Manchester United hefur samþykkt tilboð Inter í Ashley Young. Sky á Ítalíu greinir frá.
Talið er að Inter greiði um 1,3 milljónir punda fyrir Young. Hann gerir eins og hálfs árs samning við Inter.
BREAKING: A £1.3m deal to bring Ashley Young to Inter Milan from Manchester United has been completed, according to Sky in Italy.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 16, 2020
Young kom til United frá Aston Villa sumarið 2011. Hann hefur verið aðalfyrirliði United frá því síðasta sumar.
Young, sem er 34 ára, hefur ekki verið í leikmannahópi United í síðustu tveimur leikjum liðsins.
Hann lék 261 leik fyrir United og skoraði 19 mörk. Young hefur leikið 39 leiki fyrir enska landsliðið og skorað sjö mörk.
Inter er í 2. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Juventus.