dag. Borið hefur á vöruskorti. Katrín María Lokað hefur verið fyrir umferð um Flateyrarveg, meira og minna, frá því á föstudag vegna ófærðar og snjóflóðahættu. Fjöldi íbúa á Flateyri, þar sem fannfergi er gríðarlegt, er fastur heima hjá sér og nú er svo komið að borið hefur á vöruskorti. Katrín María Gísladóttir, kennari í Grunnskólanum á Flateyri, er í dag föst heima hjá sér ásamt þriggja ára dóttur sinni og sambýlismanni. Hún er barnshafandi og komin rúma sjö mánuði á leið en næsta sjúkrahús er á Ísafirði. Þrátt fyrir að hafa engar raunverulegar áhyggjur af því að fara af stað í fæðingu segist hún finna til innilokunarkenndar. Katrín segir að íbúar á Flateyri hafi fyrir helgi búið sig vel undir óveðrið og að flestir hafi ráðist í stórinnkaup á föstudag. Ófærð og lokanir hafi þó varið lengur en íbúar hafi almennt reiknað með. „Það er farið að tæmast í búðinni og fólk að verða uppiskroppa með mat fyrir dýrin og þurrmjólk fyrir börnin. Þetta er farið að verða svolítið langur tími,“ segir Katrín. Katrín segir að náungakærlegur og samheldni séu lykilatriði í þorpinu á stundum sem þessum. Sambýlismaður Katrínar er formaður björgunarsveitarinnar á svæðinu en björgunarsveitarfólk hefur haft þýðingarmikið hlutverk í óveðrinu sem geisað hefur undanfarna daga. Það hefur komið fólki á milli staða, nauðsynjavörum til fólks og í gær var börnum ekið til og frá leikskóla. „Það er náttúrulega brjáluð samheldni í samfélaginu. Allir tala saman, hjálpast að, lána og hoppa á milli staða og að gera allt sem þarf. Í gær hjálpaði matráðurinn úr skólanum rekstraraðilum sjoppunnar að baka hamborgarabrauð svo hægt væri að fá sér sjoppu-borgara því það var ekkert mikið eftir af mat í bænum. Allir gera allt sem þeir geta, það eru allir jákvæðir. Það er ekki enn orðið neitt stress eða vesen, strax allavega,“ segir Katrín. Ísafjarðarbær Veður Tengdar fréttir Óvissustig á Hellisheiði og mögulegar lokanir með skömmum fyrirvara Vegagerðin hefur varað við því að óvissa ríki nú með veður og færð á Hellisheiði og í Þrengslum. 14. janúar 2020 10:49 Lokaðir vegir, ófærð og viðvaranir Færðin spilltist víða á vegum landsins í nótt. Víða er ófært og hefur fjölda vega verið lokað. 14. janúar 2020 06:00 Klakabrynjaðir bílarnir frusu fastir við veginn Björgunarsveitarfólk hjá Kyndli á Kirkjubæjarklaustri kom sex ferðamönnum við Núpá í Skaftárhreppi til bjargar um kvöldmatarleytið í gær. 14. janúar 2020 09:00 Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. 13. janúar 2020 13:30 Strandaglóparnir hrifnir af samtakamætti Reykjanesbæjar: „Það var meira að segja vegan pizza“ Margir þeirra hefðu þó þegið betra upplýsingaflæði á Keflavíkurflugvelli. 13. janúar 2020 10:43 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Fleiri fréttir Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Sjá meira
Lokað hefur verið fyrir umferð um Flateyrarveg, meira og minna, frá því á föstudag vegna ófærðar og snjóflóðahættu. Fjöldi íbúa á Flateyri, þar sem fannfergi er gríðarlegt, er fastur heima hjá sér og nú er svo komið að borið hefur á vöruskorti. Katrín María Gísladóttir, kennari í Grunnskólanum á Flateyri, er í dag föst heima hjá sér ásamt þriggja ára dóttur sinni og sambýlismanni. Hún er barnshafandi og komin rúma sjö mánuði á leið en næsta sjúkrahús er á Ísafirði. Þrátt fyrir að hafa engar raunverulegar áhyggjur af því að fara af stað í fæðingu segist hún finna til innilokunarkenndar. Katrín segir að íbúar á Flateyri hafi fyrir helgi búið sig vel undir óveðrið og að flestir hafi ráðist í stórinnkaup á föstudag. Ófærð og lokanir hafi þó varið lengur en íbúar hafi almennt reiknað með. „Það er farið að tæmast í búðinni og fólk að verða uppiskroppa með mat fyrir dýrin og þurrmjólk fyrir börnin. Þetta er farið að verða svolítið langur tími,“ segir Katrín. Katrín segir að náungakærlegur og samheldni séu lykilatriði í þorpinu á stundum sem þessum. Sambýlismaður Katrínar er formaður björgunarsveitarinnar á svæðinu en björgunarsveitarfólk hefur haft þýðingarmikið hlutverk í óveðrinu sem geisað hefur undanfarna daga. Það hefur komið fólki á milli staða, nauðsynjavörum til fólks og í gær var börnum ekið til og frá leikskóla. „Það er náttúrulega brjáluð samheldni í samfélaginu. Allir tala saman, hjálpast að, lána og hoppa á milli staða og að gera allt sem þarf. Í gær hjálpaði matráðurinn úr skólanum rekstraraðilum sjoppunnar að baka hamborgarabrauð svo hægt væri að fá sér sjoppu-borgara því það var ekkert mikið eftir af mat í bænum. Allir gera allt sem þeir geta, það eru allir jákvæðir. Það er ekki enn orðið neitt stress eða vesen, strax allavega,“ segir Katrín.
Ísafjarðarbær Veður Tengdar fréttir Óvissustig á Hellisheiði og mögulegar lokanir með skömmum fyrirvara Vegagerðin hefur varað við því að óvissa ríki nú með veður og færð á Hellisheiði og í Þrengslum. 14. janúar 2020 10:49 Lokaðir vegir, ófærð og viðvaranir Færðin spilltist víða á vegum landsins í nótt. Víða er ófært og hefur fjölda vega verið lokað. 14. janúar 2020 06:00 Klakabrynjaðir bílarnir frusu fastir við veginn Björgunarsveitarfólk hjá Kyndli á Kirkjubæjarklaustri kom sex ferðamönnum við Núpá í Skaftárhreppi til bjargar um kvöldmatarleytið í gær. 14. janúar 2020 09:00 Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. 13. janúar 2020 13:30 Strandaglóparnir hrifnir af samtakamætti Reykjanesbæjar: „Það var meira að segja vegan pizza“ Margir þeirra hefðu þó þegið betra upplýsingaflæði á Keflavíkurflugvelli. 13. janúar 2020 10:43 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Fleiri fréttir Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Sjá meira
Óvissustig á Hellisheiði og mögulegar lokanir með skömmum fyrirvara Vegagerðin hefur varað við því að óvissa ríki nú með veður og færð á Hellisheiði og í Þrengslum. 14. janúar 2020 10:49
Lokaðir vegir, ófærð og viðvaranir Færðin spilltist víða á vegum landsins í nótt. Víða er ófært og hefur fjölda vega verið lokað. 14. janúar 2020 06:00
Klakabrynjaðir bílarnir frusu fastir við veginn Björgunarsveitarfólk hjá Kyndli á Kirkjubæjarklaustri kom sex ferðamönnum við Núpá í Skaftárhreppi til bjargar um kvöldmatarleytið í gær. 14. janúar 2020 09:00
Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. 13. janúar 2020 13:30
Strandaglóparnir hrifnir af samtakamætti Reykjanesbæjar: „Það var meira að segja vegan pizza“ Margir þeirra hefðu þó þegið betra upplýsingaflæði á Keflavíkurflugvelli. 13. janúar 2020 10:43