Dönsku stuðningsmennirnir í handbolta virðast hafa verið nokkuð vissir um að sínir menn myndu þægilega komast áfram í milliriðil á EM í handbolta.
Þúsundir Dana höfðu fyrir mótið keypt miða á milliriðil tvö sem fer fram í Malmö en upp úr riðli Dana fóru Íslendingar og Ungverjar. Danirnir sátu eftir með sárt ennið.
Bæði TV 2 Sport og DR fjalla um það að margir Danir hafi átt miða á milliriðilinn en í frétt fyrrnefnda miðilsins segir að allt að tuttugu þúsund Danir höfðu tryggt sér miða á einn eða fleiri leiki í milliriðlinum.
Tusinder af danske fans hænger på billetter til EM-kampe https://t.co/WmdRvKWBcm
— Kim Nordenstrand (@KNordenstrand) January 16, 2020
Margar auglýsingar voru komarn inn á sölusíðuna Den Blå Avis en síðan svipar til síðna eins og Bland hér á Íslandi. Þar er selt allt milli himins og jarðar.
Það er ekki bara á dönskum síðum sem Danirnir reyna að komast af með miðanna því á Facebook-síðunni, Íslendingar í Kaupmannahöfn, má sjá margar auglýsingar.
Þar reyna Danirnir að koma miðunum til Íslendinganna sem eru komnir áfram og enda sölupóstarnir yfirleitt á sömu kveðjunni: „Til hamingju Ísland.“
Danske fans forsøger at sælge deres billetter efter EM-fiasko Den sensationelle EM-exit har fået flere danske fans til at sætte deres allerede købte billetter til mellemrunden til salg. https://t.co/6KstjDK5aZ
— SportenDK (@SportenDK) January 16, 2020
Ísland spilar í dag sinn fyrsta leik í milliriðlinum er liðið mætir Slóveníu klukkan 15.00. Það verður spennandi að sjá hvernig mætingin verður á pallanna en eitt er víst; heims- og Ólympíumeistarar Dana eru úr leik.