Verðandi liðsfélagar hjá Kiel á toppnum í bæði mörkum og stoðsendingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2020 14:00 Nikola Bilyk var bæði með flest mörk og flestar stoðsendingar í riðlakeppni EM 2020. EPA-EFE/VALDRIN XHEMAJ Þýska félagið Kiel var tilbúið að segja upp samningi sínum við íslenska leikstjórnandann Gísla Þorgeir Kristjánsson. Þegar við skoðum leikmannahóp liðsins og þá aðallega verðandi leikmannahóp, þá þarf ekki að koma mikið á óvart að liðið þurfi ekki á íslenska leikstjórnandanum að halda. Tveir verðandi liðsfélagar hjá Kiel hafa nefnilega farið á kostum á Evrópumótinu í handbolta sem nú stendur yfir í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Þetta eru Austurríkismaðurinn Nikola Bilyk og Norðmaðurinn Sander Sagosen sem báðir eru leikstjórnendur í sínum liðum. Nikola Bilyk er leikmaður Kiel og hefur verið það frá árinu 2016 en Sander Sagosen gengur til liðs við Kiel í sumar. Sagosen er búinn að ganga frá þriggja ára samningi við félagið. En aftur að frammistöðu þeirra í riðlakeppni EM 2020. Þar eru þeir báðir á toppnum í mörkum og stoðsendingum af öllum leikmönnum keppninnar til þessa. Nikola Bilyk er markahæstur með 28 mörk eða einu marki meira en Sander Sagosen og Svisslendingurinn Andy Schmid sem hafa báðir skorað 27 mörk. Þeir Nikola Bilyk og Sander Sagosen hafa síðan báðir gefið 19 stoðsendingar eða tveimur fleiri en maðurinn í þriðja sætinu sem er Makedóníumaðurinn Kiril Lazarov. Þetta þýðir jafnframt að í þremur leikjum sinna þjóða í riðlakeppninni eru þeir Nikola Bilyk og Sander Sagosen búnir að eiga þátt í 47 (Bilyk) og 46 (Sagosen) mörkum eða meira en fimmtán mörkum að meðaltali í leik. Þessir tveir eiga líka báðir sín bestu ár eftir. Nikola Bilyk hélt upp á 23 ára afmæli sitt í nóvember síðastliðnum og Sander Sagosen verður 25 ára í september á þessu ári. Þeir geta báðir leyst skyttustöðuna líka og munu eflaust gera það hjá Kiel á næsta tímabili enda hlýtur félagið að vilja nota báða þessa heimsklassa menn. Það má síðan ekki gleyma að með Kiel í dag spila sem leikstjórnendur Króatinn Domagoj Duvnjak og Slóveninn Miha Zarabec. Aron Pálmarsson og Alexander Petersson eru markahæstir í íslenska liðinu með 14 mörk hvor en það dugar þeim í átjánda sæti markalistans. Því sæti deila þeir með átta öðrum leikmönnum.Markahæstu menn í riðlakeppni EM 2020: 1. Nikola Bilyk, Austurríki 28 2. Sander Sagosen, Noregi 27 2. Andy Schmid, Sviss 27 4. Kiril Lazarov, Norður-Makedóníu 27 4. Kay Smits, Hollandi 22 6. Dainis Kristopans, Lettlandi 21Flestar stoðsendingar í riðlakeppni EM 2020: 1. Nikola Bilyk, Austurríki 19 1. Sander Sagosen, Noregi 19 3. Kiril Lazarov, Norður-Makedóníu 17 4. Janko Bozovic, Austurríki 16 4. Gerald Zeiner, Austurríki 16 6. Andy Schmid, Sviss 15Flest mörk+stoðsendingar í riðlakeppni EM 2020: 1. Nikola Bilyk, Austurríki 47 2. Sander Sagosen, Noregi 46 3. Andy Schmid, Sviss 42 4. Kiril Lazarov, Norður-Makedóníu 39 5. Janko Bozovic, Austurríki 35 6. Dainis Kristopans, Lettlandi 34 EM 2020 í handbolta Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Þýska félagið Kiel var tilbúið að segja upp samningi sínum við íslenska leikstjórnandann Gísla Þorgeir Kristjánsson. Þegar við skoðum leikmannahóp liðsins og þá aðallega verðandi leikmannahóp, þá þarf ekki að koma mikið á óvart að liðið þurfi ekki á íslenska leikstjórnandanum að halda. Tveir verðandi liðsfélagar hjá Kiel hafa nefnilega farið á kostum á Evrópumótinu í handbolta sem nú stendur yfir í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Þetta eru Austurríkismaðurinn Nikola Bilyk og Norðmaðurinn Sander Sagosen sem báðir eru leikstjórnendur í sínum liðum. Nikola Bilyk er leikmaður Kiel og hefur verið það frá árinu 2016 en Sander Sagosen gengur til liðs við Kiel í sumar. Sagosen er búinn að ganga frá þriggja ára samningi við félagið. En aftur að frammistöðu þeirra í riðlakeppni EM 2020. Þar eru þeir báðir á toppnum í mörkum og stoðsendingum af öllum leikmönnum keppninnar til þessa. Nikola Bilyk er markahæstur með 28 mörk eða einu marki meira en Sander Sagosen og Svisslendingurinn Andy Schmid sem hafa báðir skorað 27 mörk. Þeir Nikola Bilyk og Sander Sagosen hafa síðan báðir gefið 19 stoðsendingar eða tveimur fleiri en maðurinn í þriðja sætinu sem er Makedóníumaðurinn Kiril Lazarov. Þetta þýðir jafnframt að í þremur leikjum sinna þjóða í riðlakeppninni eru þeir Nikola Bilyk og Sander Sagosen búnir að eiga þátt í 47 (Bilyk) og 46 (Sagosen) mörkum eða meira en fimmtán mörkum að meðaltali í leik. Þessir tveir eiga líka báðir sín bestu ár eftir. Nikola Bilyk hélt upp á 23 ára afmæli sitt í nóvember síðastliðnum og Sander Sagosen verður 25 ára í september á þessu ári. Þeir geta báðir leyst skyttustöðuna líka og munu eflaust gera það hjá Kiel á næsta tímabili enda hlýtur félagið að vilja nota báða þessa heimsklassa menn. Það má síðan ekki gleyma að með Kiel í dag spila sem leikstjórnendur Króatinn Domagoj Duvnjak og Slóveninn Miha Zarabec. Aron Pálmarsson og Alexander Petersson eru markahæstir í íslenska liðinu með 14 mörk hvor en það dugar þeim í átjánda sæti markalistans. Því sæti deila þeir með átta öðrum leikmönnum.Markahæstu menn í riðlakeppni EM 2020: 1. Nikola Bilyk, Austurríki 28 2. Sander Sagosen, Noregi 27 2. Andy Schmid, Sviss 27 4. Kiril Lazarov, Norður-Makedóníu 27 4. Kay Smits, Hollandi 22 6. Dainis Kristopans, Lettlandi 21Flestar stoðsendingar í riðlakeppni EM 2020: 1. Nikola Bilyk, Austurríki 19 1. Sander Sagosen, Noregi 19 3. Kiril Lazarov, Norður-Makedóníu 17 4. Janko Bozovic, Austurríki 16 4. Gerald Zeiner, Austurríki 16 6. Andy Schmid, Sviss 15Flest mörk+stoðsendingar í riðlakeppni EM 2020: 1. Nikola Bilyk, Austurríki 47 2. Sander Sagosen, Noregi 46 3. Andy Schmid, Sviss 42 4. Kiril Lazarov, Norður-Makedóníu 39 5. Janko Bozovic, Austurríki 35 6. Dainis Kristopans, Lettlandi 34
EM 2020 í handbolta Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða