Íslendingurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald á Spáni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. janúar 2020 14:57 Frá Torrevieja á Spáni. Móðir hins grunaða hefur búið þar ásamt sambýlismanni sínum sem sonur er grunaður um að hafa orðið að bana. vísir/Getty Dómari á Spáni hefur úrskurðað Guðmund Frey Magnússon, sem grunaður er um að hafa banað sambýlismanni móður sinnar aðfaranótt sunnudags í Torrevieja, í gæsluvarðhald. Þetta staðfestir lögreglan í Alicante í samtali við fréttastofu. Hvorki fengust upplýsingar um það hversu langt varðhaldið er né hvaða glæp nákvæmlega Guðmundur er grunaður um að hafa framið þar sem það eru mismunandi ákvæði um manndráp í spænsku löggjöfinni eftir alvarleika. Þannig gæti það til dæmis verið manndráp af gáleysi eða manndráp af ásetningi. Lögreglan á Spáni hefur hingað til viljað tjá sig afar lítið um málið vegna rannsóknarhagsmuna og enn fást engar frekari upplýsingar um atburðarásina. Guðmundur Freyr hafði undanfarinn eitt til tvö ár verið með annan fótinn á Spáni en móðir hans og sambýlismaður höfðu búið í Torrevieja um nokkurt skeið. Segir soninn hafa kastað gaskút í gegnum rúðu fyrir ódæðið Rætt var við móður Guðmundar, Kristínu Guðmundsdóttur, í Fréttablaðinu í morgun þar sem hún lýsti því hvernig sonur hennar braust inn í íbúð þeirra aðfaranótt sunnudags með því að kasta 14 kílóa gaskút í gegnum rúðu. Hann hafi verið vopnaður hnífi og stungið sambýlismann hennar ítrekað. Guðmundur á langan sakaferil að baki hér á landi, eins og fjallað var um á Vísi í gær, og Kristín sagði að þetta væri ekki fyrsta sinn sem sonur hennar hefði veist að sambýlismanni hennar. Fyrri viðskipti þeirra hefðu endað með því að leggja þurfti sambýlismanninn inn á spítala eftir höfuðhögg. Við það hefði Guðmundur verið úrskurðaður í nálgunarbann. Þá sagði Kristín einnig að frásögn spænska miðilsins Información, sem fyrstu fréttir íslenskra miðla byggðu á, hafa verið ónákvæma. Þannig væri ekki rétt að Guðmundur hefði klifrað yfir vegg og komist þannig inn á heimilið. Ekki væri það heldur sannleikanum samkvæmt að til átaka hafi komið á milli Guðmundar og sambýlismannsins, sem sagður var hafa fallið á rúðu þannig að hún brotnaði. Við það hafi maðurinn skorist illa og blætt út. Kristín sagði í Fréttablaðinu að það rétta í málinu væri að Guðmundur hefði kastað fyrrnefndum gaskút í rúðuna. Það skýri glerbrotin sem lögreglan fann á víð og dreif um íbúðina. Engin átök hefðu átt sér stað, sonur hennar hefði haft sambýlismanninn undir á skömmum tíma og lagt til hans með hnífnum.Fréttin hefur verið uppfærð. Manndráp í Torrevieja Spánn Tengdar fréttir Íslendingurinn leiddur fyrir dómara í morgun Guðmundur Freyr Magnússon, fertugur Íslendingur sem handtekinn var í Torrevieja á Spáni aðfaranótt sunnudags, grunaður um að hafa orðið sambýlismanni móður sinnar að bana, var leiddur fyrir dómara í morgun. 14. janúar 2020 10:32 Segir son sinn hafa kastað gaskút í gegnum rúðu fyrir ódæðið Móðir mannsins sem nú liggur undir grun um að hafa banað sambýlismanni hennar á Spáni segir ýmislegt ekki satt og rétt við fyrstu fréttir af málinu. 14. janúar 2020 07:21 Íslendingur grunaður um að hafa myrt sambýlismann móður sinnar Íslendingur á fertugsaldri en nú grunaður um að hafa orðið manni að bana á Spáni í nótt. 12. janúar 2020 19:54 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
Dómari á Spáni hefur úrskurðað Guðmund Frey Magnússon, sem grunaður er um að hafa banað sambýlismanni móður sinnar aðfaranótt sunnudags í Torrevieja, í gæsluvarðhald. Þetta staðfestir lögreglan í Alicante í samtali við fréttastofu. Hvorki fengust upplýsingar um það hversu langt varðhaldið er né hvaða glæp nákvæmlega Guðmundur er grunaður um að hafa framið þar sem það eru mismunandi ákvæði um manndráp í spænsku löggjöfinni eftir alvarleika. Þannig gæti það til dæmis verið manndráp af gáleysi eða manndráp af ásetningi. Lögreglan á Spáni hefur hingað til viljað tjá sig afar lítið um málið vegna rannsóknarhagsmuna og enn fást engar frekari upplýsingar um atburðarásina. Guðmundur Freyr hafði undanfarinn eitt til tvö ár verið með annan fótinn á Spáni en móðir hans og sambýlismaður höfðu búið í Torrevieja um nokkurt skeið. Segir soninn hafa kastað gaskút í gegnum rúðu fyrir ódæðið Rætt var við móður Guðmundar, Kristínu Guðmundsdóttur, í Fréttablaðinu í morgun þar sem hún lýsti því hvernig sonur hennar braust inn í íbúð þeirra aðfaranótt sunnudags með því að kasta 14 kílóa gaskút í gegnum rúðu. Hann hafi verið vopnaður hnífi og stungið sambýlismann hennar ítrekað. Guðmundur á langan sakaferil að baki hér á landi, eins og fjallað var um á Vísi í gær, og Kristín sagði að þetta væri ekki fyrsta sinn sem sonur hennar hefði veist að sambýlismanni hennar. Fyrri viðskipti þeirra hefðu endað með því að leggja þurfti sambýlismanninn inn á spítala eftir höfuðhögg. Við það hefði Guðmundur verið úrskurðaður í nálgunarbann. Þá sagði Kristín einnig að frásögn spænska miðilsins Información, sem fyrstu fréttir íslenskra miðla byggðu á, hafa verið ónákvæma. Þannig væri ekki rétt að Guðmundur hefði klifrað yfir vegg og komist þannig inn á heimilið. Ekki væri það heldur sannleikanum samkvæmt að til átaka hafi komið á milli Guðmundar og sambýlismannsins, sem sagður var hafa fallið á rúðu þannig að hún brotnaði. Við það hafi maðurinn skorist illa og blætt út. Kristín sagði í Fréttablaðinu að það rétta í málinu væri að Guðmundur hefði kastað fyrrnefndum gaskút í rúðuna. Það skýri glerbrotin sem lögreglan fann á víð og dreif um íbúðina. Engin átök hefðu átt sér stað, sonur hennar hefði haft sambýlismanninn undir á skömmum tíma og lagt til hans með hnífnum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Manndráp í Torrevieja Spánn Tengdar fréttir Íslendingurinn leiddur fyrir dómara í morgun Guðmundur Freyr Magnússon, fertugur Íslendingur sem handtekinn var í Torrevieja á Spáni aðfaranótt sunnudags, grunaður um að hafa orðið sambýlismanni móður sinnar að bana, var leiddur fyrir dómara í morgun. 14. janúar 2020 10:32 Segir son sinn hafa kastað gaskút í gegnum rúðu fyrir ódæðið Móðir mannsins sem nú liggur undir grun um að hafa banað sambýlismanni hennar á Spáni segir ýmislegt ekki satt og rétt við fyrstu fréttir af málinu. 14. janúar 2020 07:21 Íslendingur grunaður um að hafa myrt sambýlismann móður sinnar Íslendingur á fertugsaldri en nú grunaður um að hafa orðið manni að bana á Spáni í nótt. 12. janúar 2020 19:54 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
Íslendingurinn leiddur fyrir dómara í morgun Guðmundur Freyr Magnússon, fertugur Íslendingur sem handtekinn var í Torrevieja á Spáni aðfaranótt sunnudags, grunaður um að hafa orðið sambýlismanni móður sinnar að bana, var leiddur fyrir dómara í morgun. 14. janúar 2020 10:32
Segir son sinn hafa kastað gaskút í gegnum rúðu fyrir ódæðið Móðir mannsins sem nú liggur undir grun um að hafa banað sambýlismanni hennar á Spáni segir ýmislegt ekki satt og rétt við fyrstu fréttir af málinu. 14. janúar 2020 07:21
Íslendingur grunaður um að hafa myrt sambýlismann móður sinnar Íslendingur á fertugsaldri en nú grunaður um að hafa orðið manni að bana á Spáni í nótt. 12. janúar 2020 19:54