„Þetta hefur alltaf verið draumur og núna hefur hann ræst“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2020 07:00 Oskar er 27 ára vinstri bakvörður. vísir/getty Oskar Sverrisson, leikmaður Häcken í Svíþjóð, gæti leikið sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland þegar íslenska liðið mætir því kanadíska í vináttulandsleik í Los Angeles í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 23:59. Oskar er ekki þekktasta nafnið í íslenska hópnum. Hann hefur aldrei leikið hér á landi og lék ekki fyrir yngri landslið Íslands. Hann hefur búið í Svíþjóð alla ævi en á íslenskan föður. „Ég hef alltaf haft þetta bak við eyrað en ég hugsaði ekki um þetta núna,“ sagði Oskar í samtali við Vísi, aðspurður hvort hann hefði verið búinn að bíða lengi eftir að vera valinn í íslenska landsliðið. „Ég hef alltaf haft góða tengingu við Ísland. Amma og afi búa hér og systir mín flutti til Íslands fyrir 7-8 árum. Ég grínaðist alltaf með að mig langaði að spila fyrir Ísland. Þetta hefur alltaf verið draumur og núna hefur hann ræst.“Æfði með Val og KeflavíkOskar segir að það komi til greina að spila á Íslandi í framtíðinni.vísir/gettyOskar heldur sambandi við ættingja sína á Íslandi þótt það séu nokkur ár síðan hann kom hingað til lands. „Ég held alltaf sambandi við fólkið mitt hérna en hef ekki komið til Íslands í þrjú ár. Ég kom alltaf reglulega hingað,“ sagði Oskar sem er opinn fyrir því að spila á Íslandi á næstu árum. „Það kemur alveg til greina. Fyrir nokkrum árum kom ég hingað og æfði með Val og Keflavík. En ég hélt kyrru fyrir í Svíþjóð.“Heyrði í Hamrén viku fyrir jólOskar á landsliðsæfingu.mynd/ksíEins og áður sagði mæta Íslendingar Kanadamönnum í dag. Á sunnudaginn mætir Ísland El Salvador í öðrum vináttulandsleik sem fer einnig fram í Los Angeles. Oskar er nokkuð bjartsýnn á að fá tækifæri í leikjunum tveimur. „Ég vona það. Ég get bara staðið mig á æfingum og svo er það Eriks [Hamrén] að ákveða hvort ég spili. Jafnvel þótt ég spili ekkert verður þetta góð reynsla,“ sagði Oskar. Hann segir ekki langt síðan hann heyrði fyrst í Erik. „Ég held það hafi verið viku fyrir jól sem Erik hringdi í mig,“ sagði Oskar. „Ég veit að hann hefur horft á marga leiki í sænsku úrvalsdeildinni og þekkir hana vel.“ Oskar, sem er 27 ára, hefur lengst af ferilsins leikið í neðri deildunum í Svíþjóð. Á síðasta tímabili lék hann hins vegar með Häcken í sænsku úrvalsdeildinni. Hann kom til liðsins eftir að hafa farið upp úr C-deildinni með Mjällby.Vonast til að vinna aftur með MilosOskar vonast til að fá fleiri tækifæri með Häcken á næsta tímabili.vísir/getty„Ég á þrjú ár eftir af samningnum við Häcken. Ég kann vel við mig hjá félaginu og að nýt þess að búa í Gautaborg,“ sagði Oskar sem lék sex leiki með Häcken í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og tvo leiki í Evrópudeildinni. „Mér fannst ganga vel en er smá vonsvikinn að hafa ekki fengið að spila meira á síðasta tímabili. Vonandi breytist það í ár.“ Hjá Mjällby lék Oskar undir stjórn Milos Milojevic sem kom liðinu upp um tvær deildir á jafn mörgum árum. Milos er Íslendingum að góðu kunnur en hann stýrði Víkingi R. og Breiðabliki hér á landi. „Fyrra árið áttum við í Mjällby að vinna deildina svo það kom ekki svo mikið á óvart. En að komast upp úr B-deildinni sem nýliðar var óvænt. Þeir voru með góðan hóp og Milos er virkilega góður þjálfari. Vonandi fæ ég tækifæri til að vinna aftur með honum og hann nær því besta fram í leikmönnum sínum,“ sagði Oskar að endingu. EM 2020 í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Sjá meira
Oskar Sverrisson, leikmaður Häcken í Svíþjóð, gæti leikið sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland þegar íslenska liðið mætir því kanadíska í vináttulandsleik í Los Angeles í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 23:59. Oskar er ekki þekktasta nafnið í íslenska hópnum. Hann hefur aldrei leikið hér á landi og lék ekki fyrir yngri landslið Íslands. Hann hefur búið í Svíþjóð alla ævi en á íslenskan föður. „Ég hef alltaf haft þetta bak við eyrað en ég hugsaði ekki um þetta núna,“ sagði Oskar í samtali við Vísi, aðspurður hvort hann hefði verið búinn að bíða lengi eftir að vera valinn í íslenska landsliðið. „Ég hef alltaf haft góða tengingu við Ísland. Amma og afi búa hér og systir mín flutti til Íslands fyrir 7-8 árum. Ég grínaðist alltaf með að mig langaði að spila fyrir Ísland. Þetta hefur alltaf verið draumur og núna hefur hann ræst.“Æfði með Val og KeflavíkOskar segir að það komi til greina að spila á Íslandi í framtíðinni.vísir/gettyOskar heldur sambandi við ættingja sína á Íslandi þótt það séu nokkur ár síðan hann kom hingað til lands. „Ég held alltaf sambandi við fólkið mitt hérna en hef ekki komið til Íslands í þrjú ár. Ég kom alltaf reglulega hingað,“ sagði Oskar sem er opinn fyrir því að spila á Íslandi á næstu árum. „Það kemur alveg til greina. Fyrir nokkrum árum kom ég hingað og æfði með Val og Keflavík. En ég hélt kyrru fyrir í Svíþjóð.“Heyrði í Hamrén viku fyrir jólOskar á landsliðsæfingu.mynd/ksíEins og áður sagði mæta Íslendingar Kanadamönnum í dag. Á sunnudaginn mætir Ísland El Salvador í öðrum vináttulandsleik sem fer einnig fram í Los Angeles. Oskar er nokkuð bjartsýnn á að fá tækifæri í leikjunum tveimur. „Ég vona það. Ég get bara staðið mig á æfingum og svo er það Eriks [Hamrén] að ákveða hvort ég spili. Jafnvel þótt ég spili ekkert verður þetta góð reynsla,“ sagði Oskar. Hann segir ekki langt síðan hann heyrði fyrst í Erik. „Ég held það hafi verið viku fyrir jól sem Erik hringdi í mig,“ sagði Oskar. „Ég veit að hann hefur horft á marga leiki í sænsku úrvalsdeildinni og þekkir hana vel.“ Oskar, sem er 27 ára, hefur lengst af ferilsins leikið í neðri deildunum í Svíþjóð. Á síðasta tímabili lék hann hins vegar með Häcken í sænsku úrvalsdeildinni. Hann kom til liðsins eftir að hafa farið upp úr C-deildinni með Mjällby.Vonast til að vinna aftur með MilosOskar vonast til að fá fleiri tækifæri með Häcken á næsta tímabili.vísir/getty„Ég á þrjú ár eftir af samningnum við Häcken. Ég kann vel við mig hjá félaginu og að nýt þess að búa í Gautaborg,“ sagði Oskar sem lék sex leiki með Häcken í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og tvo leiki í Evrópudeildinni. „Mér fannst ganga vel en er smá vonsvikinn að hafa ekki fengið að spila meira á síðasta tímabili. Vonandi breytist það í ár.“ Hjá Mjällby lék Oskar undir stjórn Milos Milojevic sem kom liðinu upp um tvær deildir á jafn mörgum árum. Milos er Íslendingum að góðu kunnur en hann stýrði Víkingi R. og Breiðabliki hér á landi. „Fyrra árið áttum við í Mjällby að vinna deildina svo það kom ekki svo mikið á óvart. En að komast upp úr B-deildinni sem nýliðar var óvænt. Þeir voru með góðan hóp og Milos er virkilega góður þjálfari. Vonandi fæ ég tækifæri til að vinna aftur með honum og hann nær því besta fram í leikmönnum sínum,“ sagði Oskar að endingu.
EM 2020 í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Sjá meira