Grunaður njósnari fyrir Kína með tengsl við Ísland Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. janúar 2020 12:15 Gerhard Sabathil var sendifulltrúi ESB gagnvart Íslandi frá 2000 til 2004. Hann var kallaður heim sem sendiherra í Suður-Kóreu eftir að öryggisheimild hans var afturkölluð árið 2016. Vísir/EPA Fyrrverandi sendiherra Evrópusambandsins gagnvart Íslandi er grunaður um njósnir fyrir kínversk stjórnvöld. Hann sætir nú lögreglurannsókn og hefur verið ráðist í húsleitir í tveimur Evrópuríkjum vegna málsins. Þjóðverjinn Gerhard Sabathil sætir nú rannsókn þýskra yfirvalda vegna gruns um að hann hafi njósnað fyrir stjórnvöld í Peking. Samkvæmt heimildum þýska blaðsins Der Spiegel leikur grunur á að hann hafi í slagtogi við tvo aðra menn útvegað kínverska innanríkisráðuneytinu upplýsingar sem sagðar eru persónu- og viðskiptalegs eðlis. Lögreglan réðst í umfangsmikla húsleit í Þýskalandi og Belgíu á miðvikudag en enginn hefur enn verið handtekinn í tengslum við málið, að því er segir í frétt Washington Post. Sabathil er sagður þungamiðjan í málinu og á hann að hafa fengið hina tvo mennina, sem ekki hafa verið nafngreindir, til liðs við sig. Hann er þýskur og ungverskur ríkisborgari og gegndi ýmsum sendiherra- og erindrekastöðum fyrir Evrópusambandið og forvera þess í rúmlega þrjátíu ár. Þannig var hann sendiherra Evrópusambandsins gangvart Noregi og Íslandi í fjögur ár frá 2000 til 2004. Sabathil var sendiherra ESB í Suður-Kóreu til ársins 2016 þegar öryggisheimild hans var afturkölluð. Hann færði sig um set árið 2017 og tók við starfi hjá ráðgjafarfyrirtækinu Eutop, sem sagt er eitt af stærri málafylgju- eða lobbíistafyrirtækjum Evrópu. Sama ár og hann skipti um starfsvettvang er hann grunaður um að hafa byrjað að leka upplýsingum til kínverskra stjórnvalda. Mennirnir tveir sem einnig eru grunaðir um njósnir eru sagðir vinna fyrir annað ráðgjafarfyrirtæki. Reynist grunsemdir þýskra saksóknara í garð Sabathil á rökum reistar væru það tímamót því evrópskum lögregluyfirvöldum tekst sjaldan að hafa hendur í hári kínverskra njósnara í álfunni. Starfsemi þeirra hefur lengi verið talin umfangsmikil í Evrópu en aldrei hefur einstaklingur sem gegnt hefur jafn háum embættum legið undir grun um njósnir fyrir Kínverja eins og Íslandsvinurinn Gerard Sabathil. Evrópusambandið Kína Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Fyrrverandi sendiherra Evrópusambandsins gagnvart Íslandi er grunaður um njósnir fyrir kínversk stjórnvöld. Hann sætir nú lögreglurannsókn og hefur verið ráðist í húsleitir í tveimur Evrópuríkjum vegna málsins. Þjóðverjinn Gerhard Sabathil sætir nú rannsókn þýskra yfirvalda vegna gruns um að hann hafi njósnað fyrir stjórnvöld í Peking. Samkvæmt heimildum þýska blaðsins Der Spiegel leikur grunur á að hann hafi í slagtogi við tvo aðra menn útvegað kínverska innanríkisráðuneytinu upplýsingar sem sagðar eru persónu- og viðskiptalegs eðlis. Lögreglan réðst í umfangsmikla húsleit í Þýskalandi og Belgíu á miðvikudag en enginn hefur enn verið handtekinn í tengslum við málið, að því er segir í frétt Washington Post. Sabathil er sagður þungamiðjan í málinu og á hann að hafa fengið hina tvo mennina, sem ekki hafa verið nafngreindir, til liðs við sig. Hann er þýskur og ungverskur ríkisborgari og gegndi ýmsum sendiherra- og erindrekastöðum fyrir Evrópusambandið og forvera þess í rúmlega þrjátíu ár. Þannig var hann sendiherra Evrópusambandsins gangvart Noregi og Íslandi í fjögur ár frá 2000 til 2004. Sabathil var sendiherra ESB í Suður-Kóreu til ársins 2016 þegar öryggisheimild hans var afturkölluð. Hann færði sig um set árið 2017 og tók við starfi hjá ráðgjafarfyrirtækinu Eutop, sem sagt er eitt af stærri málafylgju- eða lobbíistafyrirtækjum Evrópu. Sama ár og hann skipti um starfsvettvang er hann grunaður um að hafa byrjað að leka upplýsingum til kínverskra stjórnvalda. Mennirnir tveir sem einnig eru grunaðir um njósnir eru sagðir vinna fyrir annað ráðgjafarfyrirtæki. Reynist grunsemdir þýskra saksóknara í garð Sabathil á rökum reistar væru það tímamót því evrópskum lögregluyfirvöldum tekst sjaldan að hafa hendur í hári kínverskra njósnara í álfunni. Starfsemi þeirra hefur lengi verið talin umfangsmikil í Evrópu en aldrei hefur einstaklingur sem gegnt hefur jafn háum embættum legið undir grun um njósnir fyrir Kínverja eins og Íslandsvinurinn Gerard Sabathil.
Evrópusambandið Kína Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira