Írar kjósa í febrúar Kjartan Kjartansson skrifar 14. janúar 2020 13:16 Varadkar hreykti sér af afrekum í embætti í dag. Hann ætlar að boða til kosninga í byrjun febrúar. Vísir/EPA Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, ætlað að leggja fram formlega beiðni til Michaels Higgins, forseta, um að hann leysi upp þingið fyrir þingkosningarnar í næsta mánuði. Búist er við því að heilbrigðis- og húsnæðismál verði ofarlega á baugi í kosningabaráttunni. Írskir fjölmiðlar segja að Varadkar hafi sagt ráðherrum sínum að hann stefni að kosningum 8. febrúar. „Við höfum náð góðum árangri frá því að ég varð forsætisráðherra en ég veit að það er ekki nóg og við viljum gera mikið meira,“ sagði Varadkar í myndabandi sem hann tísti í dag. Fine Gael-flokkur Varadkar og Fianna Fail hafa verið svo gott sem jafnir að fylgi í skoðanakönnunum undanfarin misseri. Báðir eru miðhægriflokkar með svipaða stefnu í efnahagsmálum og gagnvart útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Varadkar er fertugur og fyrsti samkynhneigði forsætisráðherra Írlands. Flokkur hans hefur leitt minnihlutastjórn frá 2016 með samkomulagi sem hann gerði við Fianna Fail. Báðir flokkar hafa hafnað alfarið samstarfi við Sinn Fein, þriðja stærsta stjórnmálaflokk landsins. Hann var áður pólitískur armur Írska lýðveldishersins (IRA). Búist er við því að hvorugur flokkur nái hreinum meirihluta í kosningunum í febrúar og að önnur minnihlutastjórn sé því í spilunum. Írar hafa glímt við húsnæðisvanda og yfirfull sjúkrahús og er reiknað með að um þau mál verði deilt í kosningabaráttunni næstu vikur. Írland Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Sjá meira
Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, ætlað að leggja fram formlega beiðni til Michaels Higgins, forseta, um að hann leysi upp þingið fyrir þingkosningarnar í næsta mánuði. Búist er við því að heilbrigðis- og húsnæðismál verði ofarlega á baugi í kosningabaráttunni. Írskir fjölmiðlar segja að Varadkar hafi sagt ráðherrum sínum að hann stefni að kosningum 8. febrúar. „Við höfum náð góðum árangri frá því að ég varð forsætisráðherra en ég veit að það er ekki nóg og við viljum gera mikið meira,“ sagði Varadkar í myndabandi sem hann tísti í dag. Fine Gael-flokkur Varadkar og Fianna Fail hafa verið svo gott sem jafnir að fylgi í skoðanakönnunum undanfarin misseri. Báðir eru miðhægriflokkar með svipaða stefnu í efnahagsmálum og gagnvart útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Varadkar er fertugur og fyrsti samkynhneigði forsætisráðherra Írlands. Flokkur hans hefur leitt minnihlutastjórn frá 2016 með samkomulagi sem hann gerði við Fianna Fail. Báðir flokkar hafa hafnað alfarið samstarfi við Sinn Fein, þriðja stærsta stjórnmálaflokk landsins. Hann var áður pólitískur armur Írska lýðveldishersins (IRA). Búist er við því að hvorugur flokkur nái hreinum meirihluta í kosningunum í febrúar og að önnur minnihlutastjórn sé því í spilunum. Írar hafa glímt við húsnæðisvanda og yfirfull sjúkrahús og er reiknað með að um þau mál verði deilt í kosningabaráttunni næstu vikur.
Írland Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Sjá meira