Jóhannes Þór gefur lítið fyrir lobbíistatal Björns Levís Jakob Bjarnar skrifar 15. janúar 2020 14:48 Jóhannes Þór segir fundinn fullkomlega eðlilegan hluta samskipta Alþingismanna við fólkið í landinu og á engan hátt tortryggilegur. visir/vilhelm „Ef farið væri eftir skilyrðum sem Björn Leví setur fram í dag ættu þingmenn að sitja á skrifstofu sinni og lesa skýrslur og umsagnir og taka ákvörðun um þingmál út frá þeim eingöngu. Allir sjá að þannig virkar lýðræðisleg ákvarðanataka ekki,“ segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir greindi frá því fyrr í dag að Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata hafi ekki liðið vel á fundi sem hann ásamt nokkrum þingmönnum öðrum var boðaður á af hagsmunahópi tengdum ferðaþjónustunnar. Tilefni er frumvarp um þjóðgarð á miðhálendinu sem hefur verið til umsagnar. Björn Leví telur þetta óeðlileg afskipti lobbíista af störfum þingsins, hann tjáði sig um það á téðum fundi. Þá greip Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins inn í og bað fundarmenn afsökunar á orðum Björns Levís. Andlýðræðisleg hugsun Björns Levís Jóhannes Þór var ekki á fundinum en hann hefur rætt við ýmsa sem á honum voru og er vel af honum látið; góð skoðanaskipti upplýsingamiðlun á bóga. „Björn Leví þingmaður Pírata lætur nú að því liggja að það sé á einhvern hátt óeðlilegt að þingmenn hitti umbjóðendur sína, einstaklinga, fyrirtæki og hagsmunaaðila, á fundum og ræði mál sem hafa áhrif á starfsemi þeirra. Þetta er undarleg hugsun, nánast andlýðræðisleg,“ segir Jóhannes Þór en hann hefur skrifað pistil á Facebooksíðu sína þar sem hann gerir þessa sýn Björns Levís að umtalsefni. Eðlileg samskipti við fólkið í landinu „Þetta er allt fullkomlega eðlilegur hluti af samskiptum Alþingismanna við fólkið í landinu og á engan hátt tortryggilegt. Fundurinn með ferðaþjónustuaðilum á hálendinu sem Björn Leví sótti var ekki á neinn hátt frábrugðinn öðrum fundum af þessu tagi,“ segir Jóhannes sem vill benda á að Björn Leví hafi í starfi sínu á Alþingi undanfarin ár setið fjölda slíkra harðlokaðra funda. „Með fulltrúum „lobbýista“ (eins og hann kallar það) þar sem lobbýistarnir eru sérstaklega boðaðir til fundar og fá tækifæri til að fara yfir sjónarmið sín á ýmsum málum í lokuðu herbergi með þingmönnum. Þeir fundir eru kallaðir nefndafundir Alþingis,“ segir Jóhannes Þór háðskur. En hann starfaði á árum áður sem aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þá forsætisráðherra og þekkir því gjörla hvernig kaupin ganga fyrir sig á eyrinni. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Tengdar fréttir Ásmundur bað þrýstihóp í ferðaþjónustu afsökunar á Birni Leví Kurr á fundi rekstraraðila ferðaþjónustu og þingmanna. 15. janúar 2020 12:46 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús Sjá meira
„Ef farið væri eftir skilyrðum sem Björn Leví setur fram í dag ættu þingmenn að sitja á skrifstofu sinni og lesa skýrslur og umsagnir og taka ákvörðun um þingmál út frá þeim eingöngu. Allir sjá að þannig virkar lýðræðisleg ákvarðanataka ekki,“ segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir greindi frá því fyrr í dag að Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata hafi ekki liðið vel á fundi sem hann ásamt nokkrum þingmönnum öðrum var boðaður á af hagsmunahópi tengdum ferðaþjónustunnar. Tilefni er frumvarp um þjóðgarð á miðhálendinu sem hefur verið til umsagnar. Björn Leví telur þetta óeðlileg afskipti lobbíista af störfum þingsins, hann tjáði sig um það á téðum fundi. Þá greip Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins inn í og bað fundarmenn afsökunar á orðum Björns Levís. Andlýðræðisleg hugsun Björns Levís Jóhannes Þór var ekki á fundinum en hann hefur rætt við ýmsa sem á honum voru og er vel af honum látið; góð skoðanaskipti upplýsingamiðlun á bóga. „Björn Leví þingmaður Pírata lætur nú að því liggja að það sé á einhvern hátt óeðlilegt að þingmenn hitti umbjóðendur sína, einstaklinga, fyrirtæki og hagsmunaaðila, á fundum og ræði mál sem hafa áhrif á starfsemi þeirra. Þetta er undarleg hugsun, nánast andlýðræðisleg,“ segir Jóhannes Þór en hann hefur skrifað pistil á Facebooksíðu sína þar sem hann gerir þessa sýn Björns Levís að umtalsefni. Eðlileg samskipti við fólkið í landinu „Þetta er allt fullkomlega eðlilegur hluti af samskiptum Alþingismanna við fólkið í landinu og á engan hátt tortryggilegt. Fundurinn með ferðaþjónustuaðilum á hálendinu sem Björn Leví sótti var ekki á neinn hátt frábrugðinn öðrum fundum af þessu tagi,“ segir Jóhannes sem vill benda á að Björn Leví hafi í starfi sínu á Alþingi undanfarin ár setið fjölda slíkra harðlokaðra funda. „Með fulltrúum „lobbýista“ (eins og hann kallar það) þar sem lobbýistarnir eru sérstaklega boðaðir til fundar og fá tækifæri til að fara yfir sjónarmið sín á ýmsum málum í lokuðu herbergi með þingmönnum. Þeir fundir eru kallaðir nefndafundir Alþingis,“ segir Jóhannes Þór háðskur. En hann starfaði á árum áður sem aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þá forsætisráðherra og þekkir því gjörla hvernig kaupin ganga fyrir sig á eyrinni.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Tengdar fréttir Ásmundur bað þrýstihóp í ferðaþjónustu afsökunar á Birni Leví Kurr á fundi rekstraraðila ferðaþjónustu og þingmanna. 15. janúar 2020 12:46 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús Sjá meira
Ásmundur bað þrýstihóp í ferðaþjónustu afsökunar á Birni Leví Kurr á fundi rekstraraðila ferðaþjónustu og þingmanna. 15. janúar 2020 12:46