Markmiðið að koma litla kópnum sem fyrst aftur út í sjó Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. janúar 2020 19:45 Talið er að kópurinn sé af tegundinni Hringanóri. Hann er tæp átta kíló og um 60 sentímetrar. Lítill kópur sem fannst illa haldinn á Suðurnesjum í morgun hefst nú við í Húsdýragarðinum. Markmiðið er að koma honum sem fyrst aftur heim í sjóinn. Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá því á Facebook síðu sinni í dag að hún hafi í morgun fundið kóp í umdæminu. Móðirin hafi hvergi verið sjáanleg og því hafi samband verið haft við Húsdýragarðinn. Kópurinn var fluttur í garðinn og kom þangað síðdegis í dag. „Þessi kópur var nú bara að koma í hús og virtist nú vera aðframkominn, líklegast er þetta hringanóri, “ segir Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.Vísir/Sigurjón Kópurinn er tæp átta kíló og um 60 sentímetrar. „Hann var aumur þegar hann kom, blautur og kaldur,“ segir Þorkell. Viðbrögð við færslu lögreglunnar voru misjöfn. Margir sögðu að ekki hafi verið rétt hjá lögreglunni að taka kópinn í burtu, móðir hans gæti hafa verið í grenndinni. Þessar raddir virðast þó hafa talið að um væri að ræða útsel en algengt er að mæður af þeirri tegund skilji þá eftir um stund á meðan þær fara að veiða. Þorkell segist vera nokkuð viss um að um ræði hringanóra en hringanóri er algengur flækingur við Íslands, sérlega á Norðurlandi. „Landselir sem er algengasti selurinn hérna þeir kæpa á vorin og sumrin og útselurinn á haustin,“ segir Þorkell. Hlúð verði að kópnum í dýragarðinum og svo metið hvert framhaldið verður. „Svo er náttúrulega markmiðið að koma honum sem fyrst aftur út í sjó,“ segir Þorkell. Dýr Reykjanesbær Tengdar fréttir Kópur frá Suðurnesjum fær hjálp í Húsdýragarðinum Lögreglan á Suðurnesjum fann krúttlegan kóp í umdæminu fyrr í dag og var móðir hans hvergi sjáanleg. 17. janúar 2020 13:51 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Lítill kópur sem fannst illa haldinn á Suðurnesjum í morgun hefst nú við í Húsdýragarðinum. Markmiðið er að koma honum sem fyrst aftur heim í sjóinn. Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá því á Facebook síðu sinni í dag að hún hafi í morgun fundið kóp í umdæminu. Móðirin hafi hvergi verið sjáanleg og því hafi samband verið haft við Húsdýragarðinn. Kópurinn var fluttur í garðinn og kom þangað síðdegis í dag. „Þessi kópur var nú bara að koma í hús og virtist nú vera aðframkominn, líklegast er þetta hringanóri, “ segir Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.Vísir/Sigurjón Kópurinn er tæp átta kíló og um 60 sentímetrar. „Hann var aumur þegar hann kom, blautur og kaldur,“ segir Þorkell. Viðbrögð við færslu lögreglunnar voru misjöfn. Margir sögðu að ekki hafi verið rétt hjá lögreglunni að taka kópinn í burtu, móðir hans gæti hafa verið í grenndinni. Þessar raddir virðast þó hafa talið að um væri að ræða útsel en algengt er að mæður af þeirri tegund skilji þá eftir um stund á meðan þær fara að veiða. Þorkell segist vera nokkuð viss um að um ræði hringanóra en hringanóri er algengur flækingur við Íslands, sérlega á Norðurlandi. „Landselir sem er algengasti selurinn hérna þeir kæpa á vorin og sumrin og útselurinn á haustin,“ segir Þorkell. Hlúð verði að kópnum í dýragarðinum og svo metið hvert framhaldið verður. „Svo er náttúrulega markmiðið að koma honum sem fyrst aftur út í sjó,“ segir Þorkell.
Dýr Reykjanesbær Tengdar fréttir Kópur frá Suðurnesjum fær hjálp í Húsdýragarðinum Lögreglan á Suðurnesjum fann krúttlegan kóp í umdæminu fyrr í dag og var móðir hans hvergi sjáanleg. 17. janúar 2020 13:51 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Kópur frá Suðurnesjum fær hjálp í Húsdýragarðinum Lögreglan á Suðurnesjum fann krúttlegan kóp í umdæminu fyrr í dag og var móðir hans hvergi sjáanleg. 17. janúar 2020 13:51