Eftirminnilegustu leikirnir við Ungverja á stórmótum: Þrjú mörk á sig í fyrri hálfleik, draumabyrjun á heimavelli og Voldemortinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2020 08:30 Ísland og Ungverjaland mætast í sextánda sinn á stórmóti í dag. Ísland mætir Ungverjalandi í þriðja og síðasta leik sínum í E-riðli Evrópumótsins í handbolta 2020 í Malmö í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Ísland er með fjögur stig á toppi riðilsins og er öruggt með sæti í milliriðli II. Íslendingar þurfa þó að vinna Ungverja til að taka tvö stig með sér. Í tilefni af leiknum gegn Ungverjalandi í dag hefur Vísir rifjað upp fjóra eftirminnilegustu leiki Íslendinga og Ungverja á stórmótum í gegnum tíðina.Ísland 22-16 Ungverjaland, ÓL 1992Guðmundur Hrafnkelsson varði vel gegn Ungverjum á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992.vísir/afpÍslenska vörnin skellti í lás í fyrri hálfleiknum gegn Ungverjalandi í þriðja leik sínum í A-riðli á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Ísland spilaði frábæran varnarleik í fyrri hálfleik og Ungverjaland skoraði aðeins þrjú mörk. Íslendingar buðu reyndar sjálfir ekki upp á neina flugeldasýningu í sókninni og skoruðu bara átta mörk. Leikurinn opnaðist aðeins í seinni hálfleik og Íslendingar juku muninn, náðu mest níu marka forskoti og unnu á endanum sex marka sigur, 22-16. Þetta var fyrsti sigur Íslands á Ungverjalandi á stórmóti. Guðmundur Hrafnkelsson átti stórleik í íslenska markinu og varði 20 skot, eða rúmlega helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Ísland endaði í 2. sæti A-riðils með sjö stig af tíu mögulegum. Íslendingar enduðu að lokum í 4. sæti sem var besti árangur þeirra á Ólympíuleikum.Mörk Íslands: Valdimar Grímsson 6/4, Héðinn Gilsson 4, Geir Sveinsson 4, Sigurður Bjarnason 3, Birgir Sigurðsson 2, Einar Gunnar Sigurðsson 2, Jakob Sigurðsson 1.Ísland 23-20 Ungverjaland, HM 1995Júlíus Jónasson skoraði fimm mörk gegn Ungverjum á HM 1995. Á þessari mynd, sem birtist í DV, hefur hann sig til flugs og lætur vaða á ungverska markið.skjáskot af timarit.isÍslendingar héldu HM 1995 og ætluðu sér stóra hluti á heimavelli. Og byrjunin lofaði góðu. Ísland vann örugga sigra á Bandaríkjunum í Túnis í fyrstu tveimur leikjum sínum á HM og mætti svo Ungverjalandi í þeim þriðja. Ungverjar skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins en það var í eina skiptið sem þeir voru með forystuna. Íslendingar unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn og leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 11-9. Ísland var áfram með frumkvæðið í seinni hálfleik en Ungverjaland minnkaði muninn í 21-20 þegar lítið var eftir. Þá tók Valdimar Grímsson til sinna ráða og kláraði leikinn. Hann var markahæstur Íslendinga með níu mörk. Ísland vann á endanum þriggja marka sigur, 23-20, en þetta var í fyrsta sinn sem Ísland vann fyrstu þrjá leiki sína á HM. Svo fór allt í steik, Ísland tapaði fjórum síðustu leikjum sínum á HM og endaði í 14. sæti sem þóttu mikil vonbrigði. Eftir HM 1995 hætti Þorbergur Aðalsteinsson sem landsliðsþjálfari og við starfi hans tók Þorbjörn Jensson.Mörk Íslands: Valdimar Grímsson 9/5, Júlíus Jónasson 5, Geir Sveinsson 4, Sigurður Sveinsson 3, Dagur Sigurðsson 1, Jón Kristjánsson 1.Ísland 32-26 Ungverjaland, HM 2011Ísland byrjaði HM 2011 á því að vinna sex marka sigur á Ungverjalandi.vísir/epaÍsland hefur aldrei farið jafn vel af stað á stórmóti og á HM 2011. Ísland vann alla fimm leiki sína í B-riðli með samtals 38 mörkum og leit hrikalega vel út. Í fyrsta leiknum á HM 2011 sigraði Ísland Ungverjaland með sex marka mun, 32-26. Staðan í hálfleik var 14-11, Íslendingum í vil. Aron Pálmarsson fór mikinn í seinni hálfleik og skoraði þá sjö af átta mörkum sínum. Alexander Petersson skoraði fimm mörk og var stórgóður í vörninni. „Vörnin var frábær hjá okkur í þessum leik og ég var sáttur við hana eiginlega allan tímann,“ sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson við Fréttablaðið eftir leikinn. Eftir frábæra byrjun á mótinu fór loftið úr íslensku blöðrunni og Íslendingar töpuðu síðustu fjórum leikjum sínum á mótinu. Niðurstaðan var samt 6. sæti sem er næstbesti árangur Íslands á HM.Mörk Íslands: Aron Pálmarsson 8, Alexander Petersson 5, Guðjón Valur Sigurðsson 4, Arnór Atlason 4, Ólafur Stefánsson 4/1, Róbert Gunnarsson 3, Ingimundur Ingimundarson 2, Þórir Ólafsson 1, Snorri Steinn Guðjónsson 1/1.Ísland 33-34 Ungverjaland, ÓL 2012Róbert Gunnarsson í baráttu við ungverska varnarmenn í leiknum hræðilega á Ólympíuleikunum í London fyrir átta árum.vísir/epaLeikurinn sem má ekki tala um. Voldemortinn í sögu íslenska handboltalandsliðsins. Það er of sárt að rifja hann upp. Pass.Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 8, Aron Pálmarsson 6, Róbert Gunnarsson 5, Arnór Atlason 4, Ólafur Stefánsson 3. EM 2020 í handbolta Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sjá meira
Ísland mætir Ungverjalandi í þriðja og síðasta leik sínum í E-riðli Evrópumótsins í handbolta 2020 í Malmö í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Ísland er með fjögur stig á toppi riðilsins og er öruggt með sæti í milliriðli II. Íslendingar þurfa þó að vinna Ungverja til að taka tvö stig með sér. Í tilefni af leiknum gegn Ungverjalandi í dag hefur Vísir rifjað upp fjóra eftirminnilegustu leiki Íslendinga og Ungverja á stórmótum í gegnum tíðina.Ísland 22-16 Ungverjaland, ÓL 1992Guðmundur Hrafnkelsson varði vel gegn Ungverjum á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992.vísir/afpÍslenska vörnin skellti í lás í fyrri hálfleiknum gegn Ungverjalandi í þriðja leik sínum í A-riðli á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Ísland spilaði frábæran varnarleik í fyrri hálfleik og Ungverjaland skoraði aðeins þrjú mörk. Íslendingar buðu reyndar sjálfir ekki upp á neina flugeldasýningu í sókninni og skoruðu bara átta mörk. Leikurinn opnaðist aðeins í seinni hálfleik og Íslendingar juku muninn, náðu mest níu marka forskoti og unnu á endanum sex marka sigur, 22-16. Þetta var fyrsti sigur Íslands á Ungverjalandi á stórmóti. Guðmundur Hrafnkelsson átti stórleik í íslenska markinu og varði 20 skot, eða rúmlega helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Ísland endaði í 2. sæti A-riðils með sjö stig af tíu mögulegum. Íslendingar enduðu að lokum í 4. sæti sem var besti árangur þeirra á Ólympíuleikum.Mörk Íslands: Valdimar Grímsson 6/4, Héðinn Gilsson 4, Geir Sveinsson 4, Sigurður Bjarnason 3, Birgir Sigurðsson 2, Einar Gunnar Sigurðsson 2, Jakob Sigurðsson 1.Ísland 23-20 Ungverjaland, HM 1995Júlíus Jónasson skoraði fimm mörk gegn Ungverjum á HM 1995. Á þessari mynd, sem birtist í DV, hefur hann sig til flugs og lætur vaða á ungverska markið.skjáskot af timarit.isÍslendingar héldu HM 1995 og ætluðu sér stóra hluti á heimavelli. Og byrjunin lofaði góðu. Ísland vann örugga sigra á Bandaríkjunum í Túnis í fyrstu tveimur leikjum sínum á HM og mætti svo Ungverjalandi í þeim þriðja. Ungverjar skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins en það var í eina skiptið sem þeir voru með forystuna. Íslendingar unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn og leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 11-9. Ísland var áfram með frumkvæðið í seinni hálfleik en Ungverjaland minnkaði muninn í 21-20 þegar lítið var eftir. Þá tók Valdimar Grímsson til sinna ráða og kláraði leikinn. Hann var markahæstur Íslendinga með níu mörk. Ísland vann á endanum þriggja marka sigur, 23-20, en þetta var í fyrsta sinn sem Ísland vann fyrstu þrjá leiki sína á HM. Svo fór allt í steik, Ísland tapaði fjórum síðustu leikjum sínum á HM og endaði í 14. sæti sem þóttu mikil vonbrigði. Eftir HM 1995 hætti Þorbergur Aðalsteinsson sem landsliðsþjálfari og við starfi hans tók Þorbjörn Jensson.Mörk Íslands: Valdimar Grímsson 9/5, Júlíus Jónasson 5, Geir Sveinsson 4, Sigurður Sveinsson 3, Dagur Sigurðsson 1, Jón Kristjánsson 1.Ísland 32-26 Ungverjaland, HM 2011Ísland byrjaði HM 2011 á því að vinna sex marka sigur á Ungverjalandi.vísir/epaÍsland hefur aldrei farið jafn vel af stað á stórmóti og á HM 2011. Ísland vann alla fimm leiki sína í B-riðli með samtals 38 mörkum og leit hrikalega vel út. Í fyrsta leiknum á HM 2011 sigraði Ísland Ungverjaland með sex marka mun, 32-26. Staðan í hálfleik var 14-11, Íslendingum í vil. Aron Pálmarsson fór mikinn í seinni hálfleik og skoraði þá sjö af átta mörkum sínum. Alexander Petersson skoraði fimm mörk og var stórgóður í vörninni. „Vörnin var frábær hjá okkur í þessum leik og ég var sáttur við hana eiginlega allan tímann,“ sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson við Fréttablaðið eftir leikinn. Eftir frábæra byrjun á mótinu fór loftið úr íslensku blöðrunni og Íslendingar töpuðu síðustu fjórum leikjum sínum á mótinu. Niðurstaðan var samt 6. sæti sem er næstbesti árangur Íslands á HM.Mörk Íslands: Aron Pálmarsson 8, Alexander Petersson 5, Guðjón Valur Sigurðsson 4, Arnór Atlason 4, Ólafur Stefánsson 4/1, Róbert Gunnarsson 3, Ingimundur Ingimundarson 2, Þórir Ólafsson 1, Snorri Steinn Guðjónsson 1/1.Ísland 33-34 Ungverjaland, ÓL 2012Róbert Gunnarsson í baráttu við ungverska varnarmenn í leiknum hræðilega á Ólympíuleikunum í London fyrir átta árum.vísir/epaLeikurinn sem má ekki tala um. Voldemortinn í sögu íslenska handboltalandsliðsins. Það er of sárt að rifja hann upp. Pass.Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 8, Aron Pálmarsson 6, Róbert Gunnarsson 5, Arnór Atlason 4, Ólafur Stefánsson 3.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sjá meira