Engin takmörk á því hversu mikill unaður er í boði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. janúar 2020 12:00 Helga Snjólfsdóttir vann sem verkfræðingur fyrir þremur árum og sá þá ekki fyrir sér að hún ætti eftir að byrja að fræða Íslendinga um kynlíf og nánd. Mynd/Vísir „Mögulega er nútímafólk margt svelt af nánd,“ segir Helga Snjólfsdóttir verkfræðingur, jógakennari og fyrirlesari. Hún segir snjallsímanotkun, samfélagsleg áhrif og þekkingarleysi einstaklinga á sjálfum sér, vera hluti af vandamálinu. Helga fór sjálf af stað í vegferð í leit að meiri nánd af því að hún upplifði sjálf að hún væri svelt af nánd. Nú hjálpar hún öðrum í sömu stöðu. „Þrátt fyrir að eiga góðan maka, gott stuðningsnet, fín fjölskyldutengsl þá var einhver svona tómleiki sem rak mig af stað í djúpt ferðalag.“ Hún sá ekki fyrir sér að þetta ferðalag myndi leiða hana á þann stað sem hún er á í dag. Helga er einn átta fyrirlesara sem koma fram á samkomunni Bara það besta 2020 sem fer fram í Hörpu laugardaginn 18. janúar. Erindi Helgu fjallar um kynorku og nánd en hún hefur síðustu mánuði haldið nokkur námskeið og viðburði um viðfangsefnið samhliða jógakennslunni. Helga man mjög vel eftir augnablikinu þegar hún áttaði sig á að hún þyrfti eitthvað meira. „Það var bara eins og það hafi verið dregið frá og ég sá allan farangurinn sem ég var með varðandi það að vera kynvera. Samfélagsleg mótun, menningarleg mótun. Mín eigin reynsla og allt þetta í bland. Ég var ekki frjáls kona, samt örugglega talin frjálslegri en margir.“ Fyrsta skrefið hennar var að fara á Google og sló inn leitarorð eins og „Tantra“ , „Sensuality“ og „Sexuality.“ Í kjölfarið fór hún á viku námskeið í Grímsnesi ásamt um 40 öðrum þátttakendum. „Ég fór að kafa ofan í þetta og þá finn ég þetta námskeið sem ég er búin að fara tvisvar á. Þetta eru sjö dagar þar sem er verið að flétta saman tantra við ýmis konar andlega iðkun og shamanisma. Í sjö daga er bara verið að hrista líkamann þinn þangað til að hann vaknar, í mjög einfölduðu máli. Hugurinn er búinn að vera ráðandi þannig að til þess að vakna þá þarf að hrista þennan kropp. Dansa, hrista hann og gera alls konar æfingar til að hleypa tilfinningum í gegn.“ Helga vildi kenna fólki það sem hún sjálf hafði lært um nánd.Aðsend mynd Lífsleikni fyrir fullorðna Á námskeiðinu uppgötvaði Helga marga innri múra og náði ekki að komast í gegnum þá alla. Hún ákvað því að fara aftur á sama námskeið nokkrum mánuðum síðar, í þetta skiptið erlendis og hjá öðrum kennurum. „Þá hrundu múrarnir. Ég upplifði bara að ég væri komin með tengingu frá fótum upp í höfuð, allur líkaminn minn væri orðinn frjáls og lifandi. Þú verður að ganga í gegnum þetta til þess að skilja hvað þetta er áhrifaríkt.“ Helga fór á námskeiðið Spiritual Sexual Shamanic Experience hjá ISTA, International School of Temple Arts. „Ég sé fyrir mér kúlu eins og í Wrecking Ball myndbandinu. Ég fór þarna til að klára að brjóta niður múrana og fór líka með kennaragleraugun mín, því að ég vildi flétta þetta einhvern veginn inn í mín eigin námskeið.“ Námskeiðið er eins konar lífsleikni og kynfræðslunámskeið, sem kennir fullorðnum það sem þeir hefðu þurft að læra sem börn og unglingar, að þekkja sjálfan sig og elska, tilfinningagreind, að setja mörk og taka ábyrgð á sér og sinni hegðun. „Ég held að það hafi verið í mars á síðasta ári þegar ég heyrði hjarta mitt segja, nú átt þú að fara og dreifa þessum boðskap um kynhegðun og nánd.“ Helga segir að hún hafi fyrst hugsað með sér „Ha, á ég að gera það? Ég sá þetta ekki fyrir. Á ég að vera þessi sem er allt um kynlíf og kynhegðun?“ segir Helga og hlær. En eftir nokkra umhugsun ákvað hún að fylgja þessari tilfinningu og byrja að kenna öðrum það sem hún hafði sjálf lært. „Ég melti þetta í einhverja mánuði áður en ég steig að fullu skrefið og byrjaði að auglýsa námskeiðin mín, Kvenleiki, nánd, kynorka.“ Hún segir að viðbrögðin hafi verið ótrúlega góð strax frá upphafi sem hafi staðfest hennar grunsemdir um þörfina fyrir slík námskeið. „Þetta var eins og með svo margt annað. Ég hélt að þetta yrði magnað en þetta var þrisvar sinnum magnaðra eða níu sinnum magnaðra. Bara það að tengjast þessum konuhópum og finna hvað þetta hreyfði við þeim.“ Tók púlsinn á íslenskum konum Ástæða þess að Helga íhugaði að sleppa því að fara af stað með námskeiðin sín er að þetta hreyfi við svo djúpum stað í fólki. „Eitt af því sem þetta ýtir við er ótti. Ótti náttúrulega ýtir undir fordóma og sleggjudóma. Ég eins og aðrir óttast álit annara og að lenda undir tönnunum á fólki fyrir að opna á þetta allt saman.“ Hún sér þó ekki eftir sinni ákvörðun, það jákvæða sé langtum meira en það neikvæða. „Ég er núna búin að halda þrjú svona námskeið. Fjórði hópurinn fór svo af stað í þessari viku. Þetta eru sex skipti einu sinni í viku og í hverjum tíma er ein áhersla sem getur verið eitthvað eins og sjálfsfróun og unaður eða líkamsvirðing.“ Helga segir að á námskeiðunum hafi hún aðeins náð að taka púlsinn á konum í landinu. Hún segir að það hafi komið sér mikið á óvart hvað það hversu djúpstæð þörf er fyrir að gefa konum, og að hennar mati karlmönnum líka, vettvang til þess að tala um kynlíf og kynhegðun. „Það að vera kynvera og hvaða farangur og mögulega bælingu við erum með þegar kemur að því, sem ég held að sé persónulegur og ekki síður samfélagslegur farangur sem við burðumst oft með.“ Krefjandi á meðan á því stendur Það kom upp úr dúrnum að mörgum fannst erfitt, jafnvel átakanlegt, að taka þátt í samræðum um sum viðfangsefni og jafnvel bara að sitja og hlusta á aðra tala. „Allir hafa frelsi til að velja hvort þeir deila sjálfir. Bara það að hlusta á mig tala um eitthvað eins og sjálfsfróun og hvernig er hægt að nálgast sjálfsfróun á nýjan hátt, að í rauninni veita sjálfum sér unað og einhvers konar sælu án þess að koma bara við kynfærin og stefna á fullnægingu heldur þetta að kynnast líkamanum sínum á nýjan hátt, bara það að hlusta á þetta var rosalega óþægilegt fyrir suma.“ Námskeiðin hafa áhrif á alla þátttakendur og opna augun fyrir hvað það er fyrir hvern og einn sem mætti skoða, hver og einn tekur þátt upp að því marki sem hann getur í dag. „Yfirleitt er þetta einhvers konar pot sem hreyfir nógu mikið við til þess að fólk upplifir meiri frelsun eftir á, þó að það geti verið krefjandi eða erfitt akkúrat á meðan,“ útskýrir Helga. Margir eiga erfitt með viðfangsefnin á námskeiðum Helgu. Hún segir mikla þörf fyrir meiri umræðu um nánd og kynvitund.Mynd/Allt sem þú ert Breytti öllum samböndum Hún byrjaði eins og áður sagði, sína eigin vegferð með því að fara á námskeið, en segir að þau námskeið hafi verið meira á brúninni en þau námskeið sem hún kennir sjálf. Helga segir að bæði hér á landi og erlendis sé fólk með keimlíka reynslu og að vinna sig í gegnum þungar tilfinningar á þessum námskeiðum. „Ég held að þetta sé voða svipað í löndum í hinum vestræna heimi, hvaða farangur þetta er, af hverju við erum öll með svona mikla skömm eða ótta við að vera fyllilega kynveran sem við erum.“ Helga segir að leit hennar af meiri nánd hafi gjörbreytt öll. „Þetta hefur breytt öllum samböndum sem ég á, þessi færni til að vera meira til staðar og að geta séð fólk. Líka bara að geta sýnt mig, líka ljótu hlutana af mér sem að manni er svolítið kennt að sýna ekki. Ég hugsa alveg stundum ljóta hluti og ég veit að ég þarf ekkert að skammast mín fyrir það út af því að við gerum það öll. Stundum á ég bara slæman dag og get sagt að ég er með mjög skrítnar og ljótar hugsanir. Ég veit að það er bara mitt.“ Mestu áhrifin hefur þetta haft á hjónabandið og samskiptin við makann. „Öll sjálfsvinna og sjálfsskoðun hún styður náttúrulega bara við heilbrigðari samskipti. Það gildir það sama heima hjá mér, það er bara komin dýpri nánd og við getum talað um erfiðari hluti. Án þess að ég sé föst í hugmyndum um hvað ég má vera og hvað ekki, hvað honum má finnast um mig. Ég get bara, yfirleitt, sagt honum allt sem ég er að ganga í gegnum án þess að vera eitthvað að „filtera“ hvað hann má heyra eða eitthvað svoleiðis. Þessi hráleiki.“ Helga viðurkennir þó alveg að þessi algjöra hreinskilni kom ekki sjálfkrafa strax frá byrjun. Fyrst reyndi hún áfram, hugsanlega ómeðvitað, að sleppa því að segja ákveðna hluti við manninn sinn um sínar hugsanir eða langanir. Í dag er þó sennilega ekkert sem hún getur ekki sagt upphátt við hann. Ekki hægt að bakka „Þetta er bara einhvers konar langhlaup en ég held að verðlaunin séu svo rosalega mikil og dýrmæt að þú getur einfaldlega upplifað þig meira lifandi. Ég held að því miður labbi margir bara um eins og einhver höfuð og líkaminn er ekki með. Við erum búin að setja svo mikla áherslu á hugann og erum alltaf að hugsa, allt þarf að vera svo rökrétt. En það er bara svo lítið brot af því sem við erum. Þannig við þurfum að finna fyrir líkamanum okkar, tilfinningalífinu, hjartanu og kynsvæðinu. Þetta er allt við sjálf. Þannig missum við af stórum hluta tilverunnar ef við ætlum bara að hugsa og taka allt inn með huganum. Ég upplifi mig svo miklu meira lifandi og frjáls.“ Eftir að Helga breytti lífi sínu hefur hún ekki horft í baksýnisspegilinn og ætlar hún ekki að fara aftur í sama farið. „Svo ég vitni í eina konu sem kom á námskeið hjá mér, þá er enginn bakkgír. Þó að þetta sé ekki alltaf auðvelt. Stundum hef ég alveg hugsað væri ekki bara gott að fara aftur í það þegar ég var metnaðarfull kona í atvinnulífinu. Fann ekkert og var bara að gera og gera og gera.“ Fyrir þremur árum, áður en Helga fór í þessa vegferð, lenti hún í kulnun. Hún hætti í kjölfarið að vinna sem verkfræðingur og byrjaði að kenna jóga. Það eru nú komin þrjú ár síðan og segir Helga að hún hafi einfaldlega brunnið út. Það hafa því orðið miklar breytingar hjá henni síðustu ár. „En ég myndi aldrei skipta og það er ekki hægt að fara til baka. Þó að núna sé þetta aðeins meira sveiflukennt og miklu meira litróf. Maður getur ekki sett í bakkgír og farið til baka, það er ekki hægt eftir að hafa upplifað það hvað lífið getur verið litríkt.“ Það breytti öllu í lífi Helgu að finna meiri nánd.Mynd/Getty Hlið við hlið Helga segir að hún sé svo sannarlega ekki sú eina sem á einhverjum tímapunkti hafi upplifað skort af nánd. „Ég held að það sé svona mjög mikið samfélagslegt. Börn leika tveggja, þriggja ára bara hlið við hlið. Svo byrja þau að læra að vera í hlutverkaleik og hnoðast. Þau leiðast og prófa að vera í gamnislag og allskonar. En svo bara byrjum við aftur að leika hlið við hlið af því að við lærum svo mikið að vera viðeigandi, hvað má og hvað ekki. Hvaða tilfinningar má ég sýna ef ég þarf að passa upp á alla hina, ekki ganga yfir mörk hinna. Sem ég held að sé algjörlega á hvolfi, við ættum að læra hver okkar eigin mörk eru. Hvað er ég til í að vera í miklum gamnislag við þig, eða að hnoðast eða að gilla hár eða eitthvað. Í staðinn lærum við bara að það má ekkert við hina. Ef að við myndum öll bara læra okkar mörk gætum við leikið miklu frjálsara saman.“ Hún segir að samfélagið styðji ekki við að einstaklingar séu mjög nálægt. „Einn punktur er að við erum alltaf að passa upp hvað sé viðeigandi fyrir hina en svo er það líka snjallsímarnir og öll þessi afþreying. Það er verið að ýta undir þetta hugarfar að ef ég fæ þessa næstu upplifun þá verður svo gaman. Samt erum við alltaf bara hlið við hlið.“ Þetta segir hún að eigi líka við um einstaklinga í samböndum. „Við erum hlið við hlið að borða, hlið við hlið í bíó, hlið við hlið í borgarferð að versla. Það er alltaf bara næs upplifun og næsta og næsta. Það sem við fáum svo lítinn stuðning með er að bara sitja og vera og sjá hvort annað. Að geta bara verið svolítið hrá, saman.“ Að mati Helgu er allt of algengt að áherslan sé á að gera eitthvað saman. Hún ráðleggur pörum að prófa líka að gera ekki neitt, saman.Mynd/Getty Engin töfralausn í boði Fólk ætti að hennar mati frekar að verja tíma í að kynnast sjálfum sér og læra sín eigin mörk. Fyrir marga er erfitt að taka fyrstu skrefin í að endurheimta nánd. Sjálf byrjaði hún á heimildarvinnu á netinu, hlaðvörpum og bókum áður en hún fór svo á námskeið. „Það getur hjálpað mikið að mæta á einhvers konar námskeið eða verða sér úti um einhverjar bækur um nánd, tantra eða eitthvað þar sem eru kynntar praktískar æfingar sem þú getur gert heima með maka eða bara með vinum þínum. Því svoleiðis æfingar geta alveg verið jafn gildar þó að það sé alls ekkert orðið rómantískt eða kynferðislegt.“ Svo sé mikilvægt að kunna líka að vera sjálfum sér nógur. „Að æfa þig í að gera ekkert. Setja bara snjallsímann til hliðar. Ein æfing sem ég geri með flestum sem að koma á námskeið til mín, er að prófa að gera ekkert. Oft opnar þetta augu fólks fyrir því hvað það kann ekki að bara vera.“ Helga segir að ef að fólk ætli að geta notið þess að „bara vera“ með einhverjum verði það fyrst að kunna að gera það í einrúmi. „Þú verður að læra hvað þú vilt, þú þarft að læra að setja mörk, þú þarft að þora að biðja um það sem þú vilt, þú þarft að kunna að fá já og nei. Svarið er alltaf hjá manni sjálfum, það er engin töfralausn. Ef mann langar í meiri nánd þá þarf það að vera einhvers konar vinna. Að læra að vera aleinn, að horfa í augun á einhverjum og það sé ekki endilega eitthvað markmið með því. Að sjá og að vera séður.“ Helga hefur gjörbreytt lífi sínu síðustu ár og segir að það komi ekki til greina að snúa til baka, það sé einfaldlega enginn bakkgír.Aðsend mynd Frjáls í eigin skinni Námskeiðið sem Helga fór sjálf á, var á brúninni, eins og hún lýsir því sjálf. „Það er bara svona algjör suðupottur. 50 manns í einu og sjö dagar í röð. Stanslaust prógram. Þetta er mjög á brúninni. Það sem ég þrái að gera og það sem ég uppgötvaði á síðasta ári með því að fara á tvö svona námskeið, er að ég þráði að geta komið með brot af þessari frelsun til konunnar eða mannsins í næsta húsi.“ Þetta er hennar markmið og verkefni í augnablikinu. Helga segir að hún hafi byrjað á því að halda námskeið fyrir konur þar sem hún er kona sjálf, er þar á heimavelli og tengist þeim vegna samhljóms í reynsluheimi kvenna og þess ferðalags sem hún hefur sjálf verið á. „Markmið mitt er að koma með tækifæri fyrir Íslendinga, venjulegt fólk, til að finna dýpri nánd og að vera frjálsari í eigin skinni. Bara að líða meira lifandi. Ég held að flest sem við höfum bælt er einmitt bara eitthvað aukalegt ofan á því sem við erum, við þurfum því raunverulega bara að muna hvaða möguleikar eru til staðar. Til dæmis hversu mikið af unaði er í boði, ég held að við gerum okkur ekki grein fyrir því. Mín trú er að það sé algjörlega þannig að „the sky is the limit.“ Það eru engin takmörk fyrir því hversu mikið þú getur endurheimt þína næmni til þess að finna meiri unað og sælu til dæmis.“ Hugurinn við völd Helga kennir ennþá jóga segir að það geri meira en bara að auka liðleika og styrk eða hjálpa fólki að slaka á. „Jóga er hefur reynst alveg stórkostlegur grunnur út af því að jógað hjálpar manni að læra að vera en ekki gera. Að finna rými innra með sér, hugarró og rými til þess að vera ekki alltaf í viðbragði. Þegar eitthvað gerist þá bregðumst við við, oft óhugsað og af vana. Jóga þjálfar okkur smám saman í að finna meira pláss til að velja viðbragð. Get ég valið að sitja hér og gera ekkert í 20 mínútur? Einnig gefur það líkamsvitund, dregur fókusinn aðeins úr huganum og við byrjum að finna fyrir hjartanu, maganum, líkamanum öllum.“ Helga segir að allir ættu á einhvern hátt að vinna í því að finna dýpri nánd. Að horfast í augu við sjálfan sig fyrst og læra að elska sig allan og þaðan sé hægt að mæta öðrum í djúpri nánd. „Jóga er frábær byrjun ef maður vill finna hugaró eða betri tengsl við sýna tilvist, líkama, huga og sál. Það er frábær leið að byrja á jóga eða til dæmis hugleiðslu eða dans. Allt sem hjálpar okkur að sjá hvenær hugurinn er við völd og hvenær við erum í hlustun á innsæið okkar og hjartað og tilfinningarnar. Það er kannski það sem áherslan ætti að vera á, það hjálpar þér í nánd og öllu því sem því tengist.“ Einmanna en umkringd fólki Þegar Helga upplifði að hana skorti nánd, upplifði hún bæði tómarúm og einmanaleika. Hún segir að einkenni og birtingarmynd þessa skorts á nánd geti verið margs konar. „Ég legg yfirleitt hendurnar á magann og hjartað þegar ég tala um þetta og hugsa um þetta. Tilfinningin er þar, í brjóstholinu og maganum, tómleiki og svona einmanaleiki þrátt fyrir að vera í daglegum samskiptum við fólk og jafnvel mína nánustu. Það var rosalega furðuleg tilfinning, að vera einmana. Ég á þrjú börn líka þannig að ég er raunverulega aldrei ein,“ segir Helga og hlær. „Sumir finna þetta kannski þannig að þeirra leið er að deyfa sig. Með snjallsímanotkun, með því að versla mikið, með áfengi, með athöfnum sem verðlauna okkur strax. Það að vinna í átt að dýpri nánd er nefnilega þannig að þú færð ekki verðlaunin í fyrstu tilraun, því miður. Það er því svo auðvelt að leita í hitt.“ Helga ráðleggur fólki í þessari stöðu að reyna að velja ekki alltaf athafnir sem verðlauna strax, því það sé eingöngu tímabundin deyfing en ekki varanleg lausn. „Hvað það er sem þú notar til að deyfa þig, ef þú ert með einhvern svona deyfingarsið eða ósið sem er mögulega þannig, þá gæti verið að þú þyrftir að leita í meiri næringu. Bæði gefa sjálfum þér næringu með athygli frá þér og með athygli frá öðrum eða nærveru.“ Viðburðurinn Bara það besta 2020 hefur einkennisorðin einlægni, gleði og hamingja og er markmiðið að fá hvatningu og innblástur. Fyrirlesararnir koma úr ólíkum áttum og munu segja frá hvernig þeir fundu leiðina að sínu eigin hjarta. Nánari upplýsingar má finna á vef Hörpu. „Ég vona að sem flestir upplifi meira frelsi og dýpri tengsl. Það er leiðarljós mitt í öllu þessu sem ég er að gera,“ segir Helga að lokum. Ástin og lífið Rúmfræði Viðtal Tengdar fréttir Seiðandi og kynþokkafullur með keim af leðri og rósum Andrea Maack segir að öll ilmvötnin sín séu hönnuð út frá tilfinningum. 13. janúar 2020 21:00 Viltu gifast Eva Ruza? Eva Ruza Miljevic er ein skemmtilegasta kona landsins og þeir sem eru ekki að fylgja henni á Instagram, eru eiginlega að missa af miklu. Þessi 37 ára ofurkona er með það lífsmottó að vera hamingjusöm og elska lífið. Hún segist aldrei hafa verið í betra formi, aldrei unnið í jafn spennandi verkefnum og aldrei verið umkringd jafn frábæru fólki. 14. janúar 2020 09:15 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp Makamál „Besta veganestið sem við höfum fengið frá feðrum mínum“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Þriðjungur á erfitt með að tala um kynlíf við maka sinn Makamál Fjölástir á Íslandi algengari en fólk heldur Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
„Mögulega er nútímafólk margt svelt af nánd,“ segir Helga Snjólfsdóttir verkfræðingur, jógakennari og fyrirlesari. Hún segir snjallsímanotkun, samfélagsleg áhrif og þekkingarleysi einstaklinga á sjálfum sér, vera hluti af vandamálinu. Helga fór sjálf af stað í vegferð í leit að meiri nánd af því að hún upplifði sjálf að hún væri svelt af nánd. Nú hjálpar hún öðrum í sömu stöðu. „Þrátt fyrir að eiga góðan maka, gott stuðningsnet, fín fjölskyldutengsl þá var einhver svona tómleiki sem rak mig af stað í djúpt ferðalag.“ Hún sá ekki fyrir sér að þetta ferðalag myndi leiða hana á þann stað sem hún er á í dag. Helga er einn átta fyrirlesara sem koma fram á samkomunni Bara það besta 2020 sem fer fram í Hörpu laugardaginn 18. janúar. Erindi Helgu fjallar um kynorku og nánd en hún hefur síðustu mánuði haldið nokkur námskeið og viðburði um viðfangsefnið samhliða jógakennslunni. Helga man mjög vel eftir augnablikinu þegar hún áttaði sig á að hún þyrfti eitthvað meira. „Það var bara eins og það hafi verið dregið frá og ég sá allan farangurinn sem ég var með varðandi það að vera kynvera. Samfélagsleg mótun, menningarleg mótun. Mín eigin reynsla og allt þetta í bland. Ég var ekki frjáls kona, samt örugglega talin frjálslegri en margir.“ Fyrsta skrefið hennar var að fara á Google og sló inn leitarorð eins og „Tantra“ , „Sensuality“ og „Sexuality.“ Í kjölfarið fór hún á viku námskeið í Grímsnesi ásamt um 40 öðrum þátttakendum. „Ég fór að kafa ofan í þetta og þá finn ég þetta námskeið sem ég er búin að fara tvisvar á. Þetta eru sjö dagar þar sem er verið að flétta saman tantra við ýmis konar andlega iðkun og shamanisma. Í sjö daga er bara verið að hrista líkamann þinn þangað til að hann vaknar, í mjög einfölduðu máli. Hugurinn er búinn að vera ráðandi þannig að til þess að vakna þá þarf að hrista þennan kropp. Dansa, hrista hann og gera alls konar æfingar til að hleypa tilfinningum í gegn.“ Helga vildi kenna fólki það sem hún sjálf hafði lært um nánd.Aðsend mynd Lífsleikni fyrir fullorðna Á námskeiðinu uppgötvaði Helga marga innri múra og náði ekki að komast í gegnum þá alla. Hún ákvað því að fara aftur á sama námskeið nokkrum mánuðum síðar, í þetta skiptið erlendis og hjá öðrum kennurum. „Þá hrundu múrarnir. Ég upplifði bara að ég væri komin með tengingu frá fótum upp í höfuð, allur líkaminn minn væri orðinn frjáls og lifandi. Þú verður að ganga í gegnum þetta til þess að skilja hvað þetta er áhrifaríkt.“ Helga fór á námskeiðið Spiritual Sexual Shamanic Experience hjá ISTA, International School of Temple Arts. „Ég sé fyrir mér kúlu eins og í Wrecking Ball myndbandinu. Ég fór þarna til að klára að brjóta niður múrana og fór líka með kennaragleraugun mín, því að ég vildi flétta þetta einhvern veginn inn í mín eigin námskeið.“ Námskeiðið er eins konar lífsleikni og kynfræðslunámskeið, sem kennir fullorðnum það sem þeir hefðu þurft að læra sem börn og unglingar, að þekkja sjálfan sig og elska, tilfinningagreind, að setja mörk og taka ábyrgð á sér og sinni hegðun. „Ég held að það hafi verið í mars á síðasta ári þegar ég heyrði hjarta mitt segja, nú átt þú að fara og dreifa þessum boðskap um kynhegðun og nánd.“ Helga segir að hún hafi fyrst hugsað með sér „Ha, á ég að gera það? Ég sá þetta ekki fyrir. Á ég að vera þessi sem er allt um kynlíf og kynhegðun?“ segir Helga og hlær. En eftir nokkra umhugsun ákvað hún að fylgja þessari tilfinningu og byrja að kenna öðrum það sem hún hafði sjálf lært. „Ég melti þetta í einhverja mánuði áður en ég steig að fullu skrefið og byrjaði að auglýsa námskeiðin mín, Kvenleiki, nánd, kynorka.“ Hún segir að viðbrögðin hafi verið ótrúlega góð strax frá upphafi sem hafi staðfest hennar grunsemdir um þörfina fyrir slík námskeið. „Þetta var eins og með svo margt annað. Ég hélt að þetta yrði magnað en þetta var þrisvar sinnum magnaðra eða níu sinnum magnaðra. Bara það að tengjast þessum konuhópum og finna hvað þetta hreyfði við þeim.“ Tók púlsinn á íslenskum konum Ástæða þess að Helga íhugaði að sleppa því að fara af stað með námskeiðin sín er að þetta hreyfi við svo djúpum stað í fólki. „Eitt af því sem þetta ýtir við er ótti. Ótti náttúrulega ýtir undir fordóma og sleggjudóma. Ég eins og aðrir óttast álit annara og að lenda undir tönnunum á fólki fyrir að opna á þetta allt saman.“ Hún sér þó ekki eftir sinni ákvörðun, það jákvæða sé langtum meira en það neikvæða. „Ég er núna búin að halda þrjú svona námskeið. Fjórði hópurinn fór svo af stað í þessari viku. Þetta eru sex skipti einu sinni í viku og í hverjum tíma er ein áhersla sem getur verið eitthvað eins og sjálfsfróun og unaður eða líkamsvirðing.“ Helga segir að á námskeiðunum hafi hún aðeins náð að taka púlsinn á konum í landinu. Hún segir að það hafi komið sér mikið á óvart hvað það hversu djúpstæð þörf er fyrir að gefa konum, og að hennar mati karlmönnum líka, vettvang til þess að tala um kynlíf og kynhegðun. „Það að vera kynvera og hvaða farangur og mögulega bælingu við erum með þegar kemur að því, sem ég held að sé persónulegur og ekki síður samfélagslegur farangur sem við burðumst oft með.“ Krefjandi á meðan á því stendur Það kom upp úr dúrnum að mörgum fannst erfitt, jafnvel átakanlegt, að taka þátt í samræðum um sum viðfangsefni og jafnvel bara að sitja og hlusta á aðra tala. „Allir hafa frelsi til að velja hvort þeir deila sjálfir. Bara það að hlusta á mig tala um eitthvað eins og sjálfsfróun og hvernig er hægt að nálgast sjálfsfróun á nýjan hátt, að í rauninni veita sjálfum sér unað og einhvers konar sælu án þess að koma bara við kynfærin og stefna á fullnægingu heldur þetta að kynnast líkamanum sínum á nýjan hátt, bara það að hlusta á þetta var rosalega óþægilegt fyrir suma.“ Námskeiðin hafa áhrif á alla þátttakendur og opna augun fyrir hvað það er fyrir hvern og einn sem mætti skoða, hver og einn tekur þátt upp að því marki sem hann getur í dag. „Yfirleitt er þetta einhvers konar pot sem hreyfir nógu mikið við til þess að fólk upplifir meiri frelsun eftir á, þó að það geti verið krefjandi eða erfitt akkúrat á meðan,“ útskýrir Helga. Margir eiga erfitt með viðfangsefnin á námskeiðum Helgu. Hún segir mikla þörf fyrir meiri umræðu um nánd og kynvitund.Mynd/Allt sem þú ert Breytti öllum samböndum Hún byrjaði eins og áður sagði, sína eigin vegferð með því að fara á námskeið, en segir að þau námskeið hafi verið meira á brúninni en þau námskeið sem hún kennir sjálf. Helga segir að bæði hér á landi og erlendis sé fólk með keimlíka reynslu og að vinna sig í gegnum þungar tilfinningar á þessum námskeiðum. „Ég held að þetta sé voða svipað í löndum í hinum vestræna heimi, hvaða farangur þetta er, af hverju við erum öll með svona mikla skömm eða ótta við að vera fyllilega kynveran sem við erum.“ Helga segir að leit hennar af meiri nánd hafi gjörbreytt öll. „Þetta hefur breytt öllum samböndum sem ég á, þessi færni til að vera meira til staðar og að geta séð fólk. Líka bara að geta sýnt mig, líka ljótu hlutana af mér sem að manni er svolítið kennt að sýna ekki. Ég hugsa alveg stundum ljóta hluti og ég veit að ég þarf ekkert að skammast mín fyrir það út af því að við gerum það öll. Stundum á ég bara slæman dag og get sagt að ég er með mjög skrítnar og ljótar hugsanir. Ég veit að það er bara mitt.“ Mestu áhrifin hefur þetta haft á hjónabandið og samskiptin við makann. „Öll sjálfsvinna og sjálfsskoðun hún styður náttúrulega bara við heilbrigðari samskipti. Það gildir það sama heima hjá mér, það er bara komin dýpri nánd og við getum talað um erfiðari hluti. Án þess að ég sé föst í hugmyndum um hvað ég má vera og hvað ekki, hvað honum má finnast um mig. Ég get bara, yfirleitt, sagt honum allt sem ég er að ganga í gegnum án þess að vera eitthvað að „filtera“ hvað hann má heyra eða eitthvað svoleiðis. Þessi hráleiki.“ Helga viðurkennir þó alveg að þessi algjöra hreinskilni kom ekki sjálfkrafa strax frá byrjun. Fyrst reyndi hún áfram, hugsanlega ómeðvitað, að sleppa því að segja ákveðna hluti við manninn sinn um sínar hugsanir eða langanir. Í dag er þó sennilega ekkert sem hún getur ekki sagt upphátt við hann. Ekki hægt að bakka „Þetta er bara einhvers konar langhlaup en ég held að verðlaunin séu svo rosalega mikil og dýrmæt að þú getur einfaldlega upplifað þig meira lifandi. Ég held að því miður labbi margir bara um eins og einhver höfuð og líkaminn er ekki með. Við erum búin að setja svo mikla áherslu á hugann og erum alltaf að hugsa, allt þarf að vera svo rökrétt. En það er bara svo lítið brot af því sem við erum. Þannig við þurfum að finna fyrir líkamanum okkar, tilfinningalífinu, hjartanu og kynsvæðinu. Þetta er allt við sjálf. Þannig missum við af stórum hluta tilverunnar ef við ætlum bara að hugsa og taka allt inn með huganum. Ég upplifi mig svo miklu meira lifandi og frjáls.“ Eftir að Helga breytti lífi sínu hefur hún ekki horft í baksýnisspegilinn og ætlar hún ekki að fara aftur í sama farið. „Svo ég vitni í eina konu sem kom á námskeið hjá mér, þá er enginn bakkgír. Þó að þetta sé ekki alltaf auðvelt. Stundum hef ég alveg hugsað væri ekki bara gott að fara aftur í það þegar ég var metnaðarfull kona í atvinnulífinu. Fann ekkert og var bara að gera og gera og gera.“ Fyrir þremur árum, áður en Helga fór í þessa vegferð, lenti hún í kulnun. Hún hætti í kjölfarið að vinna sem verkfræðingur og byrjaði að kenna jóga. Það eru nú komin þrjú ár síðan og segir Helga að hún hafi einfaldlega brunnið út. Það hafa því orðið miklar breytingar hjá henni síðustu ár. „En ég myndi aldrei skipta og það er ekki hægt að fara til baka. Þó að núna sé þetta aðeins meira sveiflukennt og miklu meira litróf. Maður getur ekki sett í bakkgír og farið til baka, það er ekki hægt eftir að hafa upplifað það hvað lífið getur verið litríkt.“ Það breytti öllu í lífi Helgu að finna meiri nánd.Mynd/Getty Hlið við hlið Helga segir að hún sé svo sannarlega ekki sú eina sem á einhverjum tímapunkti hafi upplifað skort af nánd. „Ég held að það sé svona mjög mikið samfélagslegt. Börn leika tveggja, þriggja ára bara hlið við hlið. Svo byrja þau að læra að vera í hlutverkaleik og hnoðast. Þau leiðast og prófa að vera í gamnislag og allskonar. En svo bara byrjum við aftur að leika hlið við hlið af því að við lærum svo mikið að vera viðeigandi, hvað má og hvað ekki. Hvaða tilfinningar má ég sýna ef ég þarf að passa upp á alla hina, ekki ganga yfir mörk hinna. Sem ég held að sé algjörlega á hvolfi, við ættum að læra hver okkar eigin mörk eru. Hvað er ég til í að vera í miklum gamnislag við þig, eða að hnoðast eða að gilla hár eða eitthvað. Í staðinn lærum við bara að það má ekkert við hina. Ef að við myndum öll bara læra okkar mörk gætum við leikið miklu frjálsara saman.“ Hún segir að samfélagið styðji ekki við að einstaklingar séu mjög nálægt. „Einn punktur er að við erum alltaf að passa upp hvað sé viðeigandi fyrir hina en svo er það líka snjallsímarnir og öll þessi afþreying. Það er verið að ýta undir þetta hugarfar að ef ég fæ þessa næstu upplifun þá verður svo gaman. Samt erum við alltaf bara hlið við hlið.“ Þetta segir hún að eigi líka við um einstaklinga í samböndum. „Við erum hlið við hlið að borða, hlið við hlið í bíó, hlið við hlið í borgarferð að versla. Það er alltaf bara næs upplifun og næsta og næsta. Það sem við fáum svo lítinn stuðning með er að bara sitja og vera og sjá hvort annað. Að geta bara verið svolítið hrá, saman.“ Að mati Helgu er allt of algengt að áherslan sé á að gera eitthvað saman. Hún ráðleggur pörum að prófa líka að gera ekki neitt, saman.Mynd/Getty Engin töfralausn í boði Fólk ætti að hennar mati frekar að verja tíma í að kynnast sjálfum sér og læra sín eigin mörk. Fyrir marga er erfitt að taka fyrstu skrefin í að endurheimta nánd. Sjálf byrjaði hún á heimildarvinnu á netinu, hlaðvörpum og bókum áður en hún fór svo á námskeið. „Það getur hjálpað mikið að mæta á einhvers konar námskeið eða verða sér úti um einhverjar bækur um nánd, tantra eða eitthvað þar sem eru kynntar praktískar æfingar sem þú getur gert heima með maka eða bara með vinum þínum. Því svoleiðis æfingar geta alveg verið jafn gildar þó að það sé alls ekkert orðið rómantískt eða kynferðislegt.“ Svo sé mikilvægt að kunna líka að vera sjálfum sér nógur. „Að æfa þig í að gera ekkert. Setja bara snjallsímann til hliðar. Ein æfing sem ég geri með flestum sem að koma á námskeið til mín, er að prófa að gera ekkert. Oft opnar þetta augu fólks fyrir því hvað það kann ekki að bara vera.“ Helga segir að ef að fólk ætli að geta notið þess að „bara vera“ með einhverjum verði það fyrst að kunna að gera það í einrúmi. „Þú verður að læra hvað þú vilt, þú þarft að læra að setja mörk, þú þarft að þora að biðja um það sem þú vilt, þú þarft að kunna að fá já og nei. Svarið er alltaf hjá manni sjálfum, það er engin töfralausn. Ef mann langar í meiri nánd þá þarf það að vera einhvers konar vinna. Að læra að vera aleinn, að horfa í augun á einhverjum og það sé ekki endilega eitthvað markmið með því. Að sjá og að vera séður.“ Helga hefur gjörbreytt lífi sínu síðustu ár og segir að það komi ekki til greina að snúa til baka, það sé einfaldlega enginn bakkgír.Aðsend mynd Frjáls í eigin skinni Námskeiðið sem Helga fór sjálf á, var á brúninni, eins og hún lýsir því sjálf. „Það er bara svona algjör suðupottur. 50 manns í einu og sjö dagar í röð. Stanslaust prógram. Þetta er mjög á brúninni. Það sem ég þrái að gera og það sem ég uppgötvaði á síðasta ári með því að fara á tvö svona námskeið, er að ég þráði að geta komið með brot af þessari frelsun til konunnar eða mannsins í næsta húsi.“ Þetta er hennar markmið og verkefni í augnablikinu. Helga segir að hún hafi byrjað á því að halda námskeið fyrir konur þar sem hún er kona sjálf, er þar á heimavelli og tengist þeim vegna samhljóms í reynsluheimi kvenna og þess ferðalags sem hún hefur sjálf verið á. „Markmið mitt er að koma með tækifæri fyrir Íslendinga, venjulegt fólk, til að finna dýpri nánd og að vera frjálsari í eigin skinni. Bara að líða meira lifandi. Ég held að flest sem við höfum bælt er einmitt bara eitthvað aukalegt ofan á því sem við erum, við þurfum því raunverulega bara að muna hvaða möguleikar eru til staðar. Til dæmis hversu mikið af unaði er í boði, ég held að við gerum okkur ekki grein fyrir því. Mín trú er að það sé algjörlega þannig að „the sky is the limit.“ Það eru engin takmörk fyrir því hversu mikið þú getur endurheimt þína næmni til þess að finna meiri unað og sælu til dæmis.“ Hugurinn við völd Helga kennir ennþá jóga segir að það geri meira en bara að auka liðleika og styrk eða hjálpa fólki að slaka á. „Jóga er hefur reynst alveg stórkostlegur grunnur út af því að jógað hjálpar manni að læra að vera en ekki gera. Að finna rými innra með sér, hugarró og rými til þess að vera ekki alltaf í viðbragði. Þegar eitthvað gerist þá bregðumst við við, oft óhugsað og af vana. Jóga þjálfar okkur smám saman í að finna meira pláss til að velja viðbragð. Get ég valið að sitja hér og gera ekkert í 20 mínútur? Einnig gefur það líkamsvitund, dregur fókusinn aðeins úr huganum og við byrjum að finna fyrir hjartanu, maganum, líkamanum öllum.“ Helga segir að allir ættu á einhvern hátt að vinna í því að finna dýpri nánd. Að horfast í augu við sjálfan sig fyrst og læra að elska sig allan og þaðan sé hægt að mæta öðrum í djúpri nánd. „Jóga er frábær byrjun ef maður vill finna hugaró eða betri tengsl við sýna tilvist, líkama, huga og sál. Það er frábær leið að byrja á jóga eða til dæmis hugleiðslu eða dans. Allt sem hjálpar okkur að sjá hvenær hugurinn er við völd og hvenær við erum í hlustun á innsæið okkar og hjartað og tilfinningarnar. Það er kannski það sem áherslan ætti að vera á, það hjálpar þér í nánd og öllu því sem því tengist.“ Einmanna en umkringd fólki Þegar Helga upplifði að hana skorti nánd, upplifði hún bæði tómarúm og einmanaleika. Hún segir að einkenni og birtingarmynd þessa skorts á nánd geti verið margs konar. „Ég legg yfirleitt hendurnar á magann og hjartað þegar ég tala um þetta og hugsa um þetta. Tilfinningin er þar, í brjóstholinu og maganum, tómleiki og svona einmanaleiki þrátt fyrir að vera í daglegum samskiptum við fólk og jafnvel mína nánustu. Það var rosalega furðuleg tilfinning, að vera einmana. Ég á þrjú börn líka þannig að ég er raunverulega aldrei ein,“ segir Helga og hlær. „Sumir finna þetta kannski þannig að þeirra leið er að deyfa sig. Með snjallsímanotkun, með því að versla mikið, með áfengi, með athöfnum sem verðlauna okkur strax. Það að vinna í átt að dýpri nánd er nefnilega þannig að þú færð ekki verðlaunin í fyrstu tilraun, því miður. Það er því svo auðvelt að leita í hitt.“ Helga ráðleggur fólki í þessari stöðu að reyna að velja ekki alltaf athafnir sem verðlauna strax, því það sé eingöngu tímabundin deyfing en ekki varanleg lausn. „Hvað það er sem þú notar til að deyfa þig, ef þú ert með einhvern svona deyfingarsið eða ósið sem er mögulega þannig, þá gæti verið að þú þyrftir að leita í meiri næringu. Bæði gefa sjálfum þér næringu með athygli frá þér og með athygli frá öðrum eða nærveru.“ Viðburðurinn Bara það besta 2020 hefur einkennisorðin einlægni, gleði og hamingja og er markmiðið að fá hvatningu og innblástur. Fyrirlesararnir koma úr ólíkum áttum og munu segja frá hvernig þeir fundu leiðina að sínu eigin hjarta. Nánari upplýsingar má finna á vef Hörpu. „Ég vona að sem flestir upplifi meira frelsi og dýpri tengsl. Það er leiðarljós mitt í öllu þessu sem ég er að gera,“ segir Helga að lokum.
Ástin og lífið Rúmfræði Viðtal Tengdar fréttir Seiðandi og kynþokkafullur með keim af leðri og rósum Andrea Maack segir að öll ilmvötnin sín séu hönnuð út frá tilfinningum. 13. janúar 2020 21:00 Viltu gifast Eva Ruza? Eva Ruza Miljevic er ein skemmtilegasta kona landsins og þeir sem eru ekki að fylgja henni á Instagram, eru eiginlega að missa af miklu. Þessi 37 ára ofurkona er með það lífsmottó að vera hamingjusöm og elska lífið. Hún segist aldrei hafa verið í betra formi, aldrei unnið í jafn spennandi verkefnum og aldrei verið umkringd jafn frábæru fólki. 14. janúar 2020 09:15 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp Makamál „Besta veganestið sem við höfum fengið frá feðrum mínum“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Þriðjungur á erfitt með að tala um kynlíf við maka sinn Makamál Fjölástir á Íslandi algengari en fólk heldur Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Seiðandi og kynþokkafullur með keim af leðri og rósum Andrea Maack segir að öll ilmvötnin sín séu hönnuð út frá tilfinningum. 13. janúar 2020 21:00
Viltu gifast Eva Ruza? Eva Ruza Miljevic er ein skemmtilegasta kona landsins og þeir sem eru ekki að fylgja henni á Instagram, eru eiginlega að missa af miklu. Þessi 37 ára ofurkona er með það lífsmottó að vera hamingjusöm og elska lífið. Hún segist aldrei hafa verið í betra formi, aldrei unnið í jafn spennandi verkefnum og aldrei verið umkringd jafn frábæru fólki. 14. janúar 2020 09:15