Tveir nýliðar eru í byrjunarliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sem mætir því kanadíska í vináttulandsleik í Los Angeles. Leikurinn hefst á miðnætti.
Daníel Leó Grétarsson og Höskuldur Gunnlaugsson eru í byrjunarliðinu og leika sína fyrstu landsleiki.
Kári Árnason og Hannes Þór Halldórsson eru langreyndustu leikmennirnir í byrjunarliðinu og sá fyrrnefndi er með fyrirliðabandið.
Viðar Örn Kjartansson og Kjartan Henry Finnbogason eru saman í fremstu víglínu. Þá er Hólmar Örn Eyjólfsson í byrjunarliðinu og leikur sinn fyrsta landsleik síðan í október 2018.
Byrjunarlið Íslands má sjá hér fyrir neðan.
This is how we start our friendly against Canada at the Championship Soccer Stadium in Canada!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 15, 2020
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Kanada!
Leikurinn verður í beinni útsendingu hér:https://t.co/WyOLZlrjNI#fyririslandpic.twitter.com/Ij2K9xKWlD