Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Kristján Már Unnarsson skrifar 14. janúar 2020 21:30 Bæirnir Kollavík og Borgir eru við Kollavíkurvatn. Grafík/Hafsteinn Þórðarson, Stöð 2. Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar sveitabæja við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir og óttast um silungsveiði í vatninu. Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar 2. Stöðuvatnið kallast Kollavíkurvatn og er miðja vegu milli Raufarhafnar og Þórshafnar, inn af Kollavík. Í víkinni eru tveir bæir, Kollavík og Borgir. Á kortinu fyrir ofan sést hvernig sjávarkambur sem kallast Möl hefur girt víkina frá Þistilfirði og myndað stöðuvatn fyrir innan, en vatnið hefur verið rómað fyrir silungsveiði. Hér sést hvernig sjávarkamburinn, sem kallast Möl, girðir Kollavíkurvatn frá Þistilfirði, en myndin var tekin fyrir þremur árum ofan af Viðarfjalli.Mynd/Christopher Taylor. Svarthvít ljósmynd, sem Christopher Taylor tók fyrir þremur árum, sýnir vel hvernig Mölin lokaði af Kollavíkurvatn fyrir innan. En núna óttast bændurnir að silungsveiðin sé fyrir bí eftir að brimið rauf stórt skarð í Mölina í illviðrinu þann 10. desember og breytti stöðuvatninu í sjávarlón. Vigdís Sigurðardóttir, bóndi í Borgum, sem tók ljósmyndina hér fyrir neðan á dögunum, segir vatnið núna orðið brimsalt. Myndin sýnir hvar aldan brotnar í skarðinu.Mynd/Vigdís Sigurðardóttir, Borgum. Skarðið var fyrst á eftir talið fimmtíu til eitthundrað metra breitt. Jakobína Ketilsdóttir, bóndi í Kollavík, segir að skarðið hafi síðan stækkað. Þegar menn skoðuðu það í dag hafi menn áætlað það allt að tvöhundruð metra breitt. Kollavík og Kollavíkurvatn. Bærinn Borgir og Viðarfjall til hægri. Fjær sést yfir Þistilfjörð í Gunnólfsvíkurfjall og Þórshöfn.Mynd/Álfhildur Eiríksdóttir. Húsfreyjurnar líkja þessu við náttúruhamfarir en Eiríkur Kristjánsson, bóndi í Borgum og eiginmaður Vigdísar, segir að þarna gæti kannski komið góð höfn í staðinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Óveður 10. og 11. desember 2019 Svalbarðshreppur Veður Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar sveitabæja við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir og óttast um silungsveiði í vatninu. Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar 2. Stöðuvatnið kallast Kollavíkurvatn og er miðja vegu milli Raufarhafnar og Þórshafnar, inn af Kollavík. Í víkinni eru tveir bæir, Kollavík og Borgir. Á kortinu fyrir ofan sést hvernig sjávarkambur sem kallast Möl hefur girt víkina frá Þistilfirði og myndað stöðuvatn fyrir innan, en vatnið hefur verið rómað fyrir silungsveiði. Hér sést hvernig sjávarkamburinn, sem kallast Möl, girðir Kollavíkurvatn frá Þistilfirði, en myndin var tekin fyrir þremur árum ofan af Viðarfjalli.Mynd/Christopher Taylor. Svarthvít ljósmynd, sem Christopher Taylor tók fyrir þremur árum, sýnir vel hvernig Mölin lokaði af Kollavíkurvatn fyrir innan. En núna óttast bændurnir að silungsveiðin sé fyrir bí eftir að brimið rauf stórt skarð í Mölina í illviðrinu þann 10. desember og breytti stöðuvatninu í sjávarlón. Vigdís Sigurðardóttir, bóndi í Borgum, sem tók ljósmyndina hér fyrir neðan á dögunum, segir vatnið núna orðið brimsalt. Myndin sýnir hvar aldan brotnar í skarðinu.Mynd/Vigdís Sigurðardóttir, Borgum. Skarðið var fyrst á eftir talið fimmtíu til eitthundrað metra breitt. Jakobína Ketilsdóttir, bóndi í Kollavík, segir að skarðið hafi síðan stækkað. Þegar menn skoðuðu það í dag hafi menn áætlað það allt að tvöhundruð metra breitt. Kollavík og Kollavíkurvatn. Bærinn Borgir og Viðarfjall til hægri. Fjær sést yfir Þistilfjörð í Gunnólfsvíkurfjall og Þórshöfn.Mynd/Álfhildur Eiríksdóttir. Húsfreyjurnar líkja þessu við náttúruhamfarir en Eiríkur Kristjánsson, bóndi í Borgum og eiginmaður Vigdísar, segir að þarna gæti kannski komið góð höfn í staðinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Óveður 10. og 11. desember 2019 Svalbarðshreppur Veður Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira