Grannliðin Njarðvík og Keflavík mætast í Domino's deild karla í dag.
Í dag, 16. janúar 2020, eru 20 ár síðan Örlygur Aron Sturluson, leikmaður Njarðvíkur, lést af slysförum.
Stöð 2 Sport verður með heilmikla dagskrá í tilefni dagsins. Klukkan 18:10 verður leikur Njarðvíkur og Keflavíkur frá 1999 sýndur og kl. 19.40 verður Domino´s Körfuboltakvöld með „Í minningu Ölla“ í beinni frá Njarðtaksgryfjunni.
Klukkan 20:15 er svo komið að leik Njarðvíkur og Keflavíkur. Þar mætast liðin í 2. og 4. sæti Domino's deildarinnar.
Allur aðgangseyrir á leikinn mun renna óskiptur í Minningarsjóð Ölla en hann styrkir börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna.
Eftir leikinn í Njarðvík verður svo heimildarmyndin Ölli sýnd.
Einnig verður sýnt beint frá þremur golfmótum; Abu Dhabi HSBC Championship á Evrópumótaröðinni, Diamond Resorts Tournament of Champions á LPGA-mótaröðinni og The American Express á PGA-mótaröðinni.
Lista yfir beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 má sjá með því að smella hér.
Beinar útsendingar dagsins:
11:00 Abu Dhabi HSBC Championship, Stöð 2 Golf
17:00 Diamond Resorts Tournament of Champions, Stöð 2 Golf
19:40 Minning um Ölla - upphitun frá Njarðvík, Stöð 2 Sport
20:00 The American Express, Stöð 2 Golf
20:10 Njarðvík - Keflavík, Stöð 2 Sport
