Leigjendur borga fyrr en eru áfram líklegri til að búa við glæpi og hávaða Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. janúar 2020 11:00 Horft til Reykjavíkur úr Kópavogi. Vísir/vilhelm Hagur leigjenda hefur vænkast nokkuð á undanförnum árum ef marka má nýja mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar (HMS), sem varð til með sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunnar í upphafi árs. Færri leigjendur búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað og leigjendum í vanskilum fækkar. Aftur á móti telja leigjendur sig frekar búa við glæpi og hávaða en fólk í eigin húsnæði, þó svo að jafn skítugt virðist vera í kringum bæði búsetuform. Í skýrslu HMS er þess getið að næstum fimmtungur heimila hafi búið við „íþyngjandi húsnæðiskostnað“ árið 2018. Húsnæðiskostnaður telst íþyngjandi ef hann nemur yfir 40 prósent af ráðstöfunartekjum. „Ástandið virðist hafa batnað nokkuð frá árinu 2015 þegar hlutfallið var 26,4 prósent og hefur það í raun ekki mælst lægra frá árinu 2007,“ segir til útskýringar í skýrslunni. Örlítið aðra sögu er hins vegar að segja af eigendum. „Hlutfall heimila í eigin húsnæði sem býr við íþyngjandi húsnæðiskostnað hefur hækkað, úr 6,1 prósent árið 2016 í 7,9 prósent árið 2018,“ segir HMS og bætir við að líklega skýringu á þessari þróun megi e.t.v. finna í aukinni lántöku íbúðalána. Vanskilum leigjenda hefur einnig fækkað. Þeir sem ekki gátu staðið staðið í leigugreiðslum á réttum tíma voru 5,3 prósent árið 2018, samanborið við 14 prósent árið 2013. Aðeins sjaldgæfara er að eigendur séu í vanskilum á greiðslu íbúðalána; hlutfall þeirra mældist 3,1 prósent, en var 9,1 prósent árið 2013 og hefur hagur beggja hópa því vænkast nokkuð í þessum efnum. Verra nærumhverfi leigjenda Leigjendur eru þó ennþá í umtalsvert verri stöðu þegar kemur að upplifun fólks af nærumhverfi sínu. Þannig eru leigjendur líklegri til þess að búa við glæpi eða hávaða en þeir sem búa í eigin húsnæði. Tölur Hagstofunnar benda til að um 4,7 prósent fólks á leigumarkaði hafi sagt glæpi tengjast þeim stað sem það býr á árið 2018, samanborið við 1,9 prósent eigenda. Hlutfallið hefur hins vegar sveiflast mikið á undanförnum árum og því erfitt að draga ályktanir um breytingu á þessu hlutfalli til lengri tíma að mati HMS. Samanburðurinn er þó eigendum í vil. Eigendur standa einnig betur þegar kemur að upplifun fólks af hávaða í nærumhverfinu. Aðspurðir hvort mikill hávaði sé „frá nágrönnum eða að utan, svo sem frá umferð, verksmiðjum, iðnaði og svo framvegis,“ sögðu tíu prósent eigenda svo vera en 17,9 prósent leigjenda voru þeirrar skoðunar. Það er hins vegar lítill sem enginn munur á því hvort fólk telji sig búa við mengun eða óhreinindi eftir því hvort það er á leigumarkaði eða býr í eigin húsnæði, eins og sjá má í skýrslu HMS sem má nálgast hér. Húsnæðismál Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Hagur leigjenda hefur vænkast nokkuð á undanförnum árum ef marka má nýja mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar (HMS), sem varð til með sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunnar í upphafi árs. Færri leigjendur búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað og leigjendum í vanskilum fækkar. Aftur á móti telja leigjendur sig frekar búa við glæpi og hávaða en fólk í eigin húsnæði, þó svo að jafn skítugt virðist vera í kringum bæði búsetuform. Í skýrslu HMS er þess getið að næstum fimmtungur heimila hafi búið við „íþyngjandi húsnæðiskostnað“ árið 2018. Húsnæðiskostnaður telst íþyngjandi ef hann nemur yfir 40 prósent af ráðstöfunartekjum. „Ástandið virðist hafa batnað nokkuð frá árinu 2015 þegar hlutfallið var 26,4 prósent og hefur það í raun ekki mælst lægra frá árinu 2007,“ segir til útskýringar í skýrslunni. Örlítið aðra sögu er hins vegar að segja af eigendum. „Hlutfall heimila í eigin húsnæði sem býr við íþyngjandi húsnæðiskostnað hefur hækkað, úr 6,1 prósent árið 2016 í 7,9 prósent árið 2018,“ segir HMS og bætir við að líklega skýringu á þessari þróun megi e.t.v. finna í aukinni lántöku íbúðalána. Vanskilum leigjenda hefur einnig fækkað. Þeir sem ekki gátu staðið staðið í leigugreiðslum á réttum tíma voru 5,3 prósent árið 2018, samanborið við 14 prósent árið 2013. Aðeins sjaldgæfara er að eigendur séu í vanskilum á greiðslu íbúðalána; hlutfall þeirra mældist 3,1 prósent, en var 9,1 prósent árið 2013 og hefur hagur beggja hópa því vænkast nokkuð í þessum efnum. Verra nærumhverfi leigjenda Leigjendur eru þó ennþá í umtalsvert verri stöðu þegar kemur að upplifun fólks af nærumhverfi sínu. Þannig eru leigjendur líklegri til þess að búa við glæpi eða hávaða en þeir sem búa í eigin húsnæði. Tölur Hagstofunnar benda til að um 4,7 prósent fólks á leigumarkaði hafi sagt glæpi tengjast þeim stað sem það býr á árið 2018, samanborið við 1,9 prósent eigenda. Hlutfallið hefur hins vegar sveiflast mikið á undanförnum árum og því erfitt að draga ályktanir um breytingu á þessu hlutfalli til lengri tíma að mati HMS. Samanburðurinn er þó eigendum í vil. Eigendur standa einnig betur þegar kemur að upplifun fólks af hávaða í nærumhverfinu. Aðspurðir hvort mikill hávaði sé „frá nágrönnum eða að utan, svo sem frá umferð, verksmiðjum, iðnaði og svo framvegis,“ sögðu tíu prósent eigenda svo vera en 17,9 prósent leigjenda voru þeirrar skoðunar. Það er hins vegar lítill sem enginn munur á því hvort fólk telji sig búa við mengun eða óhreinindi eftir því hvort það er á leigumarkaði eða býr í eigin húsnæði, eins og sjá má í skýrslu HMS sem má nálgast hér.
Húsnæðismál Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira