Moyes náði jafntefli gegn gömlu félögunum Anton Ingi Leifsson skrifar 18. janúar 2020 16:45 Moyes og Ancelotti fylgjast með. vísir/getty Gylfi Þór Sigurðsson var ekki með Everton er liðið gerði 1-1 jafntefli við West Ham á Ólympíuleikvanginum í Lundúnum í dag. Everton var án bæði Gylfa og Richarlison en snemma leiks varði Jordan Pickford vel. Þó var leikur beggja liða ekki upp á marga fiska. Issa Diop kom West Ham yfir með skalla eftir fast leikatriði á 40. mínútu en fjórum mínútum síðar jafnaði Dominic Calvert-Lewin eftir hornspyrnu. Only Chris Wood (5) has scored more headed goals in the Premier League this season than Dominic Calvert-Lewin (4). Lethal in the air. pic.twitter.com/G5oRBTAxQY— Squawka Football (@Squawka) January 18, 2020 Lokatölur 1-1 en Everton er í 11. sætinu með 29 stig. West Ham er í 16. sætinu með 23 stig. Liðið ekki tapað síðan David Moyes tók aftur við liðinu. Enski boltinn
Gylfi Þór Sigurðsson var ekki með Everton er liðið gerði 1-1 jafntefli við West Ham á Ólympíuleikvanginum í Lundúnum í dag. Everton var án bæði Gylfa og Richarlison en snemma leiks varði Jordan Pickford vel. Þó var leikur beggja liða ekki upp á marga fiska. Issa Diop kom West Ham yfir með skalla eftir fast leikatriði á 40. mínútu en fjórum mínútum síðar jafnaði Dominic Calvert-Lewin eftir hornspyrnu. Only Chris Wood (5) has scored more headed goals in the Premier League this season than Dominic Calvert-Lewin (4). Lethal in the air. pic.twitter.com/G5oRBTAxQY— Squawka Football (@Squawka) January 18, 2020 Lokatölur 1-1 en Everton er í 11. sætinu með 29 stig. West Ham er í 16. sætinu með 23 stig. Liðið ekki tapað síðan David Moyes tók aftur við liðinu.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti