Manuela Ósk og Jón Eyþór dönsuðu Cha Cha við lögin Pata pata og Crazy in Love mixuð saman fyrir tæplega viku í beinni útsendingu á Stöð 2 í skemmtiþáttunum Allir geta dansað.
Atriðið gekk vel en fram kom að Manuela hafði verið veik alla vikuna fyrir þáttinn.
Dómararnir voru aftur á móti mjög sáttir með atriðið.
„Mjög flott og ég elska allt óvænt eins og að rífa sig úr. Mér fannst loka effectinn geggjaður og mjög vel dansað sérstaklega til að byrja með,“ sagði Selma.
„Í byrjuninni náðirðu stöðunni sem við höfum talað um súper. Basicið vel gert. Misstuð aðeins taktinn. Vel þjálfað Jón,“ sagði Karen.
„Færðu þungann meira fram í tábergið í næsta þætti,“ sagði Jóhann sem gaf þeim 9 í einkunn og Selma og Karen gáfu þeim 8.